"Dulbúin en þó greinileg hótun" Hjörtur Hjartarson skrifar 7. júlí 2013 18:37 Bandarísk yfirvöld hafa farið fram á það við íslensk stjórnvöld að uppljóstrarinn, Edward Snowden verði umsvifalaust handtekinn og framseldur komi hann til Íslands. Bréf þess efnis liggur nú hjá utanríkisráðuneytinu. Dulbúin en þó greinileg hótun, segir þingmaður Pírata. Fréttastofa hefur ekki fengið afrit af bréfinu en hefur þó heimildir fyrir tilvist þess og að það hafi verið sent Utanríkisráðisráðherra. Ætla má að orðalagið þar sé svipað og því sem bandaríska sendiráðið í Venúsúela sendi þarlendum yfirvöldum fyrir nokkrum dögum. Þar er þess krafist að Snowden verði handtekinn og framseldur til Bandaríkjanna um leið og hann kemur til Venúsúela. Hann hafi verið kærður fyrir að hafa lekið leyniskjölum til fjölmiðla og verði hann sakfelldur eigi hann yfir höfði sér allt að 30 ára fangelsi.Birgitta Jónsdóttir, þingmaður Pírata."Mér finnst þetta bara vera dæmi um að bandarísk yfirvöld eru búin að missa það. Það má eiginlega segja að með þessu bréfi, þessari beiðni um að handtaka hann og framselja hann, fyrirfram. Það er alveg ljóst að það hefur haft áhrif á þá sem sátu í þingsal og neituðu okkur um það að fá að setja málið á dagskrá. Það var nú ekki eins og við værum að biðja þingmenn, með eða á móti ríkisborgararétti heldur einfaldlega að fá að taka málið fyrir í nefnd þannig að við gætum hafið vinnuna að því að rannsaka og fá gesti áður en þing kemur saman 10.september,“ segir Birgitta Jónsdóttir, þingmaður Pírata. Birgitta segir að viðbrögð íslenskra stjórnvalda við bréfum sem þessum eigi að vera skýr. "Í fyrsta lagi þegar við fáum svona beiðnir eigum við að upplýsa um það til almennings, því þetta á erindi við almenning. Svo eigum við að hreinlega að senda þessar kröfur heim til föðurhúsanna útaf því að þetta er samkvæmt, til dæmis, Amnesty International, ekkert annað en dulbúin hótun." Birgitta telur að smáþjóð eins og Ísland geti og eigi að hafa áhrif á mál sem þessi. "Við eigum ekki að lúffa og vera einhverjar gungur. Heldur eigum eigum við að standa uppi í hárinu á stórveldum. Það er hreinlega til þess ætlast af okkur í alþjóða samfélaginu", segir Birgitta. Hvorki Urður Gunnarsdóttir, fjölmiðlafulltrúi utanríkisráðuneytisins né Gunnar Bragi Sveinsson, utanríkisráðherra vildu veita fréttastofu viðtal vegna málsins í dag. Mest lesið Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Innlent Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Innlent Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Erlent Umræður um veiðigjaldafrumvarpið slá nýtt met Innlent Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Innlent Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Innlent Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Erlent Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Erlent Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Innlent Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga Innlent Fleiri fréttir Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Umræður um veiðigjaldafrumvarpið slá nýtt met Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Landvernd gagnrýnir skerðingar á aðgengi almennings að Heiðmörk Stjórnarandstaða setji ný viðmið á þingi sem ógni lýðræðinu Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Telur að allt fari í skrúfuna verði ekki brugðist við Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Ólafur Thors og Bjarni Ben sneru sér við í kaldri gröf Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Ótti um að allt fari í skrúfuna, Bubbi og pattstaða „Jú, jú, þetta er orðið málþóf“ Borgin sé ekki að refsa Grafarvogsbúum Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Bætur Hugins lækkaðar og máli Vinnslustöðvarinnar vísað frá Samfylkingin í stórsókn á landsbyggðinni „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Bærinn sagði nei við fyrsta kosti lögreglu Þinglok 2026 verði 12. júní „Eftir höfðinu dansa limirnir“ Hvalfjarðargöng opin á ný Gagnrýni Bryndísar á málþóf frá 2019 vekur athygli Skipuð nýr skrifstofustjóri í innviðaráðuneytinu Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Hafa lokið rannsókn á Samherjamálinu Skildi illa við bálhyttuna og úr varð eldur Kjósa um að sameina Skorradalshrepp við Borgarbyggð Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga „Úrræðaleysi“ og „lausatök“ sögð einkenna yfirstjórn heilbrigðismála Ríkisendurskoðun gagnrýnir lausatök í heilbrigðismálum Sjá meira
