Segir kynjahlutafallið í Hæstarétti óheppilegt Hanna Rún Sverrisdóttir skrifar 25. október 2013 14:26 „Það er mikilvægt að dómstólar spegli samfélagið og dómarnir líka,“ segir Sigurður Örn Hilmarsson, héraðsdómslögmaður og réttargæslumaður í kynferðisbrotamálum. „Þess vegna tel ég að það sé óheppilegt að kynjaskiptingin í Hæstarétti sé með þeim hætti sem hún er í dag.“ Eins og fram hefur komið hjá Fréttablaðinu og á Vísi sýknaði Hæstiréttur í gær, Ómar Traustason af kynferðisbroti gegn ungum dreng. Áður hafði Héraðsdómur Reykjaness dæmt Ómar í þriggja ára fangelsi. Einn dómarinn í Hæstarétti, Ingibjörg Benediktsdóttir skilaði sératkvæði og vildi staðfesta niðurstöðu héraðsdóms. Það er í þriðja skipti á árinu sem hún er ósammála meðdómendum sínum þegar þeir snúa sakfellingu fyrir kynferðisbrot í sýknu. Ingibjörg var eini kvenkyns dómarinn í máli Ómars, hinir fjórir voru karlar. Af ellefu fastráðnum dómurum í Hæstarétti er tvær konur. Sigurður segir að það væri heppilegast að sá hópur eða þeir einstaklingar sem hafi það hlutverk að dæma um sekt eða sakleysi samborgara sinna, endurspegli samfélagið sem þeir búa í að sem flestu leyti og þar kemur auðvitað kyn þeirra til skoðunar líka. „Þegar það gerist ítrekað að Hæstiréttur klofnar með þessum hætti veltir maður því fyrir sér af hverju það sé. Það væri verðugt rannsóknarefni fyrir til dæmis lögfræðinga að fara yfir það hvernig þessum málum er háttað og hvað valdi því að Hæstiréttur klofni með þessum hætti,“ segir Sigurður. Ólík afstaða dómara til málefna og sönnunarkrafna Hann segir að þarna leggi til grundvallar ólík afstaða manna til þess málefnis sem lá undir og til þeirra sönnunarkrafna sem gera verður til ákæruvaldsins. Hann segir að slíkur ágreiningur hafi komið upp áður, þar sem Hæstaréttardómarar eru ekki sammála, þeir voru reyndar báðir af sama kyni. „Þannig að það er ekki þannig að kynið eitt valdi þessi skoðunarmun.“ „Hæstiréttur og Hæstaréttardómararnir nálgast auðvitað málið á þeim sönnunargögnum sem eru lögð fyrir þá. Þar hefur verulega þýðingu sú regla að allur vafi skuli túlkaður sakborningi í hag,“ segir Sigurður. Hann telur að það sé mikilvægur og nauðsynlegur þáttur í réttarkerfinu okkar sem flestir séu sammála um, að það sé heppilegra að tíu sekir menn gangi frjálsir ferða sinna en að einn saklaus maður sé dæmdur í fangelsi fyrir brot sem hann framdi ekki. „Þetta er hin undirliggjandi forsenda fyrir réttarframkvæmd Hæstaréttar, þó í einstaka tilfellum kunni mönnum að þykja niðurstaðan ósanngjörn,“ segir Sigurður. Mest lesið Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Erlent „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Innlent „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Innlent Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu Innlent Bandaríkin lýstu yfir fullum stuðningi við fyrirætlanir Ísraelsstjórnar Erlent Drápu þrjá í annarri árás á meinta smyglara Erlent Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Innlent Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Innlent Fjöldi glæpahópa á Íslandi hefur tvöfaldast á tíu árum Innlent Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Innlent Fleiri fréttir Sló töskunni í vélarhlíf lögreglubifreiðar „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Fjöldi glæpahópa á Íslandi hefur tvöfaldast á tíu árum „Ekki algengt að svona lekar verði“ Stóraukning skipulagðrar glæpastarfsemi og innbrotahrina hjá listamanni Flugvél með fjórum innanborðs fór út af flugbraut Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Tiltekt ríkisstjórnar eins og að taka sokk af gólfi unglings Ingvar aftur kominn í leyfi frá þingstörfum Oddvitarnir ætla sér stóra hluti eftir átta mánuði Loka fyrir heitt vatn vegna leka á Bústaðavegi Tvíburarnir fengu ár í viðbót Hlaut náttúruverndarviðurkenningu Sigríðar í Brattholti Vara við svikapóstum um ólöglegar klámsíður og reikninga frá raforkusölum Baráttunni lauk með íslenskum ríkisborgararétti Er með hugmynd að nafni sem gæti vel gengið Bein útsending: Umhverfisþing 2025 Hells Angels á Íslandi hafi aukið umsvif sín og sýnileika Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Komið gott af borgarmálum og meirihlutaslit hafi engin áhrif Töldu nauðsynlegt að taka fast á Hells Angels og Kourani fær endurkomubann Ætlar sér formennsku hjá ungum Sjálfstæðismönnum Úr inniskónum og yfir í hringiðu heimsmálanna Þórdís Lóa ætlar ekki fram Ölvaðir og í annarlegu ástandi Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Sjá meira
