Vigdís telur að manni sé borgað fyrir að rægja hana Karen Kjartansdóttir skrifar 27. maí 2013 19:29 Vigdís Hauksdóttir, þingmaður Framsóknarflokksins, telur augljóst að einhver fái greitt fyrir að rægja hana á netinu og spilla trúverðugleika hennar. Maður að nafni Eiríkur Magnússon sem hefur lengst af sagst vera verkfræðingur hjá Orkuveitu Reykjavíkur hefur mikið tjáð sig í gegnum Facebook og í athugasemdakerfum um Vigdísi. Hann virðist hreint ekki hrifinn af henni eins og sjá má af ummælum sem fylgja sjónvarpsútgáfu þessarar fréttar. Um síðustu helgi þótti Vigdísi nóg um illsku mannsins í sinn garð og hafði samband við félaga sinn hjá Orkuveitunni og spurði hvaða maður þetta væri sem svona skrifaði og hvað hún hefði gert honum. Kom þá í ljós að enginn maður með þessu nafni starfaði hjá fyrirtækinu. Og það sem meira var -- maðurinn virtist einnig tvífari norsks pínanóleikara á heimsmælikvarða, eða með öðrum orðum myndin var tekin af síðu þess norska. „Þessi maður er ekki til og líklega er þetta einhver sem þiggur laun fyrir að elta mig eða slíkt því umræðan síðustu fjögur ár í kommentakerfunum er náttúrulega alveg einstök. Oftast er þetta fólk sem er ekki til, þannig það hljóta einhverjir peningar að vera í dæminu Það getur ekki annað verið. Það er enginn sem leggur sig fram við það að elta stjórnmálamann eins og hefur verið gert í mínu tilfelli. Það er búið að skrifa um mig óhróður í fjögur ár og menn virðast ekki gefast upp," segir hún. Vigdís segist ekki gruna neinn um græsku. Það sé vond tilfinning að vita ekkert hvaðan óvildin sprettur. Undanfarin fjögur ár hafi ýmsir hvatt hana til að reyna uppræta nafnlaus níðskrif en hún ætli þó ekki að standa í því nema hótanir um líkamsmeiðingar eða líflát berist. Erfitt sé því við þetta að eiga og alltaf spretti upp nýir einstaklingar. Þannig ákvað þessi að loka síðunni sinni eftir að Eiríkur Hjálmarsson, upplýsingafulltrúi Orkuveitunnar, spurði hvort hann vildi ekki fara láta sjá sig við störf fyrst hann skrifaði undir merkjum fyrirtækisins. Síðunni var þá lokað en önnur eins og hefur nú verið stofnuð utan þess að þar er Orkuveitunnar hvergi getið. En telur Vigdís að þetta hafi orðið til þess að hún fékk ekki ráðherraembætti eins og hún vonaðist til? „Allt þetta hjálpar til við að skapa neikvæða ímynd af mér, að ég sé æst og ég sé heimsk. Þetta snertir mig ekki neitt en þetta hjálpar til við að skapa þessa neikvæðu ímynd af mér sem persónu en þetta kostaði mig ekkert ráðherraembættið. Því ég þarf fyrst og fremst traust formannsins til að setjast í ráðherrastól, ekkert annað," segir Vigdís. Mest lesið RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Erlent Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Innlent Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Innlent Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Ísraelsmenn handteknir fyrir að mótmæla stríðinu Erlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Innlent Sundlaugargestur handtekinn Innlent Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Innlent Fleiri fréttir RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð „Það gengur ekki að við séum með starfsemi sem sniðgengur lögin hér á Íslandi“ „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík Heilunarguðþjónustur í Lágafellskirkju njóta mikilla vinsælda „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Evrópa verði að hætta að stóla á Bandaríkin og ólögleg bílastæðagjöld Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Deilt um fund Trump og Pútín og leigubílamarkaðurinn Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Sundlaugargestur handtekinn Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Sjá meira
Vigdís Hauksdóttir, þingmaður Framsóknarflokksins, telur augljóst að einhver fái greitt fyrir að rægja hana á netinu og spilla trúverðugleika hennar. Maður að nafni Eiríkur Magnússon sem hefur lengst af sagst vera verkfræðingur hjá Orkuveitu Reykjavíkur hefur mikið tjáð sig í gegnum Facebook og í athugasemdakerfum um Vigdísi. Hann virðist hreint ekki hrifinn af henni eins og sjá má af ummælum sem fylgja sjónvarpsútgáfu þessarar fréttar. Um síðustu helgi þótti Vigdísi nóg um illsku mannsins í sinn garð og hafði samband við félaga sinn hjá Orkuveitunni og spurði hvaða maður þetta væri sem svona skrifaði og hvað hún hefði gert honum. Kom þá í ljós að enginn maður með þessu nafni starfaði hjá fyrirtækinu. Og það sem meira var -- maðurinn virtist einnig tvífari norsks pínanóleikara á heimsmælikvarða, eða með öðrum orðum myndin var tekin af síðu þess norska. „Þessi maður er ekki til og líklega er þetta einhver sem þiggur laun fyrir að elta mig eða slíkt því umræðan síðustu fjögur ár í kommentakerfunum er náttúrulega alveg einstök. Oftast er þetta fólk sem er ekki til, þannig það hljóta einhverjir peningar að vera í dæminu Það getur ekki annað verið. Það er enginn sem leggur sig fram við það að elta stjórnmálamann eins og hefur verið gert í mínu tilfelli. Það er búið að skrifa um mig óhróður í fjögur ár og menn virðast ekki gefast upp," segir hún. Vigdís segist ekki gruna neinn um græsku. Það sé vond tilfinning að vita ekkert hvaðan óvildin sprettur. Undanfarin fjögur ár hafi ýmsir hvatt hana til að reyna uppræta nafnlaus níðskrif en hún ætli þó ekki að standa í því nema hótanir um líkamsmeiðingar eða líflát berist. Erfitt sé því við þetta að eiga og alltaf spretti upp nýir einstaklingar. Þannig ákvað þessi að loka síðunni sinni eftir að Eiríkur Hjálmarsson, upplýsingafulltrúi Orkuveitunnar, spurði hvort hann vildi ekki fara láta sjá sig við störf fyrst hann skrifaði undir merkjum fyrirtækisins. Síðunni var þá lokað en önnur eins og hefur nú verið stofnuð utan þess að þar er Orkuveitunnar hvergi getið. En telur Vigdís að þetta hafi orðið til þess að hún fékk ekki ráðherraembætti eins og hún vonaðist til? „Allt þetta hjálpar til við að skapa neikvæða ímynd af mér, að ég sé æst og ég sé heimsk. Þetta snertir mig ekki neitt en þetta hjálpar til við að skapa þessa neikvæðu ímynd af mér sem persónu en þetta kostaði mig ekkert ráðherraembættið. Því ég þarf fyrst og fremst traust formannsins til að setjast í ráðherrastól, ekkert annað," segir Vigdís.
Mest lesið RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Erlent Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Innlent Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Innlent Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Ísraelsmenn handteknir fyrir að mótmæla stríðinu Erlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Innlent Sundlaugargestur handtekinn Innlent Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Innlent Fleiri fréttir RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð „Það gengur ekki að við séum með starfsemi sem sniðgengur lögin hér á Íslandi“ „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík Heilunarguðþjónustur í Lágafellskirkju njóta mikilla vinsælda „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Evrópa verði að hætta að stóla á Bandaríkin og ólögleg bílastæðagjöld Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Deilt um fund Trump og Pútín og leigubílamarkaðurinn Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Sundlaugargestur handtekinn Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Sjá meira