Eigum að lifa í sátt við lúpínuna Ingveldur Geirsdóttir skrifar 28. júní 2013 19:07 Lúpínan er nú í blóma og málar landið víða fjólubláum litum landsmönnum ýmist til ama eða unaðar. Framkvæmdastjóri Skógræktarfélags Reykjavíkur mælir með því að við lifum í sátt við lúpínuna og mælir gegn því að eitrað sé fyrir henni. Alaskalúpínan var fyrst flutt til Íslands um aldamótin 1900 sem garðplanta og um fimmtíu árum síðar var farið að nota hana í landgræðslu. Hún hefur víða gert sitt gagn en sitt sýnist hverjum um útbreiðslu hennar nú, en lúpínan hefur náð að dreifa sér hratt um landið. „Þetta er mjög gagnleg planta til landgræðslu og sem undanfari skógræktar, planta sem gerir Íslendingum mikið gagn og landinu þannig að ég held að menn eigi að fara mjög varlega í að tala um útrýmingu á jafn nytsamri plöntu og lúpínan er," segir Helgi Gíslason framkvæmdastjóri Skógræktarfélags Reykjavíkur. Náttúrufræðstofnun Íslands og Landgræðsla ríkisins gáfu nýverið út bækling um lúpínu og skógarkerfil. En þær plöntur flokkast sem ágengar og hafa þessar tvær stofnanir það að markmiðið að heft útbreiðslu þeirra. Í bæklingnum segir að til að hefta útbreiðslu lúpínunnar megi stínga upp stakar plöntur, slá lúpínubreiður, beita sauðfé á landið eða nota illgresiseyði. Helga finnst ekki ábyrgt að gefinn sé út leiðbeiningabæklingur þar sem hvatt er til eiturefnanotkunar út í náttúrunni. Það hafi líka komið í ljós í nýlegri evrópskri rannsókn, sem náði til átján landa, að það tiltekna eiturefni sem er mest notað sem illgresiseitur á Íslandi fannst í 10% til 90% tilvika í þvagi fólks í þessum átján löndum. „Þetta er einhver hlutur sem menn verða að skoða rækilega, ekki síst þar sem lúpínusvæði eru oft í kringum þéttbýli. Þetta getur borist í vatnið, þetta fer inn í fæðukeðjuna, mér finnst ekki rétt að gera þetta svona." Helgi mælir með hinni náttúrulegu aðferð vilji fólk losna við lúpínuna. „Ég mæli með hinni náttúrulegu aðferð. Grasafræðingar hafa bent á að hún virðist hörfa eftir þrjátíu til fimmtíu ár. Það er einfaldast að fólk sættist við þessa plöntu, að hún fái að skila sinni vinnu, hneigi sig síðan og fari," segir Helgi. Mest lesið Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Innlent Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Innlent Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Innlent Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Innlent Brueckner neitar að ræða við bresk lögregluyfirvöld Erlent Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Innlent Þórdís Lóa ætlar ekki fram Innlent Vill drónavarnir á Íslandi Innlent Ölvaðir og í annarlegu ástandi Innlent Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Innlent Fleiri fréttir Þórdís Lóa ætlar ekki fram Ölvaðir og í annarlegu ástandi Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Vill drónavarnir á Íslandi Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Sundlauginni í Reykholti í Bláskógabyggð lokað í eitt ár Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Farið yfir Vítisenglamálið og drónavarnir á Íslandi Neysluvatnið óhreint eftir að aurskriða féll Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Myndband: Lögregla stóð vörð vegna Vítisenglaveislu Útgjöld vegna útlendingamála lækka um þriðjung Halla mun funda með Xi Jinping 40 ára afmæli Þorlákskirkju fagnað í Þorlákshöfn Vítisenglar lausir úr haldi og týndir ferðamenn Mikilvægt að sýna Grænlendingum stuðning Allir þrír lausir úr haldi Forseti Íslands ræðir fyrsta árið í embætti Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Sjá meira
