Lífið

Mikil eftirvænting ríkir fyrir þakkarræðu Woody Allens

NordicPhotos/AFP
Woody Allen kemur til með að hljóta Cecil B. De Mille verðlaunin á Golden Globe-verðlaunahátíðinni sem haldin verður í 71. sinn þann 12 janúar næstkomandi. 

Þeir sem hafa áður hlotið verðlaunin eru Morgan Freeman, árið 2012, Robert De Niro, árið 2011, Martin Scorses árið 2010 og Steven Spielberg árið 2009.

Það leikur enginn vafi á því að Woody Allen eigi heiðurinn skilið, þar sem hann hefur verið tilnefndur til þrettán Golden Globe verðlauna yfir ferilinn. Þá hefur Allen verið tilnefndur til 23 Óskarsverðlauna. 

Það sem kemur kannski helst á óvart er að hann skuli samþykkja að þiggja verðlaunin. Leikstjórinn hefur opinberlega lýst því yfir að honum þyki verðlaunahátiðir kjánalegar. Jafnframt sagðist hann ekki geta beygt sig undir dómgreind annarra. „Ef maður tekur á móti verðlaununum þegar þeir segja að þú eigir þau skilið, þá þarftu líka að samþykkja það þegar þau segja að þú eigir engin verðlaun skilið,“ lét Allen hafa eftir sér við ABC News árið 1974.

Samkvæmt slúðurmiðlum vestanhafs ríkir mikil spenna fyrir þakkarræðu Allens.







Fleiri fréttir

Sjá meira


×