Yngstur í hakkarakeppni Haukur Viðar Alfreðsson skrifar 30. ágúst 2013 13:30 MH-ingurinn Gabríel Mikaelsson mun kljást við harða keppinauta í hakkarakeppni HR sem fram fer í kvöld. Árleg hakkarakeppni HR fer fram í kvöld þar sem níu keppendur munu reyna að brjótast inn í tölvur hver annars og verjast árásum hinna um leið. Fréttablaðið ræddi við einn nímenninganna, Helgu Guðmundsdóttur, í gær en hún er eini kvenkyns keppandinn í úrslitunum. Það er hins vegar MH-ingurinn Gabríel Mikaelsson sem er yngstur í hópnum, en hann er 18 ára gamall og starfar sem forritari á Vísi.is með skólanum. „Ég lærði þetta nú bara sjálfur á netinu,“ segir Gabríel aðspurður hvernig hann lærði listina að hakka en hann hefur verið að fikta við hakkið síðan hann var 14 ára. „Ég hef samt aldrei almennilega komið mér inn í þetta fyrr en núna.“ Gabríel þorir ekki að segja til um úrslit kvöldsins en nefnir sigurvegara keppninnar í fyrra sem sigurstranglegan. „Hann heitir Helgi sá sem vann í fyrra og ég held að hann sé að keppa í ár. Svo er þarna líka náungi sem er í tölvuöryggismálunum hjá CCP,“ segir Gabríel og ljóst er að hann keppir ekki við neina aukvisa í kvöld. En af hverju hakkarakeppni? Ýmir Vigfússon, lektor við tölvunarfræðideild HR og forsvarsmaður keppninnar, segir það ágætis spurningu. „Það er einfaldlega þannig að það eru svo óteljandi margar leiðir til að brjótast inn. Ef þú ætlar að reyna að verja þig þá þarftu að vita hverjar þessar leiðir eru. Besta vörnin er að skilja sóknina.“ Keppnin fer fram í HR klukkan 19.30 og er öllum opin. Einnig verður hægt að fylgjast með henni í beinni útsendingu á netinu. Mest lesið Sat uppi með útgáfu af sjálfri sér sem hún kunni ekki við Lífið Sama hvað öllum finnst, nema mömmu og pabba Tónlist Óöruggur eftir að kærastan stundaði hópkynlíf erlendis Lífið „Rétturinn sem fjölskyldan þín mun elska og biðja um aftur og aftur“ Lífið „Ákvað að skilja hana eftir þar og athuga hversu langt ég kæmist“ Lífið Blondie verður stjarnan á RIFF um helgina Lífið Freðinn faðir, fáránlegir fasistar og fyrsta flokks bíó Gagnrýni Baunar á kókaða söngkonu fyrir baktal Tónlist Skilin að borði og sæng eftir 28 ára hjónaband Lífið Wulfgang í tónleikaferð til Kína Tónlist Fleiri fréttir Sat uppi með útgáfu af sjálfri sér sem hún kunni ekki við Ungir Sjálfstæðismenn samankomnir á sambandsþingi Fréttatía vikunnar: Play, fiskbúðingur og stjörnuskilnaður Gerður í Blush hennar helsta fyrirmynd Útbjó lágkolvetna prógram fyrir systur sína sem léttist strax og fékk meiri orku Flugfreyja, íþróttakona og ráðherra breyttu leiknum „Ákvað að skilja hana eftir þar og athuga hversu langt ég kæmist“ „Gætum orðið fyrsta þjóð í heimi til að útrýma leghálskrabbameini“ „Rétturinn sem fjölskyldan þín mun elska og biðja um aftur og aftur“ Keeping Up Appearances-leikkona látin Auðveldara að tengjast fólki í eigin persónu Galopnar sig og segist ætla að breyta hlutunum Heimatilbúið „corny“ Skilin að borði og sæng eftir 28 ára hjónaband Framlag Kenýu til Óskarsverðlaunanna til sýnis á Ísafirði Keith sagður kominn með nýja kærustu Það var bannað að hlæja á Kjarval Eitt rými sem má alls ekki mynda í Alþingishúsinu Centro-hjónin selja Beverly Hills-villuna Ástarsenur í viku tvö með stórleikaranum Segir spjallmenni Meta herja kynferðislega á börn „Rúrik Gíslason hefur sagt hæ við mig“ Jafet Máni selur íbúð með ræktarsal „Þarf ekkert að klífa Everest til að finnast ég einhvers virði“ Ertu sauður? Fimm ráð sem geta forðað þér frá hjarðhegðun Óöruggur eftir að kærastan stundaði hópkynlíf erlendis Samhengið með Sif: „Það má blanda saman hámenningu og dægurmenningu“ Hefðbundið ítalskt „Pesto Alla Genovese“ Úrslitaspurningin var um letigarð „Amma mín, ert þú nokkuð dáin?“ Sjá meira
Árleg hakkarakeppni HR fer fram í kvöld þar sem níu keppendur munu reyna að brjótast inn í tölvur hver annars og verjast árásum hinna um leið. Fréttablaðið ræddi við einn nímenninganna, Helgu Guðmundsdóttur, í gær en hún er eini kvenkyns keppandinn í úrslitunum. Það er hins vegar MH-ingurinn Gabríel Mikaelsson sem er yngstur í hópnum, en hann er 18 ára gamall og starfar sem forritari á Vísi.is með skólanum. „Ég lærði þetta nú bara sjálfur á netinu,“ segir Gabríel aðspurður hvernig hann lærði listina að hakka en hann hefur verið að fikta við hakkið síðan hann var 14 ára. „Ég hef samt aldrei almennilega komið mér inn í þetta fyrr en núna.“ Gabríel þorir ekki að segja til um úrslit kvöldsins en nefnir sigurvegara keppninnar í fyrra sem sigurstranglegan. „Hann heitir Helgi sá sem vann í fyrra og ég held að hann sé að keppa í ár. Svo er þarna líka náungi sem er í tölvuöryggismálunum hjá CCP,“ segir Gabríel og ljóst er að hann keppir ekki við neina aukvisa í kvöld. En af hverju hakkarakeppni? Ýmir Vigfússon, lektor við tölvunarfræðideild HR og forsvarsmaður keppninnar, segir það ágætis spurningu. „Það er einfaldlega þannig að það eru svo óteljandi margar leiðir til að brjótast inn. Ef þú ætlar að reyna að verja þig þá þarftu að vita hverjar þessar leiðir eru. Besta vörnin er að skilja sóknina.“ Keppnin fer fram í HR klukkan 19.30 og er öllum opin. Einnig verður hægt að fylgjast með henni í beinni útsendingu á netinu.
Mest lesið Sat uppi með útgáfu af sjálfri sér sem hún kunni ekki við Lífið Sama hvað öllum finnst, nema mömmu og pabba Tónlist Óöruggur eftir að kærastan stundaði hópkynlíf erlendis Lífið „Rétturinn sem fjölskyldan þín mun elska og biðja um aftur og aftur“ Lífið „Ákvað að skilja hana eftir þar og athuga hversu langt ég kæmist“ Lífið Blondie verður stjarnan á RIFF um helgina Lífið Freðinn faðir, fáránlegir fasistar og fyrsta flokks bíó Gagnrýni Baunar á kókaða söngkonu fyrir baktal Tónlist Skilin að borði og sæng eftir 28 ára hjónaband Lífið Wulfgang í tónleikaferð til Kína Tónlist Fleiri fréttir Sat uppi með útgáfu af sjálfri sér sem hún kunni ekki við Ungir Sjálfstæðismenn samankomnir á sambandsþingi Fréttatía vikunnar: Play, fiskbúðingur og stjörnuskilnaður Gerður í Blush hennar helsta fyrirmynd Útbjó lágkolvetna prógram fyrir systur sína sem léttist strax og fékk meiri orku Flugfreyja, íþróttakona og ráðherra breyttu leiknum „Ákvað að skilja hana eftir þar og athuga hversu langt ég kæmist“ „Gætum orðið fyrsta þjóð í heimi til að útrýma leghálskrabbameini“ „Rétturinn sem fjölskyldan þín mun elska og biðja um aftur og aftur“ Keeping Up Appearances-leikkona látin Auðveldara að tengjast fólki í eigin persónu Galopnar sig og segist ætla að breyta hlutunum Heimatilbúið „corny“ Skilin að borði og sæng eftir 28 ára hjónaband Framlag Kenýu til Óskarsverðlaunanna til sýnis á Ísafirði Keith sagður kominn með nýja kærustu Það var bannað að hlæja á Kjarval Eitt rými sem má alls ekki mynda í Alþingishúsinu Centro-hjónin selja Beverly Hills-villuna Ástarsenur í viku tvö með stórleikaranum Segir spjallmenni Meta herja kynferðislega á börn „Rúrik Gíslason hefur sagt hæ við mig“ Jafet Máni selur íbúð með ræktarsal „Þarf ekkert að klífa Everest til að finnast ég einhvers virði“ Ertu sauður? Fimm ráð sem geta forðað þér frá hjarðhegðun Óöruggur eftir að kærastan stundaði hópkynlíf erlendis Samhengið með Sif: „Það má blanda saman hámenningu og dægurmenningu“ Hefðbundið ítalskt „Pesto Alla Genovese“ Úrslitaspurningin var um letigarð „Amma mín, ert þú nokkuð dáin?“ Sjá meira