Innlent

Framkvæmdir komnar á fullt í Gálgahrauni

Hanna Rún Sverrisdóttir skrifar
Mótmælin halda áfram fyrir framan Innanríkisráðuneytið klukkan hálf eitt í dag.
Mótmælin halda áfram fyrir framan Innanríkisráðuneytið klukkan hálf eitt í dag. mynd/Ragnar Unnarsson
"Flestir mótmælendur sem staddir voru á vinnusvæðinu við Gálgahraun í morgun hafa verið bornir burtu af svæðinu, einhverjir fóru af sjálfsdáðum,“ segir Ragnar Unnarsson, náttúruvinur, sem er á leiðnni frá svæðinu. Framkvæmdir eru komnar á fullt og jarðýtan komin af stað.

Fréttamaður stöðvar 2 var á staðnum og framkvæmdir eru komnar á fullt og jarðýtan komin af stað.

Ragnar segir að ögreglumenn hafi verið um þrefalt fleiri en mótmælendur. Mótmælendur voru hryggir yfir þessum aðgerðum.

Að sögn Ragnars eru um 2 til 3 mótmælendur eftir uppfrá núna, en stefnan er að vera mætt klukkan hálf eitt fyrir framan innanríkisráðuneytið, þar sem þau ætla að mótmæla aðgerðunum.


Tengdar fréttir

Lögreglan farin að bera fólk út af svæðinu við Gálgahraun

"Það er verið að bera menn útaf svæðinu, en það eru einhverjar skipanir skilst mér um að það eigi ekki að handataka fólk eins og í gær,“ segir Ragnar Unnarsson, náttúruverndarsinni sem er staddur við mótmælin í Gálgahrauni.

Mótmælendur og lögreglan mætt aftur í hraunið

"Hér er fullt af fólki, það eru núna um 25 manns mættir svona eldsnemma og jarðýtan er að koma,“ segir Þorsteinn Magnússon náttúruverndarsinni. "Lögreglan er líka komin á svæðið, þeir eru með bíl á túninu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×