Freistingarnar eru allstaðar! Magnús Berg Magnússon og Þorsteinn Kári Jónsson og stofnendur Meistaramánuðs skrifa 4. október 2013 17:47 Það er innbyggt í okkur öll að vilja frekar það sem er gott fyrir okkur í dag en það sem er gott á morgun. Freistingar leynast víða og eigum við oftar en ekki í litlum erfiðleikum með að verðlauna okkur með því að svala þrám okkar, án þess að leiða hugann að því hvort að við séum að gera okkur gott eða ekki. Það er líka staðreynd að freistingarnar umkringja okkur á afskaplega þrúgandi máta í nútíma samfélagi. Við þurfum ekki annað en að opna Facebook eða Instagram til að fá það beint í æð að einhversstaðar er einhver vinur okkar að gúffa í sig hamborgara sem á þessari stundu virðist vera girnilegasti hamborgari í heimi og örlitlu neðar í straumnum sjáum við vininn sem er að skála í ísköldum bjór við vinnufélagana „Einn hrímaður hérna megin, #meistaram hvað?“. Til þess að vinna bug á freistingum lífsins þarf bæði viljastyrk og sjálfsaga. Eitt er að setja sér falleg og góð markmið, annað er síðan að fylgja þeim staðfastlega eftir. Til þess þarf viljastyrk. Margir segjast ekki hafa neinn viljastyrk og hafi enga stjórn á sér gagnvart freistingum. Góðu fréttirnar eru þær að viljastyrk er hægt að þjálfa upp. Til þess eru fjölmargar leiðir en fyrsta skrefið er að átta sig á því að freistingarnar og viljinn til þess að uppfylla þrár sínar samstundis munu alltaf verða þarna, það er einfaldlega eitthvað sem allir þurfa að lifa með. Með því að setja sér bæði skýr og ákveðin markmið ásamt því fylgja þeim eftir af sannfæringu er hinsvegar hægt að venja sig á að standast freistingarnar.Það getur hver sem er sett sér markmið sem miðuð eru að því að gerast betri maður. Staðreyndin er nefnilega sú að það er auðvelt að taka ákvörðun um það hverju maður vill bæta við líf sitt. Það sem erfiðara og flóknara getur þó reynst að koma í framkvæmd er að gera upp við sig hverju maður er tilbúin að fórna til þess að ná betri árangri. Viljinn sem þarf til þess að sannfæra sig um að freistingin gefi af sér minni ávinning en það að standast hana krefst styrks, aga og skilnings á sjálfum okkur. Í slíkum aðstæðum er lykilatriði að veita sér hvatningu með því að hugsa bæði um heildarmyndina sem og útkomuna sem sóst er eftir. Það talaði aldrei neinn um það að auðvelt yrði að komast í gegnum októbermánuð fylltan af breytingum sem krefjast einbeitingar og aðhalds. Þeir sem hingað til hafa ekki rekist á sínar hindranir munu gera það síðar og þeir sem hafa átt erfitt með að fylgja sínum markmiðum eftir í upphafi mánaðarins eiga eftir að rekast á fleiri freistingar. En vitiði til, eins og í svo mörgu öðru þá á tilgangurinn það til að helga meðalið. Við viljum því senda alla þáttakendur Meistaramánaðarins inn í helgina með heilög orð Destiny’s Child, um mikilvægi þess að sýna sinn innri styrk til þess að komast yfir erfiðari hjalla lífsins, að leiðarljósi. Meistaramánuður Mest lesið Litríkur karakter sem var engum líkur Lífið Vók Ofurmenni slaufað Gagnrýni Streitulaust fjölskyldufrí í stað stress og álags Áskorun Fyrsta stiklan úr miðaldaþáttum Balta