Enski boltinn

Mourinho: Ekki mikið varið í síðustu tvö meistaraliðin á Englandi

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Jose Mourinho, knattspyrnustjóri Chelsea.
Jose Mourinho, knattspyrnustjóri Chelsea. Mynd/AFP
Jose Mourinho, knattspyrnustjóri Chelsea, gerði lítið úr tveimur síðustu meistaraliðum í ensku úrvalsdeildinni á blaðamannafundi sínum fyrir fyrsta leik Chelsea í ensku deildinni á þessu tímabili. Chelsea mætir Hull City í fyrsta leik í dag.

„Haldið þið að Manchester United hafi unnið ensku úrvalsdeildina á síðustu leiktíð af því að þeir voru með magnað lið? Ég er ekki sammála því þar sem að helstu keppninautar þeirra áttu allir slakt tímabil," sagði Jose Mourinho.

„Það er hægt að segja það sama um árið á undan þegar Manchester City vann titilinn. Þeir voru ekki með neitt sérstakt lið að mínu mati. Hin liðin gerðu svo mikið af mistökum að City vann að lokum titilinn," sagði Mourinho.

„Á síðustu árum höfum við fengið flotta meistara, lið Arsenal sem tapaði ekki leik, lið Chelsea sem setti nýtt stigamet og United-liðið sem vann tvennuna með ótrúlegu tímabili. Mörg önnur meistaralið hafa verið mögnuð en síðustu tvö meistaralið hafa ekki verið neitt sérstök," sagði Mourinho.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.