"Dulbúin en þó greinileg hótun" Hjörtur Hjartarson skrifar 7. júlí 2013 18:37 Bandarísk yfirvöld hafa farið fram á það við íslensk stjórnvöld að uppljóstrarinn, Edward Snowden verði umsvifalaust handtekinn og framseldur komi hann til Íslands. Bréf þess efnis liggur nú hjá utanríkisráðuneytinu. Dulbúin en þó greinileg hótun, segir þingmaður Pírata. Fréttastofa hefur ekki fengið afrit af bréfinu en hefur þó heimildir fyrir tilvist þess og að það hafi verið sent Utanríkisráðisráðherra. Ætla má að orðalagið þar sé svipað og því sem bandaríska sendiráðið í Venúsúela sendi þarlendum yfirvöldum fyrir nokkrum dögum. Þar er þess krafist að Snowden verði handtekinn og framseldur til Bandaríkjanna um leið og hann kemur til Venúsúela. Hann hafi verið kærður fyrir að hafa lekið leyniskjölum til fjölmiðla og verði hann sakfelldur eigi hann yfir höfði sér allt að 30 ára fangelsi.Birgitta Jónsdóttir, þingmaður Pírata."Mér finnst þetta bara vera dæmi um að bandarísk yfirvöld eru búin að missa það. Það má eiginlega segja að með þessu bréfi, þessari beiðni um að handtaka hann og framselja hann, fyrirfram. Það er alveg ljóst að það hefur haft áhrif á þá sem sátu í þingsal og neituðu okkur um það að fá að setja málið á dagskrá. Það var nú ekki eins og við værum að biðja þingmenn, með eða á móti ríkisborgararétti heldur einfaldlega að fá að taka málið fyrir í nefnd þannig að við gætum hafið vinnuna að því að rannsaka og fá gesti áður en þing kemur saman 10.september,“ segir Birgitta Jónsdóttir, þingmaður Pírata. Birgitta segir að viðbrögð íslenskra stjórnvalda við bréfum sem þessum eigi að vera skýr. "Í fyrsta lagi þegar við fáum svona beiðnir eigum við að upplýsa um það til almennings, því þetta á erindi við almenning. Svo eigum við að hreinlega að senda þessar kröfur heim til föðurhúsanna útaf því að þetta er samkvæmt, til dæmis, Amnesty International, ekkert annað en dulbúin hótun." Birgitta telur að smáþjóð eins og Ísland geti og eigi að hafa áhrif á mál sem þessi. "Við eigum ekki að lúffa og vera einhverjar gungur. Heldur eigum eigum við að standa uppi í hárinu á stórveldum. Það er hreinlega til þess ætlast af okkur í alþjóða samfélaginu", segir Birgitta. Hvorki Urður Gunnarsdóttir, fjölmiðlafulltrúi utanríkisráðuneytisins né Gunnar Bragi Sveinsson, utanríkisráðherra vildu veita fréttastofu viðtal vegna málsins í dag. Mest lesið Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Innlent Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Innlent Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Innlent Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Innlent Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Erlent Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Erlent Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Innlent Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Innlent Fleiri fréttir Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Jákvæð gagnvart nýrri atvinnustefnu Frábær og vel heppnuð Ljósanótt Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Skoða að rifta fríverslunarsamningi við Ísrael Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Aðgerðir vegna Gasa, málfrelsi á Íslandi og ný atvinnustefna Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Sjá meira
Bandarísk yfirvöld hafa farið fram á það við íslensk stjórnvöld að uppljóstrarinn, Edward Snowden verði umsvifalaust handtekinn og framseldur komi hann til Íslands. Bréf þess efnis liggur nú hjá utanríkisráðuneytinu. Dulbúin en þó greinileg hótun, segir þingmaður Pírata. Fréttastofa hefur ekki fengið afrit af bréfinu en hefur þó heimildir fyrir tilvist þess og að það hafi verið sent Utanríkisráðisráðherra. Ætla má að orðalagið þar sé svipað og því sem bandaríska sendiráðið í Venúsúela sendi þarlendum yfirvöldum fyrir nokkrum dögum. Þar er þess krafist að Snowden verði handtekinn og framseldur til Bandaríkjanna um leið og hann kemur til Venúsúela. Hann hafi verið kærður fyrir að hafa lekið leyniskjölum til fjölmiðla og verði hann sakfelldur eigi hann yfir höfði sér allt að 30 ára fangelsi.Birgitta Jónsdóttir, þingmaður Pírata."Mér finnst þetta bara vera dæmi um að bandarísk yfirvöld eru búin að missa það. Það má eiginlega segja að með þessu bréfi, þessari beiðni um að handtaka hann og framselja hann, fyrirfram. Það er alveg ljóst að það hefur haft áhrif á þá sem sátu í þingsal og neituðu okkur um það að fá að setja málið á dagskrá. Það var nú ekki eins og við værum að biðja þingmenn, með eða á móti ríkisborgararétti heldur einfaldlega að fá að taka málið fyrir í nefnd þannig að við gætum hafið vinnuna að því að rannsaka og fá gesti áður en þing kemur saman 10.september,“ segir Birgitta Jónsdóttir, þingmaður Pírata. Birgitta segir að viðbrögð íslenskra stjórnvalda við bréfum sem þessum eigi að vera skýr. "Í fyrsta lagi þegar við fáum svona beiðnir eigum við að upplýsa um það til almennings, því þetta á erindi við almenning. Svo eigum við að hreinlega að senda þessar kröfur heim til föðurhúsanna útaf því að þetta er samkvæmt, til dæmis, Amnesty International, ekkert annað en dulbúin hótun." Birgitta telur að smáþjóð eins og Ísland geti og eigi að hafa áhrif á mál sem þessi. "Við eigum ekki að lúffa og vera einhverjar gungur. Heldur eigum eigum við að standa uppi í hárinu á stórveldum. Það er hreinlega til þess ætlast af okkur í alþjóða samfélaginu", segir Birgitta. Hvorki Urður Gunnarsdóttir, fjölmiðlafulltrúi utanríkisráðuneytisins né Gunnar Bragi Sveinsson, utanríkisráðherra vildu veita fréttastofu viðtal vegna málsins í dag.
Mest lesið Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Innlent Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Innlent Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Innlent Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Innlent Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Erlent Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Erlent Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Innlent Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Innlent Fleiri fréttir Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Jákvæð gagnvart nýrri atvinnustefnu Frábær og vel heppnuð Ljósanótt Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Skoða að rifta fríverslunarsamningi við Ísrael Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Aðgerðir vegna Gasa, málfrelsi á Íslandi og ný atvinnustefna Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Sjá meira