Vigdís telur að manni sé borgað fyrir að rægja hana Karen Kjartansdóttir skrifar 27. maí 2013 19:29 Vigdís Hauksdóttir, þingmaður Framsóknarflokksins, telur augljóst að einhver fái greitt fyrir að rægja hana á netinu og spilla trúverðugleika hennar. Maður að nafni Eiríkur Magnússon sem hefur lengst af sagst vera verkfræðingur hjá Orkuveitu Reykjavíkur hefur mikið tjáð sig í gegnum Facebook og í athugasemdakerfum um Vigdísi. Hann virðist hreint ekki hrifinn af henni eins og sjá má af ummælum sem fylgja sjónvarpsútgáfu þessarar fréttar. Um síðustu helgi þótti Vigdísi nóg um illsku mannsins í sinn garð og hafði samband við félaga sinn hjá Orkuveitunni og spurði hvaða maður þetta væri sem svona skrifaði og hvað hún hefði gert honum. Kom þá í ljós að enginn maður með þessu nafni starfaði hjá fyrirtækinu. Og það sem meira var -- maðurinn virtist einnig tvífari norsks pínanóleikara á heimsmælikvarða, eða með öðrum orðum myndin var tekin af síðu þess norska. „Þessi maður er ekki til og líklega er þetta einhver sem þiggur laun fyrir að elta mig eða slíkt því umræðan síðustu fjögur ár í kommentakerfunum er náttúrulega alveg einstök. Oftast er þetta fólk sem er ekki til, þannig það hljóta einhverjir peningar að vera í dæminu Það getur ekki annað verið. Það er enginn sem leggur sig fram við það að elta stjórnmálamann eins og hefur verið gert í mínu tilfelli. Það er búið að skrifa um mig óhróður í fjögur ár og menn virðast ekki gefast upp," segir hún. Vigdís segist ekki gruna neinn um græsku. Það sé vond tilfinning að vita ekkert hvaðan óvildin sprettur. Undanfarin fjögur ár hafi ýmsir hvatt hana til að reyna uppræta nafnlaus níðskrif en hún ætli þó ekki að standa í því nema hótanir um líkamsmeiðingar eða líflát berist. Erfitt sé því við þetta að eiga og alltaf spretti upp nýir einstaklingar. Þannig ákvað þessi að loka síðunni sinni eftir að Eiríkur Hjálmarsson, upplýsingafulltrúi Orkuveitunnar, spurði hvort hann vildi ekki fara láta sjá sig við störf fyrst hann skrifaði undir merkjum fyrirtækisins. Síðunni var þá lokað en önnur eins og hefur nú verið stofnuð utan þess að þar er Orkuveitunnar hvergi getið. En telur Vigdís að þetta hafi orðið til þess að hún fékk ekki ráðherraembætti eins og hún vonaðist til? „Allt þetta hjálpar til við að skapa neikvæða ímynd af mér, að ég sé æst og ég sé heimsk. Þetta snertir mig ekki neitt en þetta hjálpar til við að skapa þessa neikvæðu ímynd af mér sem persónu en þetta kostaði mig ekkert ráðherraembættið. Því ég þarf fyrst og fremst traust formannsins til að setjast í ráðherrastól, ekkert annað," segir Vigdís. Mest lesið Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Hvalfjarðargöng opin á ný Innlent „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Innlent Líkamsárás í farþegaskipi Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Fleiri fréttir Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Sjá meira
Vigdís Hauksdóttir, þingmaður Framsóknarflokksins, telur augljóst að einhver fái greitt fyrir að rægja hana á netinu og spilla trúverðugleika hennar. Maður að nafni Eiríkur Magnússon sem hefur lengst af sagst vera verkfræðingur hjá Orkuveitu Reykjavíkur hefur mikið tjáð sig í gegnum Facebook og í athugasemdakerfum um Vigdísi. Hann virðist hreint ekki hrifinn af henni eins og sjá má af ummælum sem fylgja sjónvarpsútgáfu þessarar fréttar. Um síðustu helgi þótti Vigdísi nóg um illsku mannsins í sinn garð og hafði samband við félaga sinn hjá Orkuveitunni og spurði hvaða maður þetta væri sem svona skrifaði og hvað hún hefði gert honum. Kom þá í ljós að enginn maður með þessu nafni starfaði hjá fyrirtækinu. Og það sem meira var -- maðurinn virtist einnig tvífari norsks pínanóleikara á heimsmælikvarða, eða með öðrum orðum myndin var tekin af síðu þess norska. „Þessi maður er ekki til og líklega er þetta einhver sem þiggur laun fyrir að elta mig eða slíkt því umræðan síðustu fjögur ár í kommentakerfunum er náttúrulega alveg einstök. Oftast er þetta fólk sem er ekki til, þannig það hljóta einhverjir peningar að vera í dæminu Það getur ekki annað verið. Það er enginn sem leggur sig fram við það að elta stjórnmálamann eins og hefur verið gert í mínu tilfelli. Það er búið að skrifa um mig óhróður í fjögur ár og menn virðast ekki gefast upp," segir hún. Vigdís segist ekki gruna neinn um græsku. Það sé vond tilfinning að vita ekkert hvaðan óvildin sprettur. Undanfarin fjögur ár hafi ýmsir hvatt hana til að reyna uppræta nafnlaus níðskrif en hún ætli þó ekki að standa í því nema hótanir um líkamsmeiðingar eða líflát berist. Erfitt sé því við þetta að eiga og alltaf spretti upp nýir einstaklingar. Þannig ákