30 kg farin - ætlar að keppa í fitness Ellý Ármanns skrifar 19. ágúst 2013 10:00 Við höfum fylgst með Rögnu Erlendsdóttur, móður Ellu Dísar, en Ragna hefur nú tekið sjálfa sig í gegn á líkama og sál. Nú stefnir hún á að keppa í fitness á næsta ári. Við spurðum Rögnu hvernig hún ætlar að takast á við það verkefni. „Átakið gengur rosalega vel og kílóin hrynja af mér. Ég var búin að missa 26,5 kg í april þegar við töluðum saman seinast (sjá hér) og núna er ég búin að léttast um tæp 5 kíló til viðbótar og er að byggja upp vöðva. Þannig að ég hef misst rúmlega 30 kíló siðan í október 2012." Ragna hefur misst tæp 30 kg.Hvernig ferðu að þessu? „Ég fer í ræktina tvisvar á dag sex daga vikunnar. Stundum, ef ég kemst ekki i ræktina þar sem ég er einstæð móðir með þrjú börn, þá tek ég æfingar á gólfinu heima - þannig að það eru engar afsakanir," segir Ragna.Hér má einnig sjá hvað Ragna lítur vel út. Hún ætlar alla leið á sýningarpallinn í fitness.Stefnir á fitnessHvert stefnir þú? „Ég stefni á að komast í fitness keppnisform. Ég hef óbilandi trú á sjálfri mér en ég hef náð rosa langt hingað til. Mikill áhugi hefur kviknað hjá mér eftir veikindin hja Ellu Dís dóttur minni á öllu sem viðkemur næringu og mikilvægi þess fyrir okkur en hún er með alvarlegan vítamín B2 skort og fær það í stórum skammti sem meðferð og fleiri vítamín," útskýrir Ragnar og heldur áfram: „Ég hef einnig breytt lifsstil mínum rosalega og lært að borða rétt með hjálp Herbalife og Hönnu Kristinar sem bókstaflega umturnaði lífi minu til hins betra svo vægt sé til orða tekið."Leggur hart að sér í ræktinni „Ég næri mig rétt, legg hart að mér í ræktinni og mæti samviskusamlega á hverjum degi. Ég er með yndislegt fólk á bak við mig sem gefur mér styrkinn til að gera þetta að raunveruleika. Ég veit að ég get allt sem ég ætla mér og þetta er eitt af þvi. Með þrautsegju, dugnaði og óbilandi trú á sjálfa mig þá get ég flutt fjöll og komið mér i besta form sem ég hef nokkurn timan verið í."Ætlar alla leið „Núna þegar ég veit að það er ekkert sem stoppar mig nema ég sjálf og ef ég legg hart að mér og gefst ekki upp þá er allt hægt. Þess vegna ætla ég að fara alla leið og keppa i fitness en sá draumur hefur verið a „bucket- listanum" lengi. Það er bara gaman og mjög skemmtileg áskorun," segir Ragna að lokum. Heilsa Mest lesið „Ég fór úr sjötíu prósent þjáningu niður í tíu prósent“ Lífið „Svo byrjaði ég að kyssa stráka og varð allt í einu algjör uppreisnarseggur“ Lífið Þakka aðdáendum fyrir að hafa fjármagnað nýja húsið Lífið „Ég er búin að fæða þrjú börn en þetta er versta sem ég hef upplifað“ Lífið Ætlaði aldrei að enda í herskóla í Bandaríkjunum Lífið Verðmiðinn hækkar á höll Antons Lífið Pedro Pascal fékk sér að borða á Kaffi Vest Lífið Áhorfendur djúpt snortnir á forsýningu Stóru stundarinnar Lífið „Ye mátti þola versnandi andlega heilsu vegna gjörða þinna“ Lífið Stærsti sinueldur Íslandssögunnar í myndum Lífið Fleiri fréttir Björgólfur og Kristín í fimmtugsafmæli Beckham Katrín Tanja og Brooks eiga von á barni Frábær þjóðbúningamessa í Fljótshlíð Tónleikar Lady Gaga æðislegir og öryggisgæslan svakaleg Pedro Pascal fékk sér að borða á Kaffi Vest Hátt í þrjú þúsund manns sóttu „þjóðfund“ EVE-spilara Áhorfendur djúpt snortnir á forsýningu Stóru stundarinnar Stærsti sinueldur Íslandssögunnar í myndum „Ég fór úr sjötíu prósent þjáningu niður í tíu prósent“ „Svo byrjaði ég að kyssa stráka og varð allt í einu algjör uppreisnarseggur“ Krakkatían: Nintendo, tunglið og prinsessur Milljón manns í Rio til að sjá ókeypis Lady Gaga tónleika Býður í hláturstund við gömlu þvottalaugarnar Sýningin gott fyrir- og eftirpartý Ingvar E. valinn besti leikarinn í Belgíu Forstjórabaninn fær söngleik á fjalirnar „Ye mátti þola versnandi andlega heilsu vegna gjörða þinna“ Fréttatía vikunnar: Rafmagnsleysi, njósnir og SFS Ætlaði aldrei að enda í herskóla í Bandaríkjunum Með höfuðið rétt skrúfað á og gleyma aldrei hjálminum „Ég er búin að fæða þrjú börn en þetta er versta sem ég hef upplifað“ Þakka aðdáendum fyrir að hafa fjármagnað nýja húsið Íslenski Eurovision-hópurinn lagður af stað Mætti í eigið afmæli í lokaðri líkkistu Verðmiðinn hækkar á höll Antons Skúli og Gríma fengu sér hund Menningarlegt heimili með stórbrotnu útsýni Stærsta tímahylki Íslandssögunnar Langar að berjast við OnlyFans-stelpur Margbraut á sér ökklann á Snæfellsjökli Sjá meira
