Bandarísk stjórnvöld brutu gegn stjórnarskránni - Vill að Snowden verði Íslendingur Boði Logason skrifar 4. júlí 2013 12:58 "Sá sem að upplýsti heimsbyggðina, og þar með Íslendinga, um persónunjósnir Bandaríkjanna, er Edward Snowden. Hann er nú hundeltur og á hvergi höfði að halla. Mynd/365 Ögmundur Jónasson, þingmaður Vinstri Grænna, sagði á Alþingi í morgun að bandarísk stjórnvöld hér á landi hefðu brotið gegn stjórnarskrá Íslands með persónunjósnum sínum. Veita ætti bandaríska uppljóstrarnum Edward Snowden landvistarleyfi hér á landi. Ögmundur vísaði til 71. greinar stjórnarskrárinnar þar sem segir meðal annars: „Ekki má gera líkamsrannsókn eða leit á manni, leit í húsakynnum hans eða munum, nema samkvæmt dómsúrskurði eða sérstakri lagaheimild. Það sama á við um rannsókn á skjölum og póstsendingum, símtölum og öðrum fjarskiptum..." „Sá sem að upplýsti heimsbyggðina, og þar með Íslendinga, um persónunjósnir Bandaríkjanna, er Edward Snowden. Hann er nú hundeltur og á hvergi höfði að halla. Ég hef áður beint því til Alþingis, og þar á meðal allsherjarnefndar þingsins sérstaklega, að taka málið upp og hafa forgöngu um að Íslendingar veiti Edward Snowden landvist á Íslandi," sagði Ögmundur. Og beindi því næst spurningu til Unnar Brár Konráðsdóttur, formanns Allsherjarnefndar, um það hvort að nefndin hafi tekið málið upp og hvort að hún muni beita sér fyrir því. Unnur Brá sagði að ekki hafi verið fjallað um málið í nefndinni vísaði til þess að hælisumsókn yrði að vera borin fram af einstaklingi sem væri staddur hér á landi auk þess sem upplýsingar skorti í málinu. „Mér vitanlega hefur ekki komið fram, mér vitanlega, umsókn frá þessum tiltekna einstaklingi umsókn um ríkisborgararétt hér á Íslandi. Og þess vegna hefur nefndin ekki tekið þetta fyrir, og ég hef ekki áform um að gera það, nema annað tilefni gefist til. Hvernig ætti umfjöllun nefndarinnar að fara fram? Við höfum engin gögn, engar upplýsingar og þar af leiðandi engar forsendur, til þess að meta það hvort að þessi einstaklingur sem hér sé spurt um uppfylil þau skilyrði og ástæða sé til þess fyrir okkur að taka það mál til umfjöllunar," sagði Unnur Brá. Ögmundur sagði á hins vegar að heimspressan væri uppfull af upplýsingum um málefni Snowdens og auk þess lægju fyrir beinar upplýsingar frá íslenskum þegnum um málið. Þá sagði Ögmundur að ekki ætti að taka á málinu sem hefðbundinni hælisumsókn heldur sem mannréttindamáli sem Alþingi ætti að hafa frumkvæði að. Mest lesið Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Innlent Hópslysaáætlun virkjuð á Snæfellsnesi Innlent „Það endaði bara með því að það var brotið á börnunum okkar“ Innlent Nauðgaði sofandi kærustu sem hafði ítrekað verið brotið gegn Innlent Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Innlent Jón biðst innilegrar afsökunar á umræðu um Grindavík Innlent Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Innlent Gretu Thunberg og félögum vísað úr landi Erlent Dómstólar neita Jóni Óttari um að fá afhenta haldlagða muni Innlent Okkar borg – Þvert á flokka tekur slaginn í borginni Innlent Fleiri fréttir Risaskuld, nýr flokkur og áheyrnarprufur hunda Hópslysaáætlun virkjuð á Snæfellsnesi Rúða brotin og flugeld kastað inn Riða staðfest á Kirkjuhóli Hafa þurft að sjóða vatnið í 79 daga Ágreiningur við ríkisstarfsmenn kostaði 642 milljónir á tíu árum Handtekinn fyrir stórfellda líkamsárás í Dugguvogi Farið yfir framboð hjá Miðflokknum „Það endaði bara með því að það var brotið á börnunum okkar“ Segir erfitt fyrir lækna að starfa við boðuð skilyrði Okkar borg – Þvert á flokka tekur slaginn í borginni „Hlýtur að hafa í sér fælingarmátt ef þú yrðir nafngreindur við slíka iðju“ Nauðgaði sofandi kærustu sem hafði ítrekað verið brotið gegn Stolt úthverfatútta en ekki lattelepjandi miðbæjarrotta Vændi á Norðurlandi og ósáttir læknar Sex slasaðir eftir árekstur á Jökuldalsheiði Jón biðst innilegrar afsökunar á umræðu um Grindavík Dómstólar neita Jóni Óttari um að fá afhenta haldlagða muni Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Einum veittir stunguáverkar og annar varð fyrir hópárás „Draumar geta ræst“ Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Miður að börn fylgi foreldrum en ekki öfugt Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Play skuldi Isavia hálfan milljarð króna Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur „Þetta er ekki á borði þingflokksins“ Umdeild brottvísun, fjárhagstjón á Grænlandi og kyngreint sæði Óttast áhrifin á vinnandi mæður Sjá meira
