Segir ummæli um samkynhneigða tekin úr samhengi Kjartan Hreinn Njálsson skrifar 19. júlí 2013 19:52 Óhætt er að segja að ummæli Ahmad Seddeeq, Imam eða trúarleiðtoga Menningarseturs múslima, í Speglinum á RÚV í gær hafi fallið í grýttan jarðveg. MYND/GETTY Varaformaður Samtakanna 78 fordæmir ummæli trúarleiðtoga Menningarseturs múslima um að samkynhneigð ýti undir rán á börnum. Sjálfur presturinn segir að orð sín hafi verið tekin úr samhengi. Óhætt er að segja að ummæli Ahmad Seddeeq, Imam eða trúarleiðtoga Menningarseturs múslima, í Speglinum á RÚV í gær hafi fallið í grýttan jarðveg. Þar fór Saddeeq mikinn og sagði meðal annars að samkynhneigð ýtti undir rán á börnum. Félag múslima á Íslandi, sem nýlega fékk lóð úthlutaða í Sogamýri, hefur lýst vanþóknun sinni á ummælunum. Í yfirlýsingu frá samtökunum segir að orð Imamsins séu ekki byggð á Íslam, enda sé hvergi fjallað um slíkt í Kóraninum. Í yfirlýsingunni kemur einnig fram að það sé markmið Félags múslima að koma í veg fyrir ofstæki og yfirgang í nafni trúarbragða. Það hafi verið á þessum forsendum sem samtökin ákváðu að vísa núverandi forstöðumönnum Menningarseturs múslima úr félaginu á sínum tíma. „Samtökin 78 geta náttúrulega fátt annað en fordæmt þetta, enda er þetta fáránleg framsetning hjá þessum manni. Þetta á enga stoð í raunveruleikanum," segir Sigurður Júlíus Guðmundsson, varaformaður Samtakanna 78. „Það er náttúrulega alltaf erfitt að samræma trúarbrögð og lífsskoðanir. En stóra spurningin er náttúrulega sú hvort að trúarbrögðin séu reiðubúin að koma inn í nútímann."Seddeeq ítrekar að samkynhneigð er bönnuð í Íslam, en fullyrðir um leið að orð hans um að samkynhneigð ýti undir rán á börnum hafi verið tekin úr samhengi í Spegli ríkisútvarpsins.MYND/GETTYImam Saddeeq er trúarleiðtogi í mosku Menningarseturs múslima í Ýmishúsinu. Samtökin þykja íhaldssöm og fylgja orðum kóransins af mikilli alvöru. Seddeeq ítrekar að samkynhneigð er bönnuð í Íslam, en fullyrðir um leið að orð hans um að samkynhneigð ýti undir rán á börnum hafi verið tekin úr samhengi í Spegli ríkisútvarpsins. „Þetta gerist í okkar landi og ég finn til sársauka í hjarta mínu út af þessu þegar svona er hjá fjölskyldum. Ég talaði hvorki um íslenskt fólk né önnur evrópsk lönd. Það var aldrei ráðist á hann beint. Mér fannst miður þegar fjölmiðlar blésu þetta upp," segir Seddeeq. Hann hefur þetta að segja um samkynhneigð: „Hún er ekki leyfði í íslam. Ef hún fer fram í íslam er það gott og gilt ef þeir biðja til Guðs. Þeir eru samt múslimar en þetta er synd í íslam.“ „Við virðum landslög en það er samt mikilvægt samkvæmt íslam því hvert sem við förum gildir það samkomulag að maður þarf að virða lög og reglur landsins sem maður býr í,“ segir Seddeeq að lokum. Tengdar fréttir "Ummæli imamsins byggð á mannfyrirlitningu" Varaformaður Félags múslima á Íslandi fordæmir ummæli Ahmad Seddeq, imam í Menningarsetri múslima, sem hann lét falla í Speglinum í Ríkisútvarpinu í gær. Þar sagði Seddeq að samkynhneigð ýti undir rán á börnum. 19. júlí 2013 11:54 Mest lesið Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Innlent Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Innlent Velti bílnum við Fjarðarhraun Innlent Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Innlent Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð Innlent „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Innlent Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Innlent Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Erlent Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Erlent Fleiri fréttir Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð „Eftir þetta hvassviðri í þinginu í gær heldur lífið áfram“ Tekjur af laxveiði í Borgarfirði eru vel yfir 50% af tekjum landbúnaðar á svæðinu Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Halda áfram að ræða veiðigjöldin Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Draga Dettifoss til Reykjavíkur Sleginn í andlitið með hnúajárni Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Þingfundi frestað: Stjórnarandstaðan lagði fram „aðeins mýkri“ tillögu „Það er þarna sem rússneskir kafbátar fara í gegn“ Hélt á lokuðu umslagi Tillögur „ekki afhentar í lokuðu umslagi“ Uppþot og fúkyrði á þinginu og bandarískur kjarnorkukafbátur Jökulhlaupið í rénun Reyna að stilla til friðar í bakherbergjum Alþingis Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Fundu tuttugu kíló af grasi eftir húsleit í Hafnarfirði Mennirnir þrír sjáist ekki í myndefni Sjá meira
