Innlent

Lögreglan farin að bera fólk út af svæðinu við Gálgahraun

Hanna Rún Sverrisdóttir skrifar
Lögreglan bar fólk út af svæðinu.
Lögreglan bar fólk út af svæðinu. mynd/Ragnar Unnarsson
„Það er verið að bera menn útaf svæðinu, en það eru einhverjar skipanir skilst mér um að það eigi ekki að handataka fólk eins og í gær,“ segir Ragnar Unnarsson, náttúruverndarsinni sem er staddur við mótmælin í Gálgahrauni.

Hann segir að fjölmennt lögreglulið sé komið til að passa upp á Vegagerðina. „Það er komið nýtt dómsstig, Vegagerðardómur og lögreglan virðist vera að framfylgja þeirra dómi.“

„Jarðýturnar eru byrjaðar að vinna á fullu, þetta er rosaleg jarðýta,“ segir Ragnar.

Ragnar segir að það hafi verið svakalegt að sjá þetta í gær, þetta hafi verið leiftursókn eins og hann orðar það. Það hafi verið um 30 lögreglumenn allt í kringum gröfuna, fyrir utan hina sem voru að keyra fólki fram og til baka. „Ég hef aldrei séð annað eins.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×