Enski boltinn

Fannst sofandi á æfingasvæði Liverpool

Stefán Árni Pálsson skrifar

Menn geta gert ráð fyrir því að leikmenn ensku úrvalsdeildarinnar noti nú sumarfríið til að hvíla sig og hlaða batteríin fyrir komandi átök í deildarkeppninni sem hefst í ágúst.

Samed Yesil, leikmaður Liverpool, virðist vera nokkuð svefnvana ef marka má mynd sem liðsfélagar hans birtu á samskiptamiðlinum Instagram sem sést hér að ofan.

Yesil fannst sofandi inn í æfingahöll félagsins og þar hafði hann verið í tvær klukkustundir.

Leikmaðurinn gekk í raðir Liverpool frá Bayern Leverkusen síðasta sumar en þessi 19 ára framherji telst vera mikið efni.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.