Lífið

Afmælisbarnið Ólafur Darri neitaði að taka við gjöfum

Ellý Ármanns skrifar
Smelltu á mynd til að skoða albúmið í heild sinni.
Smelltu á mynd til að skoða albúmið í heild sinni. Myndir/sigurjón Ragnar
Leikarinn Ólafur Darri fagnaði fertugsafmælinu sínu í Tjarnarbíói um helgina. Afmælið var vel sótt af vinum og vandamönnum leikarans en Björn Hlynur leikari sá um veislustjórn.

Eins og sjá má á myndunum var gríðarlega góð stemning og fjöldi gesta tók til máls, fór með kvæði eða tók lagið með húsbandinu sem Pétur Ben & Bogomil Font skipuðu ásamt fleirum.

Biður fólk um áheit

Leikarinn neitaði að taka við gjöfum en bað afmælisgesti þess í stað að styrkja málefnið sem hann hleypur fyrir í Reykjavíkurmaraþoninu - en Ólafur Darri hleypur fyrir Sunnu Valdísi sem þjáist af afar sjaldgæfum sjúkdóm AHC.

Hér getur þú heitið á Ólaf Darra.

Boðið var upp á jökulkaldan Kronenbourg, Somersby og eðal hvítvín og rauðvín frá Tommasi.

Smelltu á efstu mynd í frétt til að skoða albúmið.

Fylgdu okkur á Instagram:

Lovísa og afmælisbarnið.
Veitingarnar voru ekki af verri endanum.
Ragnar Bragason og eiginkona hans.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×

Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.