Ögmundur Jónasson, þingmaður Vinstri Grænna, sagði á Alþingi í morgun að bandarísk stjórnvöld hér á landi hefðu brotið gegn stjórnarskrá Íslands með persónunjósnum sínum. Veita ætti bandaríska uppljóstrarnum Edward Snowden landvistarleyfi hér á landi. Ögmundur vísaði til 71. greinar stjórnarskrárinnar þar sem segir meðal annars: „Ekki má gera líkamsrannsókn eða leit á manni, leit í húsakynnum hans eða munum, nema samkvæmt dómsúrskurði eða sérstakri lagaheimild. Það sama á við um rannsókn á skjölum og póstsendingum, símtölum og öðrum fjarskiptum..." „Sá sem að upplýsti heimsbyggðina, og þar með Íslendinga, um persónunjósnir Bandaríkjanna, er Edward Snowden. Hann er nú hundeltur og á hvergi höfði að halla. Ég hef áður beint því til Alþingis, og þar á meðal allsherjarnefndar þingsins sérstaklega, að taka málið upp og hafa forgöngu um að Íslendingar veiti Edward Snowden landvist á Íslandi," sagði Ögmundur. Og beindi því næst spurningu til Unnar Brár Konráðsdóttur, formanns Allsherjarnefndar, um það hvort að nefndin hafi tekið málið upp og hvort að hún muni beita sér fyrir því. Unnur Brá sagði að ekki hafi verið fjallað um málið í nefndinni vísaði til þess að hælisumsókn yrði að vera borin fram af einstaklingi sem væri staddur hér á landi auk þess sem upplýsingar skorti í málinu. „Mér vitanlega hefur ekki komið fram, mér vitanlega, umsókn frá þessum tiltekna einstaklingi umsókn um ríkisborgararétt hér á Íslandi. Og þess vegna hefur nefndin ekki tekið þetta fyrir, og ég hef ekki áform um að gera það, nema annað tilefni gefist til. Hvernig ætti umfjöllun nefndarinnar að fara fram? Við höfum engin gögn, engar upplýsingar og þar af leiðandi engar forsendur, til þess að meta það hvort að þessi einstaklingur sem hér sé spurt um uppfylil þau skilyrði og ástæða sé til þess fyrir okkur að taka það mál til umfjöllunar," sagði Unnur Brá. Ögmundur sagði á hins vegar að heimspressan væri uppfull af upplýsingum um málefni Snowdens og auk þess lægju fyrir beinar upplýsingar frá íslenskum þegnum um málið. Þá sagði Ögmundur að ekki ætti að taka á málinu sem hefðbundinni hælisumsókn heldur sem mannréttindamáli sem Alþingi ætti að hafa frumkvæði að.
Mest lesið Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Innlent Hópslysaáætlun virkjuð á Snæfellsnesi Innlent „Það endaði bara með því að það var brotið á börnunum okkar“ Innlent Nauðgaði sofandi kærustu sem hafði ítrekað verið brotið gegn Innlent Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Innlent Jón biðst innilegrar afsökunar á umræðu um Grindavík Innlent Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Innlent Gretu Thunberg og félögum vísað úr landi Erlent Dómstólar neita Jóni Óttari um að fá afhenta haldlagða muni Innlent Okkar borg – Þvert á flokka tekur slaginn í borginni Innlent Fleiri fréttir Risaskuld, nýr flokkur og áheyrnarprufur hunda Hópslysaáætlun virkjuð á Snæfellsnesi Rúða brotin og flugeld kastað inn Riða staðfest á Kirkjuhóli Hafa þurft að sjóða vatnið í 79 daga Ágreiningur við ríkisstarfsmenn kostaði 642 milljónir á tíu árum Handtekinn fyrir stórfellda líkamsárás í Dugguvogi Farið yfir framboð hjá Miðflokknum „Það endaði bara með því að það var brotið á börnunum okkar“ Segir erfitt fyrir lækna að starfa við boðuð skilyrði Okkar borg – Þvert á flokka tekur slaginn í borginni „Hlýtur að hafa í sér fælingarmátt ef þú yrðir nafngreindur við slíka iðju“ Nauðgaði sofandi kærustu sem hafði ítrekað verið brotið gegn Stolt úthverfatútta en ekki lattelepjandi miðbæjarrotta Vændi á Norðurlandi og ósáttir læknar Sex slasaðir eftir árekstur á Jökuldalsheiði Jón biðst innilegrar afsökunar á umræðu um Grindavík Dómstólar neita Jóni Óttari um að fá afhenta haldlagða muni Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Einum veittir stunguáverkar og annar varð fyrir hópárás „Draumar geta ræst“ Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Miður að börn fylgi foreldrum en ekki öfugt Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Play skuldi Isavia hálfan milljarð króna Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur „Þetta er ekki á borði þingflokksins“ Umdeild brottvísun, fjárhagstjón á Grænlandi og kyngreint sæði Óttast áhrifin á vinnandi mæður Sjá meira