Lífið Hulk Hogan er látinn Lífið Rene Kirby er látinn Lífið Hlutabréfin rjúka upp eftir að Sweeney fór í gallabuxurnar Lífið Ísland fyrst Norðurlanda með EMotorad rafmagnshjól Lífið samstarf Pamela smellti kossi á Neeson Lífið Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Menning Fleiri fréttir Litríkur karakter sem var engum líkur Hulk Hogan er látinn Fyrsta stiklan úr miðaldaþáttum Balta Rene Kirby er látinn Pamela smellti kossi á Neeson Beittu listamönnum sem leynivopni í kalda stríðinu Hlutabréfin rjúka upp eftir að Sweeney fór í gallabuxurnar „Grunar að hann hafi bara vitað upp á hár hvað væri að fara að gerast“ Stjörnubarnið komið í heiminn Telja Ozzy endurfæddan sem Aquaman Skotheld og skemmtileg hlauparáð Devin Booker á Íslandi Hiti þjóðarsálarinnar mældur: „Allt frá hatrinu á Þjóðhátíðarlögum til vinstriumferðar og píkulistar“ Samfélagsmiðlar sýna ekki einmanaleikann Tuttugu ára aldursmunur og ástin blómstrar Robbie verður fimmtíu feta tröllkonan Ein heitasta söngkona landsins á lausu Svona verða stórtónleikar Kaleo í Vaglaskógi Gaf eistum kærastans gælunafn „Þetta hefur öfug áhrif og fólki líður bara verr“ Vera Illuga leiðir áhorfendur gegnum skilnað Ástin sveif yfir ítölskum vötnum Cosby Show-stjarna látin Pöntuðu „perrapizzu“ með flugi frá Ísafirði Heimsfræg lesbía á leið til landsins Stökk fjörutíu sinnum úr flugvél í Dubai Stjörnulífið: „Hann er pabbi minn“ „Ég vakna á hverjum degi og þrái ekkert meira en að fá hann aftur“ Ákváðu að vera um kyrrt á Englandi þegar Trump náði kjöri Millie Bobby Brown í hóp Íslandsvina Sjá meira
Það er innbyggt í okkur öll að vilja frekar það sem er gott fyrir okkur í dag en það sem er gott á morgun. Freistingar leynast víða og eigum við oftar en ekki í litlum erfiðleikum með að verðlauna okkur með því að svala þrám okkar, án þess að leiða hugann að því hvort að við séum að gera okkur gott eða ekki. Það er líka staðreynd að freistingarnar umkringja okkur á afskaplega þrúgandi máta í nútíma samfélagi. Við þurfum ekki annað en að opna Facebook eða Instagram til að fá það beint í æð að einhversstaðar er einhver vinur okkar að gúffa í sig hamborgara sem á þessari stundu virðist vera girnilegasti hamborgari í heimi og örlitlu neðar í straumnum sjáum við vininn sem er að skála í ísköldum bjór við vinnufélagana „Einn hrímaður hérna megin, #meistaram hvað?“. Til þess að vinna bug á freistingum lífsins þarf bæði viljastyrk og sjálfsaga. Eitt er að setja sér falleg og góð markmið, annað er síðan að fylgja þeim staðfastlega eftir. Til þess þarf viljastyrk. Margir segjast ekki hafa neinn viljastyrk og hafi enga stjórn á sér gagnvart freistingum. Góðu fréttirnar eru þær að viljastyrk er hægt að þjálfa upp. Til þess eru fjölmargar leiðir en fyrsta skrefið er að átta sig á því að freistingarnar og viljinn til þess að uppfylla þrár sínar samstundis munu alltaf verða þarna, það er einfaldlega eitthvað sem allir þurfa að lifa með. Með því að setja sér bæði skýr og ákveðin markmið ásamt því fylgja þeim eftir af sannfæringu er hinsvegar hægt að venja sig á að standast freistingarnar.