Segir norsku-aðferðina henta vel Kjartan Hreinn Njálsson skrifar 11. júlí 2013 20:00 Norska-handtökutæknin, sem lögreglan beitir, byggir á víðtækum rannsóknum og er þaulreynd fyrir dómstólum. Þetta segir skólastjóri Lögregluskóla ríkisins. Helsti sérfræðingur lögreglunnar í þjálfun í valdbeitingu ítrekar að það heyri til undantekninga að einn lögreglumaður sjái um handtöku. Nokkuð hefur verið rætt um handtökuaðferðir lögreglunnar eftir að ung kona var handtekinn, með heldur harkalegum hætti, á Laugavegi um síðastliðna helgi. Konan hyggst leita réttar síns en málið er komið á borð Ríkissaksóknara. Jón Viðar Arnþórsson, stofnandi Mjölnis, hefur gagnrýnt hina norsku-yfirbugunartækni sem íslenska lögreglan beitir. Hann sagði í fréttum okkar í gær að aðferðin væri hættuleg. En norska handtökutæknin er lögleg, samþykkt af stjórnvöldum og margreynd fyrir dómstólum. Upp úr 2006 var norska-leiðin innleidd hér á landi og víðar, enda byggir hún á yfirgripsmiklum rannsóknum fræði- og löggæslumanna. „Okkur sýndist að þessi aðferð gæti hentað vel,“ segir Arnar Guðmundsson, skólastjóri Lögregluskóla ríkisins. „Það er eins með Norðmenn og okkur hér á Íslandi, almennt er lögreglan ekki vopnuð. Aðrar aðferðir varðandi framkvæmd valdbeitinga snúast að því að lögreglumaðurinn er að verja vopn sín. Þessi norska-aðferð á að vera sem öruggust, bæði fyrir lögreglumanninn og þann sem er þolandi hverju sinni.“Allir lögreglumenn fá þjálfun með norsku-aðferðinni.MYND/FRÉTTASTOFAAllir lögreglumenn fá þjálfun með norsku-aðferðinni. Þá ítrekar Arnar að sjálft lögreglunámið spanni allan feril lögreglumannsins. Þegar atvik sem þessi koma upp fylgja lögreglumenn sérstökum valdbeitingarstiga. Hann byrjar á skipunum og flest mál eru leyst hér, það er, með því að ræða við viðkomandi. Þegar kemur að valdbeitingunni sjálfri er nær undantekningalaust gert ráð fyrir tveimur lögreglumönnum á hvern einstakling. Í atvikinu á Laugavegi um helgina voru þrír lögreglumenn á staðnum en aðeins einn sá um að yfirbuga konuna. „Þetta byggir allt á samvinnu,“ segir Aðalsteinn Bernharðsson, lögreglufulltrúi í Lögregluskóla ríkisins og einn helsti sérfræðingur lögreglunnar í þjálfun í valdbeitingu. „Þá á náttúrulega hættan að svona gerist að vera miklu minni. Það er í raun meginreglan að við séum tveir sem stöndum í þessu og kerfið er sett upp þannig.“ „Og það skiptir í raun engu máli hvaða valdbeitingakerfi er notað. Óhöpp geta alltaf átt sér stað og auðvitað verða menn að meta aðstæður,“ segir Aðalsteinn að lokum. Mest lesið Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Innlent Hommar mega enn ekki gefa blóð Innlent Ísraelsmenn hafi gengist við skilyrðum vopnahlés Erlent Tekjur af bjórsölu orðnar meiri en af miðasölu Innlent Matargjöfum Fjölskylduhjálpar hætt: „Stingur okkur í hjartastað“ Innlent Umræðum haldið áfram eftir langan fund þingflokksformanna Innlent Magnús Þór lést við strandveiðar Innlent Kviðdómur komst að niðurstöðu í fjórum fimm ákæruliða Diddy Erlent Hvammsvirkjun