Er kynorkan dofin - eða jafnvel týnd? Aníta Sigurbergsdóttir skrifar 23. september 2013 17:15 Aníta Sigurbergsdóttir skrifar vikulega pistla á Lífið. Hún Gunna er klár kona sem veit nákvæmlega hvað hún vill. Hún er þessi týpa sem bara fer og nær í það sem hún vill, tekur ákvarðanir og framkvæmir. Hún kemur krökkunum á fætur og í skólann, fer í ræktina og vinnuna, ákveður hvað eigi að vera í matinn, verslar, eldar og kemur krökkunum í rúmið. Hún skipuleggur líka fjölskyldufríin, verkefni heimilisins og hefur skoðun á öllu. Gunnu gengur vel í flestu en hún Gunna týndi samt mojoinu fyrir löngu og skilur ekki af hverju félagslífið er lítið gefandi og kynlífið óspennandi. Hæ, ég heiti Anita. Ég er súperkona, hamingjuþerapisti og sérfræðingur í frábæru týpunni. Flestar okkar hafa upplifað að týna mojoinu í erli dagsins en frá og með núna ætlar þú að vera heit mamma með mojoið í botni. Mojoið hefur ekkert að gera með stöðu okkar í lífinu og þau hlutverk sem við leikum heldur hvernig og hvort við kunnum að njóta. Við erum, því miður, svo gríðarlega upptekin af öllu sem þarf að vita, læra, ákveða og skipuleggja að við hreinlega festumst í höfðinu á okkur og flest allt sem býr neðan við háls bara gleymist og leggst í dvala. Innsæið, tilfinningarnar og ekki síst mojoið og kynorkan dofnar og jafnvel týnist. Leyfðu mojoinu að flæða, þrátt fyrir öll hlutverkin og vertu týpan sem allir dragast að, já sogast að og finnst algjörlega ómótstæðileg. Prófaðu eftirfarandi þrjú skref þó ekki væri nema einn dag og vittu hvort þú nærð ekki að virkja mojoið betur.1. Vertu gordjöss Farðu á fætur og klæddu þig eftir því hvernig þér langar að líða. Klæddu þig í liti, settu á þig skartgripi eða varalit eða hvað það sem þér finnst ýta undir kynþokka. Ekki vera eins og drusla í ræktinni og hvað þá heima hjá þér. Greiddu þér, þurrkaðu stírurnar, settu á þig ilm og fáðu þér sexý jógagalla fyrir kósýdagana heima. Fegurðin kemur vissulega innan frá en það er algjör óþarfi að vaða yfir hana með óþarfa andvaraleysi eða subbuskap.2. Njóttu núna Lokaðu augunum og finndu bragðið og ilminn af kaffibollanum. Borðaðu hægt og njóttu hvers einasta bita. Hættu að hlaupa, líttu upp og opnaðu augun. Borðaðu eins og Ítali og elskaðu eins og Frakki. Leyfðu öllu að taka sinn tíma, hallaðu þér aftur á bak og njóttu. Settu færri verkefni á listann, skipulegðu betur og settu njóta í forgang.3. Vertu áhugasöm Kveiktu á jákvæðni og áhuga gagnvart öllu sem gerist í kringum þig. Kveiktu á áhuga gagnvart fólkinu sem þú umgengst, hrósaðu af einlægni og spurðu hvað það gerði skemmtilegt í dag eða afrekaði. Vittu til þú færð miklu áhugaverðari svör heldur en þessi "hvað er að frétta" svör. Hlustaðu með opnum huga og sjáðu hvort viðkomandi kveiki einhverjar hugmyndir hjá þér.4. Losaðu um Umfram allt, losaðu um alla stífni í líkamanum. Teygðu á, farðu í jóga, sund eða nudd. Losaðu um bólgur og herping og finndu mýkt og flæði. Opnaðu faðminn, hallaðu þér fram þegar þú talar við fólk og settu bros í andlitið. Síðast en ekki síst, hreyfðu mjaðmirnar rólega, hvort sem þú situr, stendur eða gengur og losaðu um alla kvenlegu orkuna sem býr í