Lúpínan er nú í blóma og málar landið víða fjólubláum litum landsmönnum ýmist til ama eða unaðar. Framkvæmdastjóri Skógræktarfélags Reykjavíkur mælir með því að við lifum í sátt við lúpínuna og mælir gegn því að eitrað sé fyrir henni. Alaskalúpínan var fyrst flutt til Íslands um aldamótin 1900 sem garðplanta og um fimmtíu árum síðar var farið að nota hana í landgræðslu. Hún hefur víða gert sitt gagn en sitt sýnist hverjum um útbreiðslu hennar nú, en lúpínan hefur náð að dreifa sér hratt um landið. „Þetta er mjög gagnleg planta til landgræðslu og sem undanfari skógræktar, planta sem gerir Íslendingum mikið gagn og landinu þannig að ég held að menn eigi að fara mjög varlega í að tala um útrýmingu á jafn nytsamri plöntu og lúpínan er," segir Helgi Gíslason framkvæmdastjóri Skógræktarfélags Reykjavíkur. Náttúrufræðstofnun Íslands og Landgræðsla ríkisins gáfu nýverið út bækling um lúpínu og skógarkerfil. En þær plöntur flokkast sem ágengar og hafa þessar tvær stofnanir það að markmiðið að heft útbreiðslu þeirra. Í bæklingnum segir að til að hefta útbreiðslu lúpínunnar megi stínga upp stakar plöntur, slá lúpínubreiður, beita sauðfé á landið eða nota illgresiseyði. Helga finnst ekki ábyrgt að gefinn sé út leiðbeiningabæklingur þar sem hvatt er til eiturefnanotkunar út í náttúrunni. Það hafi líka komið í ljós í nýlegri evrópskri rannsókn, sem náði til átján landa, að það tiltekna eiturefni sem er mest notað sem illgresiseitur á Íslandi fannst í 10% til 90% tilvika í þvagi fólks í þessum átján löndum. „Þetta er einhver hlutur sem menn verða að skoða rækilega, ekki síst þar sem lúpínusvæði eru oft í kringum þéttbýli. Þetta getur borist í vatnið, þetta fer inn í fæðukeðjuna, mér finnst ekki rétt að gera þetta svona." Helgi mælir með hinni náttúrulegu aðferð vilji fólk losna við lúpínuna. „Ég mæli með hinni náttúrulegu aðferð. Grasafræðingar hafa bent á að hún virðist hörfa eftir þrjátíu til fimmtíu ár. Það er einfaldast að fólk sættist við þessa plöntu, að hún fái að skila sinni vinnu, hneigi sig síðan og fari," segir Helgi.
Mest lesið Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Innlent Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Innlent Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Innlent Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Innlent Brueckner neitar að ræða við bresk lögregluyfirvöld Erlent Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Innlent Þórdís Lóa ætlar ekki fram Innlent Vill drónavarnir á Íslandi Innlent Ölvaðir og í annarlegu ástandi Innlent Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Innlent Fleiri fréttir Þórdís Lóa ætlar ekki fram Ölvaðir og í annarlegu ástandi Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Vill drónavarnir á Íslandi Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Sundlauginni í Reykholti í Bláskógabyggð lokað í eitt ár Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Farið yfir Vítisenglamálið og drónavarnir á Íslandi Neysluvatnið óhreint eftir að aurskriða féll Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Myndband: Lögregla stóð vörð vegna Vítisenglaveislu Útgjöld vegna útlendingamála lækka um þriðjung Halla mun funda með Xi Jinping 40 ára afmæli Þorlákskirkju fagnað í Þorlákshöfn Vítisenglar lausir úr haldi og týndir ferðamenn Mikilvægt að sýna Grænlendingum stuðning Allir þrír lausir úr haldi Forseti Íslands ræðir fyrsta árið í embætti Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Sjá meira