Bandarísk yfirvöld hafa farið fram á það við íslensk stjórnvöld að uppljóstrarinn, Edward Snowden verði umsvifalaust handtekinn og framseldur komi hann til Íslands. Bréf þess efnis liggur nú hjá utanríkisráðuneytinu. Dulbúin en þó greinileg hótun, segir þingmaður Pírata. Fréttastofa hefur ekki fengið afrit af bréfinu en hefur þó heimildir fyrir tilvist þess og að það hafi verið sent Utanríkisráðisráðherra. Ætla má að orðalagið þar sé svipað og því sem bandaríska sendiráðið í Venúsúela sendi þarlendum yfirvöldum fyrir nokkrum dögum. Þar er þess krafist að Snowden verði handtekinn og framseldur til Bandaríkjanna um leið og hann kemur til Venúsúela. Hann hafi verið kærður fyrir að hafa lekið leyniskjölum til fjölmiðla og verði hann sakfelldur eigi hann yfir höfði sér allt að 30 ára fangelsi.Birgitta Jónsdóttir, þingmaður Pírata."Mér finnst þetta bara vera dæmi um að bandarísk yfirvöld eru búin að missa það. Það má eiginlega segja að með þessu bréfi, þessari beiðni um að handtaka hann og framselja hann, fyrirfram. Það er alveg ljóst að það hefur haft áhrif á þá sem sátu í þingsal og neituðu okkur um það að fá að setja málið á dagskrá. Það var nú ekki eins og við værum að biðja þingmenn, með eða á móti ríkisborgararétti heldur einfaldlega að fá að taka málið fyrir í nefnd þannig að við gætum hafið vinnuna að því að rannsaka og fá gesti áður en þing kemur saman 10.september,“ segir Birgitta Jónsdóttir, þingmaður Pírata. Birgitta segir að viðbrögð íslenskra stjórnvalda við bréfum sem þessum eigi að vera skýr. "Í fyrsta lagi þegar við fáum svona beiðnir eigum við að upplýsa um það til almennings, því þetta á erindi við almenning. Svo eigum við að hreinlega að senda þessar kröfur heim til föðurhúsanna útaf því að þetta er samkvæmt, til dæmis, Amnesty International, ekkert annað en dulbúin hótun." Birgitta telur að smáþjóð eins og Ísland geti og eigi að hafa áhrif á mál sem þessi. "Við eigum ekki að lúffa og vera einhverjar gungur. Heldur eigum eigum við að standa uppi í hárinu á stórveldum. Það er hreinlega til þess ætlast af okkur í alþjóða samfélaginu", segir Birgitta. Hvorki Urður Gunnarsdóttir, fjölmiðlafulltrúi utanríkisráðuneytisins né Gunnar Bragi Sveinsson, utanríkisráðherra vildu veita fréttastofu viðtal vegna málsins í dag.
Mest lesið Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Innlent Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Innlent Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Erlent Umræður um veiðigjaldafrumvarpið slá nýtt met Innlent Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Innlent Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Innlent Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Erlent Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Erlent Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Innlent Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga Innlent Fleiri fréttir Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Umræður um veiðigjaldafrumvarpið slá nýtt met Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Landvernd gagnrýnir skerðingar á aðgengi almennings að Heiðmörk Stjórnarandstaða setji ný viðmið á þingi sem ógni lýðræðinu Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Telur að allt fari í skrúfuna verði ekki brugðist við Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Ólafur Thors og Bjarni Ben sneru sér við í kaldri gröf Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Ótti um að allt fari í skrúfuna, Bubbi og pattstaða „Jú, jú, þetta er orðið málþóf“ Borgin sé ekki að refsa Grafarvogsbúum Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Bætur Hugins lækkaðar og máli Vinnslustöðvarinnar vísað frá Samfylkingin í stórsókn á landsbyggðinni „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Bærinn sagði nei við fyrsta kosti lögreglu Þinglok 2026 verði 12. júní „Eftir höfðinu dansa limirnir“ Hvalfjarðargöng opin á ný Gagnrýni Bryndísar á málþóf frá 2019 vekur athygli Skipuð nýr skrifstofustjóri í innviðaráðuneytinu Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Hafa lokið rannsókn á Samherjamálinu Skildi illa við bálhyttuna og úr varð eldur Kjósa um að sameina Skorradalshrepp við Borgarbyggð Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga „Úrræðaleysi“ og „lausatök“ sögð einkenna yfirstjórn heilbrigðismála Ríkisendurskoðun gagnrýnir lausatök í heilbrigðismálum Sjá meira