þér. Vittu til, þú ferð í allt annan gír og verður gjörsamlega ómótstæðileg. Ekki leyfa verkefnalistanum, stundaskránni og stjórnuninni að yfirtaka líf þitt. Hægðu á þér, slepptu taumnum og leyfðu lífinu að koma þér á óvart. Njóttu litlu hlutanna og vertu gordjöss. Mundu að þeir sem eru tilbúnir að ganga alla leið og opna fyrir allt sem lífið hefur upp á að bjóða er velkomið að panta fríar 15 mínútur í örstefnumótun á http://AntaSig.com/bookings . Vertu frábær, AnitaAnitaSig.com Tengdar fréttir Lestu þetta ef þú finnur fyrir pirringi, streitu eða tómleika "Það ergir mig þó fátt fyrir utan að sjá frábært fólk, uppfullt af hæfileikum og styrkleikum skemma fyrir sér, vinna á móti sér og sjá jafnvel ekki hversu frábært það er í raun og veru." 10. september 2013 13:00 Frá og með núna ætlar þú að hætta öllu sjálfsniðurrifi Við erum alin upp í "gera betur“ samfélagi en prófaðu næst þegar þú klúðrar einhverju að setja þér "elska og virða mig“ markmið í staðinn fyrir "gera betur“ markmið. 17. september 2013 16:15 Mest lesið „Ég er búin að fæða þrjú börn en þetta er versta sem ég hef upplifað“ Lífið Þakka aðdáendum fyrir að hafa fjármagnað nýja húsið Lífið Verðmiðinn hækkar á höll Antons Lífið Íslenski Eurovision-hópurinn lagður af stað Lífið Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf Davíð í Kaleo bjó til flöskutrommusett Tónlist Margbraut á sér ökklann á Snæfellsjökli Lífið Skúli og Gríma fengu sér hund Lífið Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns Lífið Langar að berjast við OnlyFans-stelpur Lífið Fleiri fréttir „Ég er búin að fæða þrjú börn en þetta er versta sem ég hef upplifað“ Þakka aðdáendum fyrir að hafa fjármagnað nýja húsið Íslenski Eurovision-hópurinn lagður af stað Mætti í eigið afmæli í lokaðri líkkistu Verðmiðinn hækkar á höll Antons Skúli og Gríma fengu sér hund Menningarlegt heimili með stórbrotnu útsýni Stærsta tímahylki Íslandssögunnar Langar að berjast við OnlyFans-stelpur Margbraut á sér ökklann á Snæfellsjökli Söngkonan Jill Sobule lést í húsbruna Dóttir De Niro kemur út sem trans Rapphljómsveit til rannsóknar hjá hryðjuverkadeildinni Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns „Þetta er lúmskt skrímsli“ Michael Bolton með ólæknandi krabbamein Forsalan sögð slá öll fyrri met „Burtu með fordóma“ tónleikar á Selfossi 1. maí Hafa náð að auka ráðstöfunartekjur sínar um 37 prósent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Segir netheima kexruglaðra hafa gert sig að mennskum boxpúða Hver myndi vinna í slag, hundrað gaurar eða ein górilla? Með flygil Halldórs Laxness inni í stofu Gerði samning við Apple: „Þetta er ótrúleg viðurkenning“ Jamie XX, De La Soul og Joy Anonymous á nýrri tónlistarhátíð í Laugardal Gengst við kókaínfíkn sinni Justin Bieber nýtur sín norður í landi Risa fataherbergi í glæsilegri íbúð Patriks sem nú er til sölu Getum verið gröð án þess að blotna eða fá ris Hélt lítill kall í stjörnustríði væri Obi-Wan Kenobi Sjá meira
