"Dulbúin en þó greinileg hótun" Hjörtur Hjartarson skrifar 7. júlí 2013 18:37 Bandarísk yfirvöld hafa farið fram á það við íslensk stjórnvöld að uppljóstrarinn, Edward Snowden verði umsvifalaust handtekinn og framseldur komi hann til Íslands. Bréf þess efnis liggur nú hjá utanríkisráðuneytinu. Dulbúin en þó greinileg hótun, segir þingmaður Pírata. Fréttastofa hefur ekki fengið afrit af bréfinu en hefur þó heimildir fyrir tilvist þess og að það hafi verið sent Utanríkisráðisráðherra. Ætla má að orðalagið þar sé svipað og því sem bandaríska sendiráðið í Venúsúela sendi þarlendum yfirvöldum fyrir nokkrum dögum. Þar er þess krafist að Snowden verði handtekinn og framseldur til Bandaríkjanna um leið og hann kemur til Venúsúela. Hann hafi verið kærður fyrir að hafa lekið leyniskjölum til fjölmiðla og verði hann sakfelldur eigi hann yfir höfði sér allt að 30 ára fangelsi.Birgitta Jónsdóttir, þingmaður Pírata."Mér finnst þetta bara vera dæmi um að bandarísk yfirvöld eru búin að missa það. Það má eiginlega segja að með þessu bréfi, þessari beiðni um að handtaka hann og framselja hann, fyrirfram. Það er alveg ljóst að það hefur haft áhrif á þá sem sátu í þingsal og neituðu okkur um það að fá að setja málið á dagskrá. Það var nú ekki eins og við værum að biðja þingmenn, með eða á móti ríkisborgararétti heldur einfaldlega að fá að taka málið fyrir í nefnd þannig að við gætum hafið vinnuna að því að rannsaka og fá gesti áður en þing kemur saman 10.september,“ segir Birgitta Jónsdóttir, þingmaður Pírata. Birgitta segir að viðbrögð íslenskra stjórnvalda við bréfum sem þessum eigi að vera skýr. "Í fyrsta lagi þegar við fáum svona beiðnir eigum við að upplýsa um það til almennings, því þetta á erindi við almenning. Svo eigum við að hreinlega að senda þessar kröfur heim til föðurhúsanna útaf því að þetta er samkvæmt, til dæmis, Amnesty International, ekkert annað en dulbúin hótun." Birgitta telur að smáþjóð eins og Ísland geti og eigi að hafa áhrif á mál sem þessi. "Við eigum ekki að lúffa og vera einhverjar gungur. Heldur eigum eigum við að standa uppi í hárinu á stórveldum. Það er hreinlega til þess ætlast af okkur í alþjóða samfélaginu", segir Birgitta. Hvorki Urður Gunnarsdóttir, fjölmiðlafulltrúi utanríkisráðuneytisins né Gunnar Bragi Sveinsson, utanríkisráðherra vildu veita fréttastofu viðtal vegna málsins í dag. Mest lesið Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Innlent Katrín orðin stjórnarformaður Innlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Innlent Fleiri fréttir Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Þrír vasaþjófar handteknir á gistiheimili Laugarneshverfi Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Sjá meira
Bandarísk yfirvöld hafa farið fram á það við íslensk stjórnvöld að uppljóstrarinn, Edward Snowden verði umsvifalaust handtekinn og framseldur komi hann til Íslands. Bréf þess efnis liggur nú hjá utanríkisráðuneytinu. Dulbúin en þó greinileg hótun, segir þingmaður Pírata. Fréttastofa hefur ekki fengið afrit af bréfinu en hefur þó heimildir fyrir tilvist þess og að það hafi verið sent Utanríkisráðisráðherra. Ætla má að orðalagið þar sé svipað og því sem bandaríska sendiráðið í Venúsúela sendi þarlendum yfirvöldum fyrir nokkrum dögum. Þar er þess krafist að Snowden verði handtekinn og framseldur til Bandaríkjanna um leið og hann kemur til Venúsúela. Hann hafi verið kærður fyrir að hafa lekið leyniskjölum til fjölmiðla og verði hann sakfelldur eigi hann yfir höfði sér allt að 30 ára fangelsi.Birgitta Jónsdóttir, þingmaður Pírata."Mér finnst þetta bara vera dæmi um að bandarísk yfirvöld eru búin að missa það. Það má eiginlega segja að með þessu bréfi, þessari beiðni um að handtaka hann og framselja hann, fyrirfram. Það er alveg ljóst að það hefur haft áhrif á þá sem sátu í þingsal og neituðu okkur um það að fá að setja málið á dagskrá. Það var nú ekki eins og við værum að biðja þingmenn, með eða á móti ríkisborgararétti heldur einfaldlega að fá að taka málið fyrir í nefnd þannig að við gætum hafið vinnuna að því að rannsaka og fá gesti áður en þing kemur saman 10.september,“ segir Birgitta Jónsdóttir, þingmaður Pírata. Birgitta segir að viðbrögð íslenskra stjórnvalda við bréfum sem þessum eigi að vera skýr. "Í fyrsta lagi þegar við fáum svona beiðnir eigum við að upplýsa um það til almennings, því þetta á erindi við almenning. Svo eigum við að hreinlega að senda þessar kröfur heim til föðurhúsanna útaf því að þetta er samkvæmt, til dæmis, Amnesty International, ekkert annað en dulbúin hótun." Birgitta telur að smáþjóð eins og Ísland geti og eigi að hafa áhrif á mál sem þessi. "Við eigum ekki að lúffa og vera einhverjar gungur. Heldur eigum eigum við að standa uppi í hárinu á stórveldum. Það er hreinlega til þess ætlast af okkur í alþjóða samfélaginu", segir Birgitta. Hvorki Urður Gunnarsdóttir, fjölmiðlafulltrúi utanríkisráðuneytisins né Gunnar Bragi Sveinsson, utanríkisráðherra vildu veita fréttastofu viðtal vegna málsins í dag.
Mest lesið Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Innlent Katrín orðin stjórnarformaður Innlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Innlent Fleiri fréttir Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Þrír vasaþjófar handteknir á gistiheimili Laugarneshverfi Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Sjá meira