Við höfum fylgst með Rögnu Erlendsdóttur, móður Ellu Dísar, en Ragna hefur nú tekið sjálfa sig í gegn á líkama og sál. Nú stefnir hún á að keppa í fitness á næsta ári. Við spurðum Rögnu hvernig hún ætlar að takast á við það verkefni. „Átakið gengur rosalega vel og kílóin hrynja af mér. Ég var búin að missa 26,5 kg í april þegar við töluðum saman seinast (sjá hér) og núna er ég búin að léttast um tæp 5 kíló til viðbótar og er að byggja upp vöðva. Þannig að ég hef misst rúmlega 30 kíló siðan í október 2012." Ragna hefur misst tæp 30 kg.Hvernig ferðu að þessu? „Ég fer í ræktina tvisvar á dag sex daga vikunnar. Stundum, ef ég kemst ekki i ræktina þar sem ég er einstæð móðir með þrjú börn, þá tek ég æfingar á gólfinu heima - þannig að það eru engar afsakanir," segir Ragna.Hér má einnig sjá hvað Ragna lítur vel út. Hún ætlar alla leið á sýningarpallinn í fitness.Stefnir á fitnessHvert stefnir þú? „Ég stefni á að komast í fitness keppnisform. Ég hef óbilandi trú á sjálfri mér en ég hef náð rosa langt hingað til. Mikill áhugi hefur kviknað hjá mér eftir veikindin hja Ellu Dís dóttur minni á öllu sem viðkemur næringu og mikilvægi þess fyrir okkur en hún er með alvarlegan vítamín B2 skort og fær það í stórum skammti sem meðferð og fleiri vítamín," útskýrir Ragnar og heldur áfram: „Ég hef einnig breytt lifsstil mínum rosalega og lært að borða rétt með hjálp Herbalife og Hönnu Kristinar sem bókstaflega umturnaði lífi minu til hins betra svo vægt sé til orða tekið."Leggur hart að sér í ræktinni „Ég næri mig rétt, legg hart að mér í ræktinni og mæti samviskusamlega á hverjum degi. Ég er með yndislegt fólk á bak við mig sem gefur mér styrkinn til að gera þetta að raunveruleika. Ég veit að ég get allt sem ég ætla mér og þetta er eitt af þvi. Með þrautsegju, dugnaði og óbilandi trú á sjálfa mig þá get ég flutt fjöll og komið mér i besta form sem ég hef nokkurn timan verið í."Ætlar alla leið „Núna þegar ég veit að það er ekkert sem stoppar mig nema ég sjálf og ef ég legg hart að mér og gefst ekki upp þá er allt hægt. Þess vegna ætla ég að fara alla leið og keppa i fitness en sá draumur hefur verið a „bucket- listanum" lengi. Það er bara gaman og mjög skemmtileg áskorun," segir Ragna að lokum.
Heilsa Mest lesið „Ég fór úr sjötíu prósent þjáningu niður í tíu prósent“ Lífið „Svo byrjaði ég að kyssa stráka og varð allt í einu algjör uppreisnarseggur“ Lífið Þakka aðdáendum fyrir að hafa fjármagnað nýja húsið Lífið „Ég er búin að fæða þrjú börn en þetta er versta sem ég hef upplifað“ Lífið Ætlaði aldrei að enda í herskóla í Bandaríkjunum Lífið Verðmiðinn hækkar á höll Antons Lífið Pedro Pascal fékk sér að borða á Kaffi Vest Lífið Áhorfendur djúpt snortnir á forsýningu Stóru stundarinnar Lífið „Ye mátti þola versnandi andlega heilsu vegna gjörða þinna“ Lífið Stærsti sinueldur Íslandssögunnar í myndum Lífið Fleiri fréttir Björgólfur og Kristín í fimmtugsafmæli Beckham Katrín Tanja og Brooks eiga von á barni Frábær þjóðbúningamessa í Fljótshlíð Tónleikar Lady Gaga æðislegir og öryggisgæslan svakaleg Pedro Pascal fékk sér að borða á Kaffi Vest Hátt í þrjú þúsund manns sóttu „þjóðfund“ EVE-spilara Áhorfendur djúpt snortnir á forsýningu Stóru stundarinnar Stærsti sinueldur Íslandssögunnar í myndum „Ég fór úr sjötíu prósent þjáningu niður í tíu prósent“ „Svo byrjaði ég að kyssa stráka og varð allt í einu algjör uppreisnarseggur“ Krakkatían: Nintendo, tunglið og prinsessur Milljón manns í Rio til að sjá ókeypis Lady Gaga tónleika Býður í hláturstund við gömlu þvottalaugarnar Sýningin gott fyrir- og eftirpartý Ingvar E. valinn besti leikarinn í Belgíu Forstjórabaninn fær söngleik á fjalirnar „Ye mátti þola versnandi andlega heilsu vegna gjörða þinna“ Fréttatía vikunnar: Rafmagnsleysi, njósnir og SFS Ætlaði aldrei að enda í herskóla í Bandaríkjunum Með höfuðið rétt skrúfað á og gleyma aldrei hjálminum „Ég er búin að fæða þrjú börn en þetta er versta sem ég hef upplifað“ Þakka aðdáendum fyrir að hafa fjármagnað nýja húsið Íslenski Eurovision-hópurinn lagður af stað Mætti í eigið afmæli í lokaðri líkkistu Verðmiðinn hækkar á höll Antons Skúli og Gríma fengu sér hund Menningarlegt heimili með stórbrotnu útsýni Stærsta tímahylki Íslandssögunnar Langar að berjast við OnlyFans-stelpur Margbraut á sér ökklann á Snæfellsjökli Sjá meira