Ólafur Elíasson sýnir Tiltrú á Íslandi Bergsteinn Sigurðsson skrifar 4. júní 2013 15:37 Ólafur sýnir fjögur ný verk á sýningunni í i8. Fréttablaðið/Valli Ólafur Elíasson myndlistarmaður sýnir ný verk á sýningunni Tiltrú sem opnar í galleríinu i8 fimmtudaginn 6. júní. Þetta er fjórða einkasýning Ólafs í galleríinu og samanstendur af fjórum verkum, sem öll fjalla um staðsetningu mannsins í veröldinni, skynjun hans og upplifun. Ljósmyndaserían The Hut Series inniheldur myndir af fjallakofum á hálendi Íslands. Myndirnar voru teknar að vori, áður en snjóa leysir og jafnvel áður en hlerar hafa verið teknir frá gluggum. Glerverkið Your fading self (west) er frístandandi í sýningarrýminu og sést utan frá götu. Það stendur á steyptri uppistöðu, er að hluta gegnsætt og að hluta hjúpað daufum fölva sem setur sjónina úr jafnvægi um stund. Þriðja verkið er líka leikur að sjónskynjun. Fimm þríhyrndir speglar eru festir á einn vegg gallerísins og eru allir kenndir við hik eða efa (Hesitant movement sky; Hesitant movement ground, Hesitant movement up; Hesitant Movement right og Hesitant you). Fjórða verkið nefnist Trust compass og er áttaviti gerður er úr rekaviði og látúnsstöngum sem halda sívölum seglum. Sýningin stendur til 17. ágúst. Menning Mest lesið Ungt fólk setur vínbændur í erfiða stöðu Matur Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Lífið Mugison gekk í það heilaga við litla útiathöfn Lífið Myndaveisla: Samstaða og stolt í algleymingi í Gleðigöngunni Lífið Með sex sjúkdóma og ólæknandi mein en lætur ekkert stoppa sig Lífið Nígerísk hjón reisa glerkastala í Kjós og flytja inn tonn af blómum til að gifta sig aftur Lífið Krakkatían: Afmælistónleikar, maraþon og bílpróf Lífið Nígerískt stjörnubrúðkaup í Hallgrímskirkju Lífið Hvað er Labubu og hvers vegna eru allir að missa sig yfir því? Tíska og hönnun Myndaveisla: Tröllatrukkur og Rolls Royce á svæðinu þegar hjónin gengu út Lífið Fleiri fréttir Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira
Ólafur Elíasson myndlistarmaður sýnir ný verk á sýningunni Tiltrú sem opnar í galleríinu i8 fimmtudaginn 6. júní. Þetta er fjórða einkasýning Ólafs í galleríinu og samanstendur af fjórum verkum, sem öll fjalla um staðsetningu mannsins í veröldinni, skynjun hans og upplifun. Ljósmyndaserían The Hut Series inniheldur myndir af fjallakofum á hálendi Íslands. Myndirnar voru teknar að vori, áður en snjóa leysir og jafnvel áður en hlerar hafa verið teknir frá gluggum. Glerverkið Your fading self (west) er frístandandi í sýningarrýminu og sést utan frá götu. Það stendur á steyptri uppistöðu, er að hluta gegnsætt og að hluta hjúpað daufum fölva sem setur sjónina úr jafnvægi um stund. Þriðja verkið er líka leikur að sjónskynjun. Fimm þríhyrndir speglar eru festir á einn vegg gallerísins og eru allir kenndir við hik eða efa (Hesitant movement sky; Hesitant movement ground, Hesitant movement up; Hesitant Movement right og Hesitant you). Fjórða verkið nefnist Trust compass og er áttaviti gerður er úr rekaviði og látúnsstöngum sem halda sívölum seglum. Sýningin stendur til 17. ágúst.
Menning Mest lesið Ungt fólk setur vínbændur í erfiða stöðu Matur Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Lífið Mugison gekk í það heilaga við litla útiathöfn Lífið Myndaveisla: Samstaða og stolt í algleymingi í Gleðigöngunni Lífið Með sex sjúkdóma og ólæknandi mein en lætur ekkert stoppa sig Lífið Nígerísk hjón reisa glerkastala í Kjós og flytja inn tonn af blómum til að gifta sig aftur Lífið Krakkatían: Afmælistónleikar, maraþon og bílpróf Lífið Nígerískt stjörnubrúðkaup í Hallgrímskirkju Lífið Hvað er Labubu og hvers vegna eru allir að missa sig yfir því? Tíska og hönnun Myndaveisla: Tröllatrukkur og Rolls Royce á svæðinu þegar hjónin gengu út Lífið Fleiri fréttir Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira