Gjaldtaka hefur áhrif á fjölda ferðamanna Gissur Sigurðsson skrifar 31. október 2013 13:13 Aldís bæjarstjóri í Hveragerði mælir ekki gæði ferðamennsku út frá fjölda ferðamanna heldur út frá því hversu mikið þeir skilja eftir sig. Gestum á hverasvæðinu í Hveragerði fækkaði um helming, eða um tíu þúsund, eftir að gjaldtaka hófst þar. Gjaldið er þó aðeins 200 krónur, en hugmyndir um gjaldtöku við Geysi gera ráð fyrir mun hærra gjaldi, þótt ákveðin tala hafi ekki verið nefnd. Þrátt fyrir þennan samdrátt er bæjarstjórinn í Hveragerði, Aldís Hafsteinsdóttir, nokkuð ánægð með þessa útkomu og telur gjaldtökuna réttlætanlega: „Hugsanlega hafa ferðaskrifstofur eitthvað fækkað komum sínum, en hinn almenni ferðamaður setur þetta ekki fyrir sig.“Hvernig er það mælt? „Við sjáum það bara þegar gestir koma. Þá borga þeir án þess að hverfa frá. Ef fólk myndi setja 200 krónurnar fyrir sig myndi það einfaldlega bara hverfa frá. Fólk er ekki að gera það.“Samt sem áður er helmings fækkun staðreynd? „Já, það er svo. En við lítum ekki endilega á það sem einhverja katastrófu. Langt því frá. Þessir sem komu skilja nú eftir sig tekjur sem þeir gerðu ekki áður. Og við mælum ekki gæði ferðamennsku endilega út frá fjölda ferðamanna heldur út frá því hversu mikið þeir skilja eftir sig,“ segir Aldís. Við Kerið í Grímsnesi eru ferðamenn rukkaðir um 350 krónur en þar liggja ekki fyrir tölur um gesti áður en gjaldtakan hófst. Ekki liggur fyrir hve margir hafa greitt aðgangseyri að Kerinu, en Óskar Magnússon, talsmaður félagsins sem á Kerið, segir að tekjur umfram kostnað séu nú þegar farnar að standa undir ýmsum úrbótum á svæðinu. Mest lesið „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Innlent Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Innlent „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Innlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent Kviknaði í ruslagámi í Keflavík Innlent Fleiri fréttir Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Sjá meira
Gestum á hverasvæðinu í Hveragerði fækkaði um helming, eða um tíu þúsund, eftir að gjaldtaka hófst þar. Gjaldið er þó aðeins 200 krónur, en hugmyndir um gjaldtöku við Geysi gera ráð fyrir mun hærra gjaldi, þótt ákveðin tala hafi ekki verið nefnd. Þrátt fyrir þennan samdrátt er bæjarstjórinn í Hveragerði, Aldís Hafsteinsdóttir, nokkuð ánægð með þessa útkomu og telur gjaldtökuna réttlætanlega: „Hugsanlega hafa ferðaskrifstofur eitthvað fækkað komum sínum, en hinn almenni ferðamaður setur þetta ekki fyrir sig.“Hvernig er það mælt? „Við sjáum það bara þegar gestir koma. Þá borga þeir án þess að hverfa frá. Ef fólk myndi setja 200 krónurnar fyrir sig myndi það einfaldlega bara hverfa frá. Fólk er ekki að gera það.“Samt sem áður er helmings fækkun staðreynd? „Já, það er svo. En við lítum ekki endilega á það sem einhverja katastrófu. Langt því frá. Þessir sem komu skilja nú eftir sig tekjur sem þeir gerðu ekki áður. Og við mælum ekki gæði ferðamennsku endilega út frá fjölda ferðamanna heldur út frá því hversu mikið þeir skilja eftir sig,“ segir Aldís. Við Kerið í Grímsnesi eru ferðamenn rukkaðir um 350 krónur en þar liggja ekki fyrir tölur um gesti áður en gjaldtakan hófst. Ekki liggur fyrir hve margir hafa greitt aðgangseyri að Kerinu, en Óskar Magnússon, talsmaður félagsins sem á Kerið, segir að tekjur umfram kostnað séu nú þegar farnar að standa undir ýmsum úrbótum á svæðinu.
Mest lesið „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Innlent Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Innlent „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Innlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent Kviknaði í ruslagámi í Keflavík Innlent Fleiri fréttir Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Sjá meira