Það getur hver sem er sett sér markmið sem miðuð eru að því að gerast betri maður. Staðreyndin er nefnilega sú að það er auðvelt að taka ákvörðun um það hverju maður vill bæta við líf sitt. Það sem erfiðara og flóknara getur þó reynst að koma í framkvæmd er að gera upp við sig hverju maður er tilbúin að fórna til þess að ná betri árangri. Viljinn sem þarf til þess að sannfæra sig um að freistingin gefi af sér minni ávinning en það að standast hana krefst styrks, aga og skilnings á sjálfum okkur. Í slíkum aðstæðum er lykilatriði að veita sér hvatningu með því að hugsa bæði um heildarmyndina sem og útkomuna sem sóst er eftir. Það talaði aldrei neinn um það að auðvelt yrði að komast í gegnum októbermánuð fylltan af breytingum sem krefjast einbeitingar og aðhalds. Þeir sem hingað til hafa ekki rekist á sínar hindranir munu gera það síðar og þeir sem hafa átt erfitt með að fylgja sínum markmiðum eftir í upphafi mánaðarins eiga eftir að rekast á fleiri freistingar. En vitiði til, eins og í svo mörgu öðru þá á tilgangurinn það til að helga meðalið. Við viljum því senda alla þáttakendur Meistaramánaðarins inn í helgina með heilög orð Destiny’s Child, um mikilvægi þess að sýna sinn innri styrk til þess að komast yfir erfiðari hjalla lífsins, að leiðarljósi.
Meistaramánuður Mest lesið Litríkur karakter sem var engum líkur Lífið Vók Ofurmenni slaufað Gagnrýni Streitulaust fjölskyldufrí í stað stress og álags Áskorun Fyrsta stiklan úr miðaldaþáttum Balta Lífið Hulk Hogan er látinn Lífið Rene Kirby er látinn Lífið Hlutabréfin rjúka upp eftir að Sweeney fór í gallabuxurnar Lífið Ísland fyrst Norðurlanda með EMotorad rafmagnshjól Lífið samstarf Pamela smellti kossi á Neeson Lífið Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Menning Fleiri fréttir Litríkur karakter sem var engum líkur Hulk Hogan er látinn Fyrsta stiklan úr miðaldaþáttum Balta Rene Kirby er látinn Pamela smellti kossi á Neeson Beittu listamönnum sem leynivopni í kalda stríðinu Hlutabréfin rjúka upp eftir að Sweeney fór í gallabuxurnar „Grunar að hann hafi bara vitað upp á hár hvað væri að fara að gerast“ Stjörnubarnið komið í heiminn Telja Ozzy endurfæddan sem Aquaman Skotheld og skemmtileg hlauparáð Devin Booker á Íslandi Hiti þjóðarsálarinnar mældur: „Allt frá hatrinu á Þjóðhátíðarlögum til vinstriumferðar og píkulistar“ Samfélagsmiðlar sýna ekki einmanaleikann Tuttugu ára aldursmunur og ástin blómstrar Robbie verður fimmtíu feta tröllkonan Ein heitasta söngkona landsins á lausu Svona verða stórtónleikar Kaleo í Vaglaskógi Gaf eistum kærastans gælunafn „Þetta hefur öfug áhrif og fólki líður bara verr“ Vera Illuga leiðir áhorfendur gegnum skilnað Ástin sveif yfir ítölskum vötnum Cosby Show-stjarna látin Pöntuðu „perrapizzu“ með flugi frá Ísafirði Heimsfræg lesbía á leið til landsins Stökk fjörutíu sinnum úr flugvél í Dubai Stjörnulífið: „Hann er pabbi minn“ „Ég vakna á hverjum degi og þrái ekkert meira en að fá hann aftur“ Ákváðu að vera um kyrrt á Englandi þegar Trump náði kjöri Millie Bobby Brown í hóp Íslandsvina Sjá meira
Hiti þjóðarsálarinnar mældur: „Allt frá hatrinu á Þjóðhátíðarlögum til vinstriumferðar og píkulistar“