„Það er mikilvægt að dómstólar spegli samfélagið og dómarnir líka,“ segir Sigurður Örn Hilmarsson, héraðsdómslögmaður og réttargæslumaður í kynferðisbrotamálum. „Þess vegna tel ég að það sé óheppilegt að kynjaskiptingin í Hæstarétti sé með þeim hætti sem hún er í dag.“ Eins og fram hefur komið hjá Fréttablaðinu og á Vísi sýknaði Hæstiréttur í gær, Ómar Traustason af kynferðisbroti gegn ungum dreng. Áður hafði Héraðsdómur Reykjaness dæmt Ómar í þriggja ára fangelsi. Einn dómarinn í Hæstarétti, Ingibjörg Benediktsdóttir skilaði sératkvæði og vildi staðfesta niðurstöðu héraðsdóms. Það er í þriðja skipti á árinu sem hún er ósammála meðdómendum sínum þegar þeir snúa sakfellingu fyrir kynferðisbrot í sýknu. Ingibjörg var eini kvenkyns dómarinn í máli Ómars, hinir fjórir voru karlar. Af ellefu fastráðnum dómurum í Hæstarétti er tvær konur. Sigurður segir að það væri heppilegast að sá hópur eða þeir einstaklingar sem hafi það hlutverk að dæma um sekt eða sakleysi samborgara sinna, endurspegli samfélagið sem þeir búa í að sem flestu leyti og þar kemur auðvitað kyn þeirra til skoðunar líka. „Þegar það gerist ítrekað að Hæstiréttur klofnar með þessum hætti veltir maður því fyrir sér af hverju það sé. Það væri verðugt rannsóknarefni fyrir til dæmis lögfræðinga að fara yfir það hvernig þessum málum er háttað og hvað valdi því að Hæstiréttur klofni með þessum hætti,“ segir Sigurður. Ólík afstaða dómara til málefna og sönnunarkrafna Hann segir að þarna leggi til grundvallar ólík afstaða manna til þess málefnis sem lá undir og til þeirra sönnunarkrafna sem gera verður til ákæruvaldsins. Hann segir að slíkur ágreiningur hafi komið upp áður, þar sem Hæstaréttardómarar eru ekki sammála, þeir voru reyndar báðir af sama kyni. „Þannig að það er ekki þannig að kynið eitt valdi þessi skoðunarmun.“ „Hæstiréttur og Hæstaréttardómararnir nálgast auðvitað málið á þeim sönnunargögnum sem eru lögð fyrir þá. Þar hefur verulega þýðingu sú regla að allur vafi skuli túlkaður sakborningi í hag,“ segir Sigurður. Hann telur að það sé mikilvægur og nauðsynlegur þáttur í réttarkerfinu okkar sem flestir séu sammála um, að það sé heppilegra að tíu sekir menn gangi frjálsir ferða sinna en að einn saklaus maður sé dæmdur í fangelsi fyrir brot sem hann framdi ekki. „Þetta er hin undirliggjandi forsenda fyrir réttarframkvæmd Hæstaréttar, þó í einstaka tilfellum kunni mönnum að þykja niðurstaðan ósanngjörn,“ segir Sigurður.
Mest lesið Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Erlent „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Innlent „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Innlent Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu Innlent Bandaríkin lýstu yfir fullum stuðningi við fyrirætlanir Ísraelsstjórnar Erlent Drápu þrjá í annarri árás á meinta smyglara Erlent Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Innlent Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Innlent Fjöldi glæpahópa á Íslandi hefur tvöfaldast á tíu árum Innlent Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Innlent Fleiri fréttir Sló töskunni í vélarhlíf lögreglubifreiðar „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Fjöldi glæpahópa á Íslandi hefur tvöfaldast á tíu árum „Ekki algengt að svona lekar verði“ Stóraukning skipulagðrar glæpastarfsemi og innbrotahrina hjá listamanni Flugvél með fjórum innanborðs fór út af flugbraut Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Tiltekt ríkisstjórnar eins og að taka sokk af gólfi unglings Ingvar aftur kominn í leyfi frá þingstörfum Oddvitarnir ætla sér stóra hluti eftir átta mánuði Loka fyrir heitt vatn vegna leka á Bústaðavegi Tvíburarnir fengu ár í viðbót Hlaut náttúruverndarviðurkenningu Sigríðar í Brattholti Vara við svikapóstum um ólöglegar klámsíður og reikninga frá raforkusölum Baráttunni lauk með íslenskum ríkisborgararétti Er með hugmynd að nafni sem gæti vel gengið Bein útsending: Umhverfisþing 2025 Hells Angels á Íslandi hafi aukið umsvif sín og sýnileika Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Komið gott af borgarmálum og meirihlutaslit hafi engin áhrif Töldu nauðsynlegt að taka fast á Hells Angels og Kourani fær endurkomubann Ætlar sér formennsku hjá ungum Sjálfstæðismönnum Úr inniskónum og yfir í hringiðu heimsmálanna Þórdís Lóa ætlar ekki fram Ölvaðir og í annarlegu ástandi Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Sjá meira