"Svona síða á ekki að vera til“ Haukur Viðar Alfreðsson skrifar 7. ágúst 2013 10:48 Íslenskt efni hefur skotist upp vinsældarlista Deildu.net í kjölfar yfirlýsingarinnar. samsett mynd „Til fjandans með Smáís,“ skrifar eigandi skráarskiptasíðunnar Deildu.net á spjallsvæði síðunnar, en hún hefur verið starfrækt í nokkur ár og hefur deiling íslensks efnis verið bönnuð hingað til. Nú hefur orðið breyting þar á og segir í tilkynningu frá „Afghan_Guru“, eiganda síðunnar að allt notendur megi deila hverju sem er nema barnaklámi.„Mér er skítsama um íslensk stjórnvöld. Þau geta ekkert gert,“ segir hann í annarri færslu. „Loka síðunni? Þeir geta látið sig dreyma. Nú hef ég ákveðið að leyfa deilingu á íslensku efni. Sjáum hvað þeir gera við því. Áfram með smjörið og til fjandans með Smáís.“ Í kjölfar yfirlýsingarinnar hafa deiliskrár með íslensku efni skotist hratt upp vinsældarlista síðunnar. Á toppnum trónir íslenska kvikmyndin Djúpið og sjónvarpsþættirnir Sönn íslensk sakamál koma þar á eftir. Þá eru sjónvarpsþættirnir Mannasiðir Gillz meðal þeirra vinsælustu, sem og deiliskrá með safni íslenskra kvikmynda á borð við Borgríki, Kurteist fólk, Á annan veg, Frost og Svartur á leik. Snæbjörn Steingrímsson, framkvæmdastjóri Samtaka myndrétthafa á íslandi (SMÁÍS), segir yfirlýsingu Deildu.net ekki koma á óvart. „Þessi síða er búin að vera til allt of lengi,“ segir Snæbjörn og bætir því við að hún hafi fyrir löngu verið kærð til lögreglu af SMÁÍS og öðrum. „Það er auðvitað miður að það sé líka verið að dreifa íslensku efni þarna en það er nú ekki eins og það hafi verið allt í lagi að dreifa bara bandarísku efni.“ Snæbjörn kannast ekki við að síðan hafi notið óformlegrar friðhelgi vegna banns á íslensku efni í gegnum tíðina. „Það var engin friðhelgi. Ástæðan fyrir því að þeir voru ekki með íslenskt efni þarna inni var að nálægðin við listamenn á Íslandi er svo mikið að þeir voru einfaldlega hræddir um að kröfur um aðgerðir frá lögreglu yrðu of háværar ef þeir væru með íslenskt efni. Það er raunverulega ástæðan á bak við þetta. Núna virðast þeir hafa skipt um skoðun og ég vona að það verði til að auka þrýsting á yfirvöld að gera eitthvað í þessu. Svona síða á ekki að vera til.“Sofa á nóttunni Snæbjörn segist ekki taka yfirlýsingum sem þessum persónulega og segir svipaða stöðu hafa komið upp áður. „Þetta er auðvitað alltaf leiðinlegt, sérstaklega þegar maður sér að fólk tekur undir svona í kommentum og slíku við fréttir, án þess að hafa kannski kynnt sér málið almennilega,“ segir Snæbjörn, en viðurkennir að stundum geti netverjar gerst full persónulegir. „Þetta er kannski fyrst og fremst leiðinlegt fyrir fjölskyldu manns og börn, hvað þetta er persónugert hjá netverjum. Það er eins og menn stoppi ekki og hugsi aðeins af hverju er verið að berjast gegn þessu. Sumum finnst eins og sé verið að berjast gegn einhverju meintu frelsi á netinu en auðvitað er bara verið að tala þarna um hagsmuni og eignarréttinn, sem höfundaréttur er vissulega partur af. En við sofum nú alveg á nóttunni þrátt fyrir svona yfirlýsingar. Hvað segja þeir núna, að eignarhaldið sé í Kabúl í Afganistan? Við höfum heyrt svona yfirlýsingar áður frá sumum örðum torrentsíðum og það hefur alltaf komið á daginn að það hefur verið bull. En auðvitað á að taka öllu svona alvarlega, þegar menn eru beinlínis að lýsa stríði á hendur hinum skapandi greinum á Íslandi.“Í forgangi að fá Deildu.net niður Snæbjörn segir það ávallt hafa verið í forgangi hjá samtökunum að fá Deildu.net niður. „Við munum kannski taka þessa yfirlýsingu og benda yfirvöldum á að þetta sé orðið full langt gengið og spyrja hvort ekki sé kominn tími á aðgerðir.