Stjarna Guðjóns fer varlega og mun ekki mæta Íslandi á EM Sindri Sverrisson skrifar 13. desember 2025 09:01 Kay Smits missir aftur af EM í janúar. Getty/Henk Seppen Hollenska handboltastjarnan Kay Smits hefur ákveðið að sleppa Evrópumótinu í janúar. Hann vill sýna varúð þrátt fyrir að vera kominn á fulla ferð eftir hjartavöðvabólgu. Smits missti af síðasta EM, fyrir tveimur árum, vegna hjartavöðvabólgunnar en sneri aftur með hollenska landsliðinu á HM í byrjun þessa árs. Hann varð svo aftur að taka sér hlé en hefur verið í fantaformi með Gummersbach í vetur og notið sín undir stjórn Guðjóns Vals Sigurðssonar. Smits er bæði næstmarkahæstur og með næstflestar stoðsendingar fyrir Gummersbach í vetur, á eftir Julian Köster, eða með 72 mörk og 35 stoðsendingar í 15 leikjum. Álagið á stórmóti er hins vegar enn meira en það sem leikmenn glíma við hjá sínum félagsliðum og Smits ætlar því að sleppa EM. „Allar læknisrannsóknir síðustu mánaða hafa verið jákvæðar og ekkert mælir á móti þátttöku á Evrópumótinu. Þrátt fyrir það vil ég fylgjast vel með álaginu og hef ákveðið að sleppa þessu móti,“ segir Smits á Handbal.nl. „Mér líður vel og er í fullkomnu formi, en stórmót krefst annars takts og annars konar álags. Þetta var erfið ákvörðun, því ég elska að vera hluti af hollenska landsliðinu og Evrópumót í janúar er alltaf frábær upplifun. Í bili er hins vegar í forgangi að sýna varkárni og ég vil ekki flýta mér um of,“ bætir hann við. Þar með er ljóst að Ísland mun ekki eiga við Smits ef bæði Ísland og Holland komast áfram í millriðla á EM. Hollendingar eru reyndar í mjög erfiðum riðli með heimaliði Svía og HM-silfurdrengjum Dags Sigurðssonar í króatíska landsliðinu, auk Georgíu. Tvö þessara liða fara í milliriðil með tveimur liðum úr F-riðli (Ísland, Ungverjaland, Pólland og Ítalía) og tveimur úr D-riðli (Slóvenía, Færeyjar, Svartfjallaland, Sviss). EM karla í handbolta 2026 Mest lesið Aldrei séð Dag svona reiðan Handbolti Danmörk - Ísland | Undanúrslit í gini ljónsins Handbolti Ræða Dags bar árangur og EHF lofar breytingum Handbolti Tennisstjörnurnar fela hluti í nærfötunum Sport EM-Pallborðið: Rýndu í möguleika Íslands gegn Danmörku Handbolti „Þetta er bara einn af mönnum mótsins hingað til“ Handbolti Þýskaland - Króatía | Dagur eða Alfreð í úrslit á EM Handbolti „Gjörsamlega glórulaust“ Handbolti „Lítill stuðningur við strákana okkar að auglýsa í fjölmiðlum“ Handbolti Sömu og dæmdu í sigrinum á Svíum en fyrst dæma Íslendingar Handbolti Fleiri fréttir Þýskaland - Króatía | Dagur eða Alfreð í úrslit á EM Portúgölsku bræðurnir sendu Svía sára heim „Eins og Gísli Þorgeir en getur líka skotið fyrir utan“ Vilja þagga niður í 14 þúsund Dönum Algjörlega magnaður árangur: „Ákveðin vonbrigði að þeir séu ekki fjórir“ EM-Pallborðið: Rýndu í möguleika Íslands gegn Danmörku Danir með tromp á hendi: „Auðvitað hrikalega mikilvægt“ Anton og Jónas með myndavél á sér í Boxen Danmörk - Ísland | Undanúrslit í gini ljónsins Tókst eftir tíu ára bið: „Hef alltaf haft trú“ Ræða Dags bar árangur og EHF lofar breytingum Stutt síðan Gísli var ekki sérlega vel liðinn af íslensku þjóðinni Dani segir gagnrýni Dags illa tímasetta „Langstærsta prófið“ en Danir hafa misstigið sig „Megum ekki gleyma því að við erum frábærir líka“ Sömu og dæmdu í sigrinum á Svíum en fyrst dæma Íslendingar „Þá myndu þeir ljúga að mér“ „Aðrir sjá um að tuða yfir því“ Ísland næstbesta sóknarlið EM en því miður er Danmörk best Aldrei séð Dag svona reiðan „Þetta eru bara menn sem vilja mikið og meira“ „Þetta er bara einn af mönnum mótsins hingað til“ „Lítill stuðningur við strákana okkar að auglýsa í fjölmiðlum“ Sjötti sigur Valskvenna í röð og KA/Þór vann Stjörnuna „Eins og íslenska krónan, okkur vantar stöðugleika“ Uppgjörið: Haukar - ÍR 23-22 | Dramatískur sigur hjá Haukakonum EM í dag: EHF ekki í neinu uppáhaldi hjá Degi Sig og öðrum Íslendingum Sigvaldi kallaður inn í íslenska hópinn Eyjakonur lifðu af stórleik Ethel Gyðu í Eyjum Alfreð stóð með Degi: „Ekki eins og best verður á kosið“ Sjá meira