Hún Gunna er klár kona sem veit nákvæmlega hvað hún vill. Hún er þessi týpa sem bara fer og nær í það sem hún vill, tekur ákvarðanir og framkvæmir. Hún kemur krökkunum á fætur og í skólann, fer í ræktina og vinnuna, ákveður hvað eigi að vera í matinn, verslar, eldar og kemur krökkunum í rúmið. Hún skipuleggur líka fjölskyldufríin, verkefni heimilisins og hefur skoðun á öllu. Gunnu gengur vel í flestu en hún Gunna týndi samt mojoinu fyrir löngu og skilur ekki af hverju félagslífið er lítið gefandi og kynlífið óspennandi. Hæ, ég heiti Anita. Ég er súperkona, hamingjuþerapisti og sérfræðingur í frábæru týpunni. Flestar okkar hafa upplifað að týna mojoinu í erli dagsins en frá og með núna ætlar þú að vera heit mamma með mojoið í botni. Mojoið hefur ekkert að gera með stöðu okkar í lífinu og þau hlutverk sem við leikum heldur hvernig og hvort við kunnum að njóta. Við erum, því miður, svo gríðarlega upptekin af öllu sem þarf að vita, læra, ákveða og skipuleggja að við hreinlega festumst í höfðinu á okkur og flest allt sem býr neðan við háls bara gleymist og leggst í dvala. Innsæið, tilfinningarnar og ekki síst mojoið og kynorkan dofnar og jafnvel týnist. Leyfðu mojoinu að flæða, þrátt fyrir öll hlutverkin og vertu týpan sem allir dragast að, já sogast að og finnst algjörlega ómótstæðileg. Prófaðu eftirfarandi þrjú skref þó ekki væri nema einn dag og vittu hvort þú nærð ekki að virkja mojoið betur.1. Vertu gordjöss Farðu á fætur og klæddu þig eftir því hvernig þér langar að líða. Klæddu þig í liti, settu á þig skartgripi eða varalit eða hvað það sem þér finnst ýta undir kynþokka. Ekki vera eins og drusla í ræktinni og hvað þá heima hjá þér. Greiddu þér, þurrkaðu stírurnar, settu á þig ilm og fáðu þér sexý jógagalla fyrir kósýdagana heima. Fegurðin kemur vissulega innan frá en það er algjör óþarfi að vaða yfir hana með óþarfa andvaraleysi eða subbuskap.2. Njóttu núna Lokaðu augunum og finndu bragðið og ilminn af kaffibollanum. Borðaðu hægt og njóttu hvers einasta bita. Hættu að hlaupa, líttu upp og opnaðu augun. Borðaðu eins og Ítali og elskaðu eins og Frakki. Leyfðu öllu að taka sinn tíma, hallaðu þér aftur á bak og njóttu. Settu færri verkefni á listann, skipulegðu betur og settu njóta í forgang.3. Vertu áhugasöm Kveiktu á jákvæðni og áhuga gagnvart öllu sem gerist í kringum þig. Kveiktu á áhuga gagnvart fólkinu sem þú umgengst, hrósaðu af einlægni og spurðu hvað það gerði skemmtilegt í dag eða afrekaði. Vittu til þú færð miklu áhugaverðari svör heldur en þessi "hvað er að frétta" svör. Hlustaðu með opnum huga og sjáðu hvort viðkomandi kveiki einhverjar hugmyndir hjá þér.4. Losaðu um Umfram allt, losaðu um alla stífni í líkamanum. Teygðu á, farðu í jóga, sund eða nudd. Losaðu um bólgur og herping og finndu mýkt og flæði. Opnaðu faðminn, hallaðu þér fram þegar þú talar við fólk og settu bros í andlitið. Síðast en ekki síst, hreyfðu mjaðmirnar rólega, hvort sem þú situr, stendur eða gengur og losaðu um alla kvenlegu orkuna sem býr í þér. Vittu til, þú ferð í allt annan gír og verður gjörsamlega ómótstæðileg. Ekki leyfa verkefnalistanum, stundaskránni og stjórnuninni að yfirtaka líf þitt. Hægðu á þér, slepptu taumnum og leyfðu lífinu að koma þér á óvart. Njóttu litlu hlutanna og vertu gordjöss. Mundu að þeir sem eru tilbúnir að ganga alla leið og opna fyrir allt sem lífið hefur upp á að bjóða er velkomið að panta fríar 15 mínútur í örstefnumótun á http://AntaSig.com/bookings . Vertu frábær, AnitaAnitaSig.com