“ Snæbjörn segir erfitt að svara því hvers vegna síðan sé ennþá uppi, þrátt fyrir að hálft annað ár sé síðan SMÁÍS kærði hana til lögreglu. „Við höfum ekki séð að verið sé að gera neitt í þessu en ég er nú viss um að lögreglan tekur öllum slíkum málum alvarlega og það kemur sú stund að þessari síðu verði lokað. Þeir sem standa á bak við hana eiga ekki gott í vændum.“Afghan_Guru, eigandi Deildu.net, vandar SMÁÍS ekki kveðjurnar í athugasemdakerfinu. Mest lesið Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Innlent Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Innlent Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Innlent Á leið í frí en hvergi nærri hættur Innlent Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Innlent Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Innlent „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Innlent Dóra Björt hætt við formannsframboðið Innlent Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar Innlent Fleiri fréttir Ekkert vesen á hrjótandi gesti í Sjóminjasafninu Dóra Björt hætt við formannsframboðið Á leið í frí en hvergi nærri hættur Fundur fólksins veglegur í ár Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Nýtt fyrirtæki í Grindavík með 24 starfsmenn Ofbeldi sem söluvara undirstriki mikilvægi samstarfs þvert á landamæri Willum íhugar formannsframboð Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum „Þessi mál hafa verið ólestri í alltof, alltof langan tíma“ Óttast hvað þurfi að gerast til að gangbrautin verði löguð Glæpahópar horfa til íslenskra barna og ofbeldisverk til sölu Fresta skurðaðgerðum vegna inflúensufaraldurs Íslensk stjórnvöld viðurkenndu brot „Jafnvel Kringvarpið í Færeyjum flytur fréttir á ensku“ Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Skjálftum fækkar og kvikan hægir á sér Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Verða með leiðtogaprófkjör 31. janúar Mikið undir á næsta sáttafundi flugumferðarstjóra Vill hætta að kaupa auglýsingar á samfélagsmiðlum Fimm ára fangelsi fyrir að skera mann á háls Sjá meira
„Til fjandans með Smáís,“ skrifar eigandi skráarskiptasíðunnar Deildu.net á spjallsvæði síðunnar, en hún hefur verið starfrækt í nokkur ár og hefur deiling íslensks efnis verið bönnuð hingað til. Nú hefur orðið breyting þar á og segir í tilkynningu frá „Afghan_Guru“, eiganda síðunnar að allt notendur megi deila hverju sem er nema barnaklámi.„Mér er skítsama um íslensk stjórnvöld. Þau geta ekkert gert,“ segir hann í annarri færslu. „Loka síðunni? Þeir geta látið sig dreyma. Nú hef ég ákveðið að leyfa deilingu á íslensku efni. Sjáum hvað þeir gera við því. Áfram með smjörið og til fjandans með Smáís.“ Í kjölfar yfirlýsingarinnar hafa deiliskrár með íslensku efni skotist hratt upp vinsældarlista síðunnar. Á toppnum trónir íslenska kvikmyndin Djúpið og sjónvarpsþættirnir Sönn íslensk sakamál koma þar á eftir. Þá eru sjónvarpsþættirnir Mannasiðir Gillz meðal þeirra vinsælustu, sem og deiliskrá með safni íslenskra kvikmynda á borð við Borgríki, Kurteist fólk, Á annan veg, Frost og Svartur á leik. Snæbjörn Steingrímsson, framkvæmdastjóri Samtaka myndrétthafa á íslandi (SMÁÍS), segir yfirlýsingu Deildu.net ekki koma á óvart. „Þessi síða er búin að vera til allt of lengi,“ segir Snæbjörn og bætir því við að hún hafi fyrir löngu verið kærð til lögreglu af SMÁÍS og öðrum. „Það er auðvitað miður að það sé líka verið að dreifa íslensku efni þarna en það er nú ekki eins og það hafi verið allt í lagi að dreifa bara bandarísku efni.“ Snæbjörn kannast ekki við að síðan hafi notið óformlegrar friðhelgi vegna banns á íslensku efni í gegnum tíðina. „Það var engin friðhelgi. Ástæðan fyrir því að þeir voru ekki með íslenskt efni þarna inni var að nálægðin við listamenn á Íslandi er svo mikið að þeir voru einfaldlega hræddir um að kröfur um aðgerðir frá lögreglu yrðu of háværar ef þeir væru með íslenskt efni. Það er raunverulega ástæðan á bak við þetta. Núna virðast þeir hafa skipt um skoðun og ég vona að það verði til að auka þrýsting á yfirvöld að gera eitthvað í þessu. Svona síða á ekki að vera til.