Segir kynjahlutafallið í Hæstarétti óheppilegt Hanna Rún Sverrisdóttir skrifar 25. október 2013 14:26 „Það er mikilvægt að dómstólar spegli samfélagið og dómarnir líka,“ segir Sigurður Örn Hilmarsson, héraðsdómslögmaður og réttargæslumaður í kynferðisbrotamálum. „Þess vegna tel ég að það sé óheppilegt að kynjaskiptingin í Hæstarétti sé með þeim hætti sem hún er í dag.“ Eins og fram hefur komið hjá Fréttablaðinu og á Vísi sýknaði Hæstiréttur í gær, Ómar Traustason af kynferðisbroti gegn ungum dreng. Áður hafði Héraðsdómur Reykjaness dæmt Ómar í þriggja ára fangelsi. Einn dómarinn í Hæstarétti, Ingibjörg Benediktsdóttir skilaði sératkvæði og vildi staðfesta niðurstöðu héraðsdóms. Það er í þriðja skipti á árinu sem hún er ósammála meðdómendum sínum þegar þeir snúa sakfellingu fyrir kynferðisbrot í sýknu. Ingibjörg var eini kvenkyns dómarinn í máli Ómars, hinir fjórir voru karlar. Af ellefu fastráðnum dómurum í Hæstarétti er tvær konur. Sigurður segir að það væri heppilegast að sá hópur eða þeir einstaklingar sem hafi það hlutverk að dæma um sekt eða sakleysi samborgara sinna, endurspegli samfélagið sem þeir búa í að sem flestu leyti og þar kemur auðvitað kyn þeirra til skoðunar líka. „Þegar það gerist ítrekað að Hæstiréttur klofnar með þessum hætti veltir maður því fyrir sér af hverju það sé. Það væri verðugt rannsóknarefni fyrir til dæmis lögfræðinga að fara yfir það hvernig þessum málum er háttað og hvað valdi því að Hæstiréttur klofni með þessum hætti,“ segir Sigurður. Ólík afstaða dómara til málefna og sönnunarkrafna Hann segir að þarna leggi til grundvallar ólík afstaða manna til þess málefnis sem lá undir og til þeirra sönnunarkrafna sem gera verður til ákæruvaldsins. Hann segir að slíkur ágreiningur hafi komið upp áður, þar sem Hæstaréttardómarar eru ekki sammála, þeir voru reyndar báðir af sama kyni. „Þannig að það er ekki þannig að kynið eitt valdi þessi skoðunarmun.“ „Hæstiréttur og Hæstaréttardómararnir nálgast auðvitað málið á þeim sönnunargögnum sem eru lögð fyrir þá. Þar hefur verulega þýðingu sú regla að allur vafi skuli túlkaður sakborningi í hag,“ segir Sigurður. Hann telur að það sé mikilvægur og nauðsynlegur þáttur í réttarkerfinu okkar sem flestir séu sammála um, að það sé heppilegra að tíu sekir menn gangi frjálsir ferða sinna en að einn saklaus maður sé dæmdur í fangelsi fyrir brot sem hann framdi ekki. „Þetta er hin undirliggjandi forsenda fyrir réttarframkvæmd Hæstaréttar, þó í einstaka tilfellum kunni mönnum að þykja niðurstaðan ósanngjörn,“ segir Sigurður. Mest lesið Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Innlent Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Innlent „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ Innlent Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Innlent Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Erlent Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss Innlent Velti bílnum við Fjarðarhraun Innlent Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Innlent Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku Innlent Fleiri fréttir Airbnb-íbúðir leigðar út undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð „Eftir þetta hvassviðri í þinginu í gær heldur lífið áfram“ Tekjur af laxveiði í Borgarfirði eru vel yfir 50% af tekjum landbúnaðar á svæðinu Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Halda áfram að ræða veiðigjöldin Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Draga Dettifoss til Reykjavíkur Sjá meira
„Það er mikilvægt að dómstólar spegli samfélagið og dómarnir líka,“ segir Sigurður Örn Hilmarsson, héraðsdómslögmaður og réttargæslumaður í kynferðisbrotamálum. „Þess vegna tel ég að það sé óheppilegt að kynjaskiptingin í Hæstarétti sé með þeim hætti sem hún er í dag.“ Eins og fram hefur komið hjá Fréttablaðinu og á Vísi sýknaði Hæstiréttur í gær, Ómar Traustason af kynferðisbroti gegn ungum dreng. Áður hafði Héraðsdómur Reykjaness dæmt Ómar í þriggja ára fangelsi. Einn dómarinn í Hæstarétti, Ingibjörg Benediktsdóttir skilaði sératkvæði og vildi staðfesta niðurstöðu héraðsdóms. Það er í þriðja skipti á árinu sem hún er ósammála meðdómendum sínum þegar þeir snúa sakfellingu fyrir kynferðisbrot í sýknu. Ingibjörg var eini kvenkyns dómarinn í máli Ómars, hinir fjórir voru karlar. Af ellefu fastráðnum dómurum í Hæstarétti er tvær konur. Sigurður segir að það væri heppilegast að sá hópur eða þeir einstaklingar sem hafi það hlutverk að dæma um sekt eða sakleysi samborgara sinna, endurspegli samfélagið sem þeir búa í að sem flestu leyti og þar kemur auðvitað kyn þeirra til skoðunar líka. „Þegar það gerist ítrekað að Hæstiréttur klofnar með þessum hætti veltir maður því fyrir sér af hverju það sé. Það væri verðugt rannsóknarefni fyrir til dæmis lögfræðinga að fara yfir það hvernig þessum málum er háttað og hvað valdi því að Hæstiréttur klofni með þessum hætti,“ segir Sigurður. Ólík afstaða dómara til málefna og sönnunarkrafna Hann segir að þarna leggi til grundvallar ólík afstaða manna til þess málefnis sem lá undir og til þeirra sönnunarkrafna sem gera verður til ákæruvaldsins. Hann segir að slíkur ágreiningur hafi komið upp áður, þar sem Hæstaréttardómarar eru ekki sammála, þeir voru reyndar báðir af sama kyni. „Þannig að það er ekki þannig að kynið eitt valdi þessi skoðunarmun.“ „Hæstiréttur og Hæstaréttardómararnir nálgast auðvitað málið á þeim sönnunargögnum sem eru lögð fyrir þá. Þar hefur verulega þýðingu sú regla að allur vafi skuli túlkaður sakborningi í hag,“ segir Sigurður. Hann telur að það sé mikilvægur og nauðsynlegur þáttur í réttarkerfinu okkar sem flestir séu sammála um, að það sé heppilegra að tíu sekir menn gangi frjálsir ferða sinna en að einn saklaus maður sé dæmdur í fangelsi fyrir brot sem hann framdi ekki. „Þetta er hin undirliggjandi forsenda fyrir réttarframkvæmd Hæstaréttar, þó í einstaka tilfellum kunni mönnum að þykja niðurstaðan ósanngjörn,“ segir Sigurður.
Mest lesið Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Innlent Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Innlent „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ Innlent Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Innlent Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Erlent Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss Innlent Velti bílnum við Fjarðarhraun Innlent Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Innlent Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku Innlent Fleiri fréttir Airbnb-íbúðir leigðar út undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð „Eftir þetta hvassviðri í þinginu í gær heldur lífið áfram“ Tekjur af laxveiði í Borgarfirði eru vel yfir 50% af tekjum landbúnaðar á svæðinu Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Halda áfram að ræða veiðigjöldin Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Draga Dettifoss til Reykjavíkur Sjá meira