Smits missti af síðasta EM, fyrir tveimur árum, vegna hjartavöðvabólgunnar en sneri aftur með hollenska landsliðinu á HM í byrjun þessa árs. Hann varð svo aftur að taka sér hlé en hefur verið í fantaformi með Gummersbach í vetur og notið sín undir stjórn Guðjóns Vals Sigurðssonar. Smits er bæði næstmarkahæstur og með næstflestar stoðsendingar fyrir Gummersbach í vetur, á eftir Julian Köster, eða með 72 mörk og 35 stoðsendingar í 15 leikjum. Álagið á stórmóti er hins vegar enn meira en það sem leikmenn glíma við hjá sínum félagsliðum og Smits ætlar því að sleppa EM. „Allar læknisrannsóknir síðustu mánaða hafa verið jákvæðar og ekkert mælir á móti þátttöku á Evrópumótinu. Þrátt fyrir það vil ég fylgjast vel með álaginu og hef ákveðið að sleppa þessu móti,“ segir Smits á Handbal.nl. „Mér líður vel og er í fullkomnu formi, en stórmót krefst annars takts og annars konar álags. Þetta var erfið ákvörðun, því ég elska að vera hluti af hollenska landsliðinu og Evrópumót í janúar er alltaf frábær upplifun. Í bili er hins vegar í forgangi að sýna varkárni og ég vil ekki flýta mér um of,“ bætir hann við. Þar með er ljóst að Ísland mun ekki eiga við Smits ef bæði Ísland og Holland komast áfram í millriðla á EM. Hollendingar eru reyndar í mjög erfiðum riðli með heimaliði Svía og HM-silfurdrengjum Dags Sigurðssonar í króatíska landsliðinu, auk Georgíu. Tvö þessara liða fara í milliriðil með tveimur liðum úr F-riðli (Ísland, Ungverjaland, Pólland og Ítalía) og tveimur úr D-riðli (Slóvenía, Færeyjar, Svartfjallaland, Sviss).
EM karla í handbolta 2026 Mest lesið Aldrei séð Dag svona reiðan Handbolti Danmörk - Ísland | Undanúrslit í gini ljónsins Handbolti Ræða Dags bar árangur og EHF lofar breytingum Handbolti Tennisstjörnurnar fela hluti í nærfötunum Sport EM-Pallborðið: Rýndu í möguleika Íslands gegn Danmörku Handbolti „Þetta er bara einn af mönnum mótsins hingað til“ Handbolti Þýskaland - Króatía | Dagur eða Alfreð í úrslit á EM Handbolti „Gjörsamlega glórulaust“ Handbolti „Lítill stuðningur við strákana okkar að auglýsa í fjölmiðlum“ Handbolti Sömu og dæmdu í sigrinum á Svíum en fyrst dæma Íslendingar Handbolti Fleiri fréttir Þýskaland - Króatía | Dagur eða Alfreð í úrslit á EM Portúgölsku bræðurnir sendu Svía sára heim „Eins og Gísli Þorgeir en getur líka skotið fyrir utan“ Vilja þagga niður í 14 þúsund Dönum Algjörlega magnaður árangur: „Ákveðin vonbrigði að þeir séu ekki fjórir“ EM-Pallborðið: Rýndu í möguleika Íslands gegn Danmörku Danir með tromp á hendi: „Auðvitað hrikalega mikilvægt“ Anton og Jónas með myndavél á sér í Boxen Danmörk - Ísland | Undanúrslit í gini ljónsins Tókst eftir tíu ára bið: „Hef alltaf haft trú“ Ræða Dags bar árangur og EHF lofar breytingum Stutt síðan Gísli var ekki sérlega vel liðinn af íslensku þjóðinni Dani segir gagnrýni Dags illa tímasetta „Langstærsta prófið“ en Danir hafa misstigið sig „Megum ekki gleyma því að við erum frábærir líka“ Sömu og dæmdu í sigrinum á Svíum en fyrst dæma Íslendingar „Þá myndu þeir ljúga að mér“ „Aðrir sjá um að tuða yfir því“ Ísland næstbesta sóknarlið EM en því miður er Danmörk best Aldrei séð Dag svona reiðan „Þetta eru bara menn sem vilja mikið og meira“ „Þetta er bara einn af mönnum mótsins hingað til“ „Lítill stuðningur við strákana okkar að auglýsa í fjölmiðlum“ Sjötti sigur Valskvenna í röð og KA/Þór vann Stjörnuna „Eins og íslenska krónan, okkur vantar stöðugleika“ Uppgjörið: Haukar - ÍR 23-22 | Dramatískur sigur hjá Haukakonum EM í dag: EHF ekki í neinu uppáhaldi hjá Degi Sig og öðrum Íslendingum Sigvaldi kallaður inn í íslenska hópinn Eyjakonur lifðu af stórleik Ethel Gyðu í Eyjum Alfreð stóð með Degi: „Ekki eins og best verður á kosið“ Sjá meira