Enski boltinn

Ferguson fer frekar á Masters en að taka aftur við Man. Utd

Sir Alex Ferguson.
Sir Alex Ferguson.
Dapurt gengi Man. Utd í upphafi leiktíðar hefur eðlilega leitt til þeirrar umræðu hvort Sir Alex Ferguson muni snúa aftur og taka við liðinu á nýjan leik.

United hefur tapað þremur af fyrstu sex leikjum sínum í ensku úrvalsdeildinni undir stjórn David Moyes. Fyrir vikið er liðið aðeins í tólfta sæti deildarinnar en það telst seint ásættanlegt á Old Trafford.

Ferguson segir að fólk geti gleymt því að hann muni snúa aftur.

"Ef þú veðjar á að ég komi aftur þá ertu að kasta peningum í klósettið. Ég hef tekið mína ákvörðun og hún kom á hárréttum tíma. Það er engin leið til baka. Ég á núna nýtt líf," sagði Ferguson.

"Ég vil fara á Kentucky Derby-veðreiðarnar, Masters-mótið í golfi og vínekrur á Ítalíu og Frakklandi."

Þrátt fyrir brösótt gengi í upphafi leiktíðar þá hefur Ferguson tröllatrúa á Moyes.

"United er í góðum höndum hjá Moyes. Hann mun standa sig vel enda góður stjóri."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×