bíður dóms Hæstaréttar Innlent Andlát í Garðabæ: Úrskurðuð í gæsluvarðhald umfram hámarkslengd Innlent Fleiri fréttir Umræðum haldið áfram eftir langan fund þingflokksformanna Hommar mega enn ekki gefa blóð Hvammsvirkjun bíður dóms Hæstaréttar Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Matargjöfum Fjölskylduhjálpar hætt: „Stingur okkur í hjartastað“ Tekjur af bjórsölu orðnar meiri en af miðasölu Hryssan Hlökk er „Dekurprinsessa“ hjá Ásmundi Erni Taka þurfi ákvörðun um sameiningu vinstrisins fyrr en síðar Samfélagið fari ekki á hliðina án tíufrétta Yfir helmingur drengja í sjötta bekk lent í slagsmálum Þjónusta sérgreinalækna við börn nú án endurgjalds Mesta fylgi síðan 2009 Börn í slagsmálum, arðbær bjórsala og dekurprinsessa Beðið eftir krufningarskýrslu Stefna á að þrefalda fjölda hjúkrunarrýma í Mosfellsbæ Vill tryggja bráðaviðbragð í Öræfum allan ársins hring Lágkúra og della að mati ráðherra Ræðurnar verði nógu margar til að taka veiðigjöldin af dagskrá Ræddu við sextíu manns í tengslum við hvarf Jóns Þrastar Magnús Þór lést við strandveiðar Seinkun fréttatímans seinkað Andlát í Garðabæ: Úrskurðuð í gæsluvarðhald umfram hámarkslengd Tvöfalt siðgæði EBU mikið áhyggjuefni Landris heldur áfram í Svartsengi Með barnaníðsefni í símanum þegar hann var „laminn í stöppu“ Samstöðin hafi aldrei verið í hættu „Þetta er komið út fyrir öll mörk“ „Held að þau átti sig ekki á því hvað þetta skiptir okkur miklu máli“ Læknanemar fái víst launahækkun Prófessor segir málþófið komið út fyrir öll mörk Sjá meira
Norska-handtökutæknin, sem lögreglan beitir, byggir á víðtækum rannsóknum og er þaulreynd fyrir dómstólum. Þetta segir skólastjóri Lögregluskóla ríkisins. Helsti sérfræðingur lögreglunnar í þjálfun í valdbeitingu ítrekar að það heyri til undantekninga að einn lögreglumaður sjái um handtöku. Nokkuð hefur verið rætt um handtökuaðferðir lögreglunnar eftir að ung kona var handtekinn, með heldur harkalegum hætti, á Laugavegi um síðastliðna helgi. Konan hyggst leita réttar síns en málið er komið á borð Ríkissaksóknara. Jón Viðar Arnþórsson, stofnandi Mjölnis, hefur gagnrýnt hina norsku-yfirbugunartækni sem íslenska lögreglan beitir. Hann sagði í fréttum okkar í gær að aðferðin væri hættuleg. En norska handtökutæknin er lögleg, samþykkt af stjórnvöldum og margreynd fyrir dómstólum. Upp úr 2006 var norska-leiðin innleidd hér á landi og víðar, enda byggir hún á yfirgripsmiklum rannsóknum fræði- og löggæslumanna. „Okkur sýndist að þessi aðferð gæti hentað vel,“ segir Arnar Guðmundsson, skólastjóri Lögregluskóla ríkisins. „Það er eins með Norðmenn og okkur hér á Íslandi, almennt er lögreglan ekki vopnuð. Aðrar aðferðir varðandi framkvæmd valdbeitinga snúast að því að lögreglumaðurinn er að verja vopn sín. Þessi norska-aðferð á að vera sem öruggust, bæði fyrir lögreglumanninn og þann sem er þolandi hverju sinni.