Fyrrverandi fangavörður myndbirtir barnaníðinga Jón Júlíus Karlsson skrifar 17. október 2013 22:13 Óskar Ingi Þorgrímsson segir að tekist hafi að bjarga fimm börnum undan barnaníðingum með því að nafn- og myndbirta dæmda barnaníðinga. „Það verður einhver að vernda börnin, ekki gera yfirvöld það,“ segir Óskar Ingi Þorgrímsson sem er einn stofnenda netsíðu þar sem dæmdir barnaníðingar eru nafn- og myndbirtir. Óskar hefur einnig farið fyrir annarri síðu á Facebook sem starfar í sama tilgangi. Hann segir nauðsynlegt að birta myndir af dæmdum barnaníðingum. „Við teljum okkur nú þegar vera búnir að bjarga fimm börnum frá barnaníðingum. Við fórum af stað með það markmið að bjarga einu barni. Það hefur tekist og það gerir þetta allt þess virði,“ segir Óskar Ingi. Hann hefur ásamt fleirum haldið úti síðu á Facebook þar dæmdir barnaníðingar hafa verið nafn- og myndbirtir. Óskar segir honum hafi verið hótað líkamsmeiðingum fyrir framgöngu sína á síðunni. Hann var í síðustu viku kallaður í yfirheyrslu hjá lögreglunni í Reykjavík vegna trúnaðarbrots. „Ég var kærður fyrir að hafa orðið til þess að barnaníðingur missti vinnuna. Ég starfaði um tíma sem fangavörður og vissi fyrir hvað þessi maður sat inni. Ég fékk svo upplýsingar um að hann starfaði sem rútubílstjóri og vissi að hann væri í kringum börn. Ég hafði samband við fyrirtækið sem hann starfaði hjá og greindi þeim frá því að hann hefði setið inni fyrir barnaníð,“ segir Óskar. Stjórnendur fyrirtækisins fóru yfir þær upplýsingar sem Óskar veitti og var maðurinn í kjölfarið leystur frá störfum. „Það getur verið að ég hafi brotið reglur en það er borgaraleg skylda mín að greina frá þegar ég hef svona upplýsingar. Ég hefði ekki getað hugsað þá hugsun til enda að vita að manninum með aðgengi að börnum án þess að gera eitthvað í því.“ Í samtali við Vísi kveðst Óskar Ingi áfram ætla að berjast gegn dæmdum barnaníðingum. Tengdar fréttir Íslenskir barnaníðingar nafn- og myndbirtir á vefsíðu Dæmdir íslenskir barnaníðingar eru bæði nafn- og myndbirtir á vefsíðu sem hýst er á Wordpress.com. Búið er að taka saman upplýsingar um 26 dæmda barnaníðinga og einnig hlekkir við dóma eða umfjöllun í fjölmiðlum. 17. október 2013 18:43 Mest lesið Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Bein útsending: Kynnir fjárlög næsta árs Innlent „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Innlent Þrjár ungar konur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Erlent Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Innlent Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Erlent Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Erlent Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Innlent Leitað að manni með öxi Innlent Fleiri fréttir Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Bein útsending: Kynnir fjárlög næsta árs Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Jákvæð gagnvart nýrri atvinnustefnu Frábær og vel heppnuð Ljósanótt Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Skoða að rifta fríverslunarsamningi við Ísrael Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Aðgerðir vegna Gasa, málfrelsi á Íslandi og ný atvinnustefna Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Sjá meira
„Það verður einhver að vernda börnin, ekki gera yfirvöld það,“ segir Óskar Ingi Þorgrímsson sem er einn stofnenda netsíðu þar sem dæmdir barnaníðingar eru nafn- og myndbirtir. Óskar hefur einnig farið fyrir annarri síðu á Facebook sem starfar í sama tilgangi. Hann segir nauðsynlegt að birta myndir af dæmdum barnaníðingum. „Við teljum okkur nú þegar vera búnir að bjarga fimm börnum frá barnaníðingum. Við fórum af stað með það markmið að bjarga einu barni. Það hefur tekist og það gerir þetta allt þess virði,“ segir Óskar Ingi. Hann hefur ásamt fleirum haldið úti síðu á Facebook þar dæmdir barnaníðingar hafa verið nafn- og myndbirtir. Óskar segir honum hafi verið hótað líkamsmeiðingum fyrir framgöngu sína á síðunni. Hann var í síðustu viku kallaður í yfirheyrslu hjá lögreglunni í Reykjavík vegna trúnaðarbrots. „Ég var kærður fyrir að hafa orðið til þess að barnaníðingur missti vinnuna. Ég starfaði um tíma sem fangavörður og vissi fyrir hvað þessi maður sat inni. Ég fékk svo upplýsingar um að hann starfaði sem rútubílstjóri og vissi að hann væri í kringum börn. Ég hafði samband við fyrirtækið sem hann starfaði hjá og greindi þeim frá því að hann hefði setið inni fyrir barnaníð,“ segir Óskar. Stjórnendur fyrirtækisins fóru yfir þær upplýsingar sem Óskar veitti og var maðurinn í kjölfarið leystur frá störfum. „Það getur verið að ég hafi brotið reglur en það er borgaraleg skylda mín að greina frá þegar ég hef svona upplýsingar. Ég hefði ekki getað hugsað þá hugsun til enda að vita að manninum með aðgengi að börnum án þess að gera eitthvað í því.“ Í samtali við Vísi kveðst Óskar Ingi áfram ætla að berjast gegn dæmdum barnaníðingum.
Tengdar fréttir Íslenskir barnaníðingar nafn- og myndbirtir á vefsíðu Dæmdir íslenskir barnaníðingar eru bæði nafn- og myndbirtir á vefsíðu sem hýst er á Wordpress.com. Búið er að taka saman upplýsingar um 26 dæmda barnaníðinga og einnig hlekkir við dóma eða umfjöllun í fjölmiðlum. 17. október 2013 18:43 Mest lesið Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Bein útsending: Kynnir fjárlög næsta árs Innlent „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Innlent Þrjár ungar konur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Erlent Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Innlent Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Erlent Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Erlent Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Innlent Leitað að manni með öxi Innlent Fleiri fréttir Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Bein útsending: Kynnir fjárlög næsta árs Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Jákvæð gagnvart nýrri atvinnustefnu Frábær og vel heppnuð Ljósanótt Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Skoða að rifta fríverslunarsamningi við Ísrael Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Aðgerðir vegna Gasa, málfrelsi á Íslandi og ný atvinnustefna Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Sjá meira
Íslenskir barnaníðingar nafn- og myndbirtir á vefsíðu Dæmdir íslenskir barnaníðingar eru bæði nafn- og myndbirtir á vefsíðu sem hýst er á Wordpress.com. Búið er að taka saman upplýsingar um 26 dæmda barnaníðinga og einnig hlekkir við dóma eða umfjöllun í fjölmiðlum. 17. október 2013 18:43