Eigum að lifa í sátt við lúpínuna Ingveldur Geirsdóttir skrifar 28. júní 2013 19:07 Lúpínan er nú í blóma og málar landið víða fjólubláum litum landsmönnum ýmist til ama eða unaðar. Framkvæmdastjóri Skógræktarfélags Reykjavíkur mælir með því að við lifum í sátt við lúpínuna og mælir gegn því að eitrað sé fyrir henni. Alaskalúpínan var fyrst flutt til Íslands um aldamótin 1900 sem garðplanta og um fimmtíu árum síðar var farið að nota hana í landgræðslu. Hún hefur víða gert sitt gagn en sitt sýnist hverjum um útbreiðslu hennar nú, en lúpínan hefur náð að dreifa sér hratt um landið. „Þetta er mjög gagnleg planta til landgræðslu og sem undanfari skógræktar, planta sem gerir Íslendingum mikið gagn og landinu þannig að ég held að menn eigi að fara mjög varlega í að tala um útrýmingu á jafn nytsamri plöntu og lúpínan er," segir Helgi Gíslason framkvæmdastjóri Skógræktarfélags Reykjavíkur. Náttúrufræðstofnun Íslands og Landgræðsla ríkisins gáfu nýverið út bækling um lúpínu og skógarkerfil. En þær plöntur flokkast sem ágengar og hafa þessar tvær stofnanir það að markmiðið að heft útbreiðslu þeirra. Í bæklingnum segir að til að hefta útbreiðslu lúpínunnar megi stínga upp stakar plöntur, slá lúpínubreiður, beita sauðfé á landið eða nota illgresiseyði. Helga finnst ekki ábyrgt að gefinn sé út leiðbeiningabæklingur þar sem hvatt er til eiturefnanotkunar út í náttúrunni. Það hafi líka komið í ljós í nýlegri evrópskri rannsókn, sem náði til átján landa, að það tiltekna eiturefni sem er mest notað sem illgresiseitur á Íslandi fannst í 10% til 90% tilvika í þvagi fólks í þessum átján löndum. „Þetta er einhver hlutur sem menn verða að skoða rækilega, ekki síst þar sem lúpínusvæði eru oft í kringum þéttbýli. Þetta getur borist í vatnið, þetta fer inn í fæðukeðjuna, mér finnst ekki rétt að gera þetta svona." Helgi mælir með hinni náttúrulegu aðferð vilji fólk losna við lúpínuna. „Ég mæli með hinni náttúrulegu aðferð. Grasafræðingar hafa bent á að hún virðist hörfa eftir þrjátíu til fimmtíu ár. Það er einfaldast að fólk sættist við þessa plöntu, að hún fái að skila sinni vinnu, hneigi sig síðan og fari," segir Helgi. Mest lesið Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags Innlent Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Innlent Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Innlent Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Innlent Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Innlent Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Innlent Barinn við barinn en gerandinn farinn Innlent Fleiri fréttir Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags „Ómetanlegur fjársjóður“ í heimsókn á Íslandi Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Tollarnir sem bíta nú þegar, sögulegur fundur og fjársjóður Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Barinn við barinn en gerandinn farinn Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Gerðu langtímasamning um niðurgreidd liðskipti og brjóstaminnkun Dagbjartur aðstoðar Daða Má Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Fagnar áformum um mótun atvinnustefnu Úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um íkvekju Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB B sé ekki best Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu Sjá meira
Lúpínan er nú í blóma og málar landið víða fjólubláum litum landsmönnum ýmist til ama eða unaðar. Framkvæmdastjóri Skógræktarfélags Reykjavíkur mælir með því að við lifum í sátt við lúpínuna og mælir gegn því að eitrað sé fyrir henni. Alaskalúpínan var fyrst flutt til Íslands um aldamótin 1900 sem garðplanta og um fimmtíu árum síðar var farið að nota hana í landgræðslu. Hún hefur víða gert sitt gagn en sitt sýnist hverjum um útbreiðslu hennar nú, en lúpínan hefur náð að dreifa sér hratt um landið. „Þetta er mjög gagnleg planta til landgræðslu og sem undanfari skógræktar, planta sem gerir Íslendingum mikið gagn og landinu þannig að ég held að menn eigi að fara mjög varlega í að tala um útrýmingu á jafn nytsamri plöntu og lúpínan er," segir Helgi Gíslason framkvæmdastjóri Skógræktarfélags Reykjavíkur. Náttúrufræðstofnun Íslands og Landgræðsla ríkisins gáfu nýverið út bækling um lúpínu og skógarkerfil. En þær plöntur flokkast sem ágengar og hafa þessar tvær stofnanir það að markmiðið að heft útbreiðslu þeirra. Í bæklingnum segir að til að hefta útbreiðslu lúpínunnar megi stínga upp stakar plöntur, slá lúpínubreiður, beita sauðfé á landið eða nota illgresiseyði. Helga finnst ekki ábyrgt að gefinn sé út leiðbeiningabæklingur þar sem hvatt er til eiturefnanotkunar út í náttúrunni. Það hafi líka komið í ljós í nýlegri evrópskri rannsókn, sem náði til átján landa, að það tiltekna eiturefni sem er mest notað sem illgresiseitur á Íslandi fannst í 10% til 90% tilvika í þvagi fólks í þessum átján löndum. „Þetta er einhver hlutur sem menn verða að skoða rækilega, ekki síst þar sem lúpínusvæði eru oft í kringum þéttbýli. Þetta getur borist í vatnið, þetta fer inn í fæðukeðjuna, mér finnst ekki rétt að gera þetta svona." Helgi mælir með hinni náttúrulegu aðferð vilji fólk losna við lúpínuna. „Ég mæli með hinni náttúrulegu aðferð. Grasafræðingar hafa bent á að hún virðist hörfa eftir þrjátíu til fimmtíu ár. Það er einfaldast að fólk sættist við þessa plöntu, að hún fái að skila sinni vinnu, hneigi sig síðan og fari," segir Helgi.
Mest lesið Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags Innlent Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Innlent Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Innlent Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Innlent Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Innlent Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Innlent Barinn við barinn en gerandinn farinn Innlent Fleiri fréttir Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags „Ómetanlegur fjársjóður“ í heimsókn á Íslandi Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Tollarnir sem bíta nú þegar, sögulegur fundur og fjársjóður Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Barinn við barinn en gerandinn farinn Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Gerðu langtímasamning um niðurgreidd liðskipti og brjóstaminnkun Dagbjartur aðstoðar Daða Má Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Fagnar áformum um mótun atvinnustefnu Úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um íkvekju Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB B sé ekki best Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu Sjá meira