Tengdar fréttir Lestu þetta ef þú finnur fyrir pirringi, streitu eða tómleika "Það ergir mig þó fátt fyrir utan að sjá frábært fólk, uppfullt af hæfileikum og styrkleikum skemma fyrir sér, vinna á móti sér og sjá jafnvel ekki hversu frábært það er í raun og veru." 10. september 2013 13:00 Frá og með núna ætlar þú að hætta öllu sjálfsniðurrifi Við erum alin upp í "gera betur“ samfélagi en prófaðu næst þegar þú klúðrar einhverju að setja þér "elska og virða mig“ markmið í staðinn fyrir "gera betur“ markmið. 17. september 2013 16:15 Mest lesið „Ég er búin að fæða þrjú börn en þetta er versta sem ég hef upplifað“ Lífið Þakka aðdáendum fyrir að hafa fjármagnað nýja húsið Lífið Verðmiðinn hækkar á höll Antons Lífið Íslenski Eurovision-hópurinn lagður af stað Lífið Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf Davíð í Kaleo bjó til flöskutrommusett Tónlist Margbraut á sér ökklann á Snæfellsjökli Lífið Skúli og Gríma fengu sér hund Lífið Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns Lífið Langar að berjast við OnlyFans-stelpur Lífið Fleiri fréttir „Ég er búin að fæða þrjú börn en þetta er versta sem ég hef upplifað“ Þakka aðdáendum fyrir að hafa fjármagnað nýja húsið Íslenski Eurovision-hópurinn lagður af stað Mætti í eigið afmæli í lokaðri líkkistu Verðmiðinn hækkar á höll Antons Skúli og Gríma fengu sér hund Menningarlegt heimili með stórbrotnu útsýni Stærsta tímahylki Íslandssögunnar Langar að berjast við OnlyFans-stelpur Margbraut á sér ökklann á Snæfellsjökli Söngkonan Jill Sobule lést í húsbruna Dóttir De Niro kemur út sem trans Rapphljómsveit til rannsóknar hjá hryðjuverkadeildinni Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns „Þetta er lúmskt skrímsli“ Michael Bolton með ólæknandi krabbamein Forsalan sögð slá öll fyrri met „Burtu með fordóma“ tónleikar á Selfossi 1. maí Hafa náð að auka ráðstöfunartekjur sínar um 37 prósent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Segir netheima kexruglaðra hafa gert sig að mennskum boxpúða Hver myndi vinna í slag, hundrað gaurar eða ein górilla? Með flygil Halldórs Laxness inni í stofu Gerði samning við Apple: „Þetta er ótrúleg viðurkenning“ Jamie XX, De La Soul og Joy Anonymous á nýrri tónlistarhátíð í Laugardal Gengst við kókaínfíkn sinni Justin Bieber nýtur sín norður í landi Risa fataherbergi í glæsilegri íbúð Patriks sem nú er til sölu Getum verið gröð án þess að blotna eða fá ris Hélt lítill kall í stjörnustríði væri Obi-Wan Kenobi Sjá meira
Lestu þetta ef þú finnur fyrir pirringi, streitu eða tómleika "Það ergir mig þó fátt fyrir utan að sjá frábært fólk, uppfullt af hæfileikum og styrkleikum skemma fyrir sér, vinna á móti sér og sjá jafnvel ekki hversu frábært það er í raun og veru." 10. september 2013 13:00
Frá og með núna ætlar þú að hætta öllu sjálfsniðurrifi Við erum alin upp í "gera betur“ samfélagi en prófaðu næst þegar þú klúðrar einhverju að setja þér "elska og virða mig“ markmið í staðinn fyrir "gera betur“ markmið. 17. september 2013 16:15