“Allir lögreglumenn fá þjálfun með norsku-aðferðinni.MYND/FRÉTTASTOFAAllir lögreglumenn fá þjálfun með norsku-aðferðinni. Þá ítrekar Arnar að sjálft lögreglunámið spanni allan feril lögreglumannsins. Þegar atvik sem þessi koma upp fylgja lögreglumenn sérstökum valdbeitingarstiga. Hann byrjar á skipunum og flest mál eru leyst hér, það er, með því að ræða við viðkomandi. Þegar kemur að valdbeitingunni sjálfri er nær undantekningalaust gert ráð fyrir tveimur lögreglumönnum á hvern einstakling. Í atvikinu á Laugavegi um helgina voru þrír lögreglumenn á staðnum en aðeins einn sá um að yfirbuga konuna. „Þetta byggir allt á samvinnu,“ segir Aðalsteinn Bernharðsson, lögreglufulltrúi í Lögregluskóla ríkisins og einn helsti sérfræðingur lögreglunnar í þjálfun í valdbeitingu. „Þá á náttúrulega hættan að svona gerist að vera miklu minni. Það er í raun meginreglan að við séum tveir sem stöndum í þessu og kerfið er sett upp þannig.“ „Og það skiptir í raun engu máli hvaða valdbeitingakerfi er notað. Óhöpp geta alltaf átt sér stað og auðvitað verða menn að meta aðstæður,“ segir Aðalsteinn að lokum.
Mest lesið Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Innlent Hommar mega enn ekki gefa blóð Innlent Ísraelsmenn hafi gengist við skilyrðum vopnahlés Erlent Tekjur af bjórsölu orðnar meiri en af miðasölu Innlent Matargjöfum Fjölskylduhjálpar hætt: „Stingur okkur í hjartastað“ Innlent Umræðum haldið áfram eftir langan fund þingflokksformanna Innlent Magnús Þór lést við strandveiðar Innlent Kviðdómur komst að niðurstöðu í fjórum fimm ákæruliða Diddy Erlent Hvammsvirkjun bíður dóms Hæstaréttar Innlent Andlát í Garðabæ: Úrskurðuð í gæsluvarðhald umfram hámarkslengd Innlent Fleiri fréttir Umræðum haldið áfram eftir langan fund þingflokksformanna Hommar mega enn ekki gefa blóð Hvammsvirkjun bíður dóms Hæstaréttar Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Matargjöfum Fjölskylduhjálpar hætt: „Stingur okkur í hjartastað“ Tekjur af bjórsölu orðnar meiri en af miðasölu Hryssan Hlökk er „Dekurprinsessa“ hjá Ásmundi Erni Taka þurfi ákvörðun um sameiningu vinstrisins fyrr en síðar Samfélagið fari ekki á hliðina án tíufrétta Yfir helmingur drengja í sjötta bekk lent í slagsmálum Þjónusta sérgreinalækna við börn nú án endurgjalds Mesta fylgi síðan 2009 Börn í slagsmálum, arðbær bjórsala og dekurprinsessa Beðið eftir krufningarskýrslu Stefna á að þrefalda fjölda hjúkrunarrýma í Mosfellsbæ Vill tryggja bráðaviðbragð í Öræfum allan ársins hring Lágkúra og della að mati ráðherra Ræðurnar verði nógu margar til að taka veiðigjöldin af dagskrá Ræddu við sextíu manns í tengslum við hvarf Jóns Þrastar Magnús Þór lést við strandveiðar Seinkun fréttatímans seinkað Andlát í Garðabæ: Úrskurðuð í gæsluvarðhald umfram hámarkslengd Tvöfalt siðgæði EBU mikið áhyggjuefni Landris heldur áfram í Svartsengi Með barnaníðsefni í símanum þegar hann var „laminn í stöppu“ Samstöðin hafi aldrei verið í hættu „Þetta er komið út fyrir öll mörk“ „Held að þau átti sig ekki á því hvað þetta skiptir okkur miklu máli“ Læknanemar fái víst launahækkun Prófessor segir málþófið komið út fyrir öll mörk Sjá meira