Varaformaður Samtakanna 78 fordæmir ummæli trúarleiðtoga Menningarseturs múslima um að samkynhneigð ýti undir rán á börnum. Sjálfur presturinn segir að orð sín hafi verið tekin úr samhengi. Óhætt er að segja að ummæli Ahmad Seddeeq, Imam eða trúarleiðtoga Menningarseturs múslima, í Speglinum á RÚV í gær hafi fallið í grýttan jarðveg. Þar fór Saddeeq mikinn og sagði meðal annars að samkynhneigð ýtti undir rán á börnum. Félag múslima á Íslandi, sem nýlega fékk lóð úthlutaða í Sogamýri, hefur lýst vanþóknun sinni á ummælunum. Í yfirlýsingu frá samtökunum segir að orð Imamsins séu ekki byggð á Íslam, enda sé hvergi fjallað um slíkt í Kóraninum. Í yfirlýsingunni kemur einnig fram að það sé markmið Félags múslima að koma í veg fyrir ofstæki og yfirgang í nafni trúarbragða. Það hafi verið á þessum forsendum sem samtökin ákváðu að vísa núverandi forstöðumönnum Menningarseturs múslima úr félaginu á sínum tíma. „Samtökin 78 geta náttúrulega fátt annað en fordæmt þetta, enda er þetta fáránleg framsetning hjá þessum manni. Þetta á enga stoð í raunveruleikanum," segir Sigurður Júlíus Guðmundsson, varaformaður Samtakanna 78. „Það er náttúrulega alltaf erfitt að samræma trúarbrögð og lífsskoðanir. En stóra spurningin er náttúrulega sú hvort að trúarbrögðin séu reiðubúin að koma inn í nútímann."Seddeeq ítrekar að samkynhneigð er bönnuð í Íslam, en fullyrðir um leið að orð hans um að samkynhneigð ýti undir rán á börnum hafi verið tekin úr samhengi í Spegli ríkisútvarpsins.MYND/GETTYImam Saddeeq er trúarleiðtogi í mosku Menningarseturs múslima í Ýmishúsinu. Samtökin þykja íhaldssöm og fylgja orðum kóransins af mikilli alvöru. Seddeeq ítrekar að samkynhneigð er bönnuð í Íslam, en fullyrðir um leið að orð hans um að samkynhneigð ýti undir rán á börnum hafi verið tekin úr samhengi í Spegli ríkisútvarpsins. „Þetta gerist í okkar landi og ég finn til sársauka í hjarta mínu út af þessu þegar svona er hjá fjölskyldum. Ég talaði hvorki um íslenskt fólk né önnur evrópsk lönd. Það var aldrei ráðist á hann beint. Mér fannst miður þegar fjölmiðlar blésu þetta upp," segir Seddeeq. Hann hefur þetta að segja um samkynhneigð: „Hún er ekki leyfði í íslam. Ef hún fer fram í íslam er það gott og gilt ef þeir biðja til Guðs. Þeir eru samt múslimar en þetta er synd í íslam.“ „Við virðum landslög en það er samt mikilvægt samkvæmt íslam því hvert sem við förum gildir það samkomulag að maður þarf að virða lög og reglur landsins sem maður býr í,“ segir Seddeeq að lokum.
Tengdar fréttir "Ummæli imamsins byggð á mannfyrirlitningu" Varaformaður Félags múslima á Íslandi fordæmir ummæli Ahmad Seddeq, imam í Menningarsetri múslima, sem hann lét falla í Speglinum í Ríkisútvarpinu í gær. Þar sagði Seddeq að samkynhneigð ýti undir rán á börnum. 19. júlí 2013 11:54 Mest lesið Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Innlent Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Innlent Velti bílnum við Fjarðarhraun Innlent Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Innlent Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð Innlent „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Innlent Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Innlent Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Erlent Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Erlent Fleiri fréttir Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð „Eftir þetta hvassviðri í þinginu í gær heldur lífið áfram“ Tekjur af laxveiði í Borgarfirði eru vel yfir 50% af tekjum landbúnaðar á svæðinu Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Halda áfram að ræða veiðigjöldin Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Draga Dettifoss til Reykjavíkur Sleginn í andlitið með hnúajárni Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Þingfundi frestað: Stjórnarandstaðan lagði fram „aðeins mýkri“ tillögu „Það er þarna sem rússneskir kafbátar fara í gegn“ Hélt á lokuðu umslagi Tillögur „ekki afhentar í lokuðu umslagi“ Uppþot og fúkyrði á þinginu og bandarískur kjarnorkukafbátur Jökulhlaupið í rénun Reyna að stilla til friðar í bakherbergjum Alþingis Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Fundu tuttugu kíló af grasi eftir húsleit í Hafnarfirði Mennirnir þrír sjáist ekki í myndefni Sjá meira
"Ummæli imamsins byggð á mannfyrirlitningu" Varaformaður Félags múslima á Íslandi fordæmir ummæli Ahmad Seddeq, imam í Menningarsetri múslima, sem hann lét falla í Speglinum í Ríkisútvarpinu í gær. Þar sagði Seddeq að samkynhneigð ýti undir rán á börnum. 19. júlí 2013 11:54