“Sofa á nóttunni Snæbjörn segist ekki taka yfirlýsingum sem þessum persónulega og segir svipaða stöðu hafa komið upp áður. „Þetta er auðvitað alltaf leiðinlegt, sérstaklega þegar maður sér að fólk tekur undir svona í kommentum og slíku við fréttir, án þess að hafa kannski kynnt sér málið almennilega,“ segir Snæbjörn, en viðurkennir að stundum geti netverjar gerst full persónulegir. „Þetta er kannski fyrst og fremst leiðinlegt fyrir fjölskyldu manns og börn, hvað þetta er persónugert hjá netverjum. Það er eins og menn stoppi ekki og hugsi aðeins af hverju er verið að berjast gegn þessu. Sumum finnst eins og sé verið að berjast gegn einhverju meintu frelsi á netinu en auðvitað er bara verið að tala þarna um hagsmuni og eignarréttinn, sem höfundaréttur er vissulega partur af. En við sofum nú alveg á nóttunni þrátt fyrir svona yfirlýsingar. Hvað segja þeir núna, að eignarhaldið sé í Kabúl í Afganistan? Við höfum heyrt svona yfirlýsingar áður frá sumum örðum torrentsíðum og það hefur alltaf komið á daginn að það hefur verið bull. En auðvitað á að taka öllu svona alvarlega, þegar menn eru beinlínis að lýsa stríði á hendur hinum skapandi greinum á Íslandi.“Í forgangi að fá Deildu.net niður Snæbjörn segir það ávallt hafa verið í forgangi hjá samtökunum að fá Deildu.net niður. „Við munum kannski taka þessa yfirlýsingu og benda yfirvöldum á að þetta sé orðið full langt gengið og spyrja hvort ekki sé kominn tími á aðgerðir.“ Snæbjörn segir erfitt að svara því hvers vegna síðan sé ennþá uppi, þrátt fyrir að hálft annað ár sé síðan SMÁÍS kærði hana til lögreglu. „Við höfum ekki séð að verið sé að gera neitt í þessu en ég er nú viss um að lögreglan tekur öllum slíkum málum alvarlega og það kemur sú stund að þessari síðu verði lokað. Þeir sem standa á bak við hana eiga ekki gott í vændum.“Afghan_Guru, eigandi Deildu.net, vandar SMÁÍS ekki kveðjurnar í athugasemdakerfinu.
Mest lesið Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Innlent Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Innlent Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Innlent Á leið í frí en hvergi nærri hættur Innlent Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Innlent Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Innlent „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Innlent Dóra Björt hætt við formannsframboðið Innlent Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar Innlent Fleiri fréttir Ekkert vesen á hrjótandi gesti í Sjóminjasafninu Dóra Björt hætt við formannsframboðið Á leið í frí en hvergi nærri hættur Fundur fólksins veglegur í ár Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Nýtt fyrirtæki í Grindavík með 24 starfsmenn Ofbeldi sem söluvara undirstriki mikilvægi samstarfs þvert á landamæri Willum íhugar formannsframboð Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum „Þessi mál hafa verið ólestri í alltof, alltof langan tíma“ Óttast hvað þurfi að gerast til að gangbrautin verði löguð Glæpahópar horfa til íslenskra barna og ofbeldisverk til sölu Fresta skurðaðgerðum vegna inflúensufaraldurs Íslensk stjórnvöld viðurkenndu brot „Jafnvel Kringvarpið í Færeyjum flytur fréttir á ensku“ Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Skjálftum fækkar og kvikan hægir á sér Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Verða með leiðtogaprófkjör 31. janúar Mikið undir á næsta sáttafundi flugumferðarstjóra Vill hætta að kaupa auglýsingar á samfélagsmiðlum Fimm ára fangelsi fyrir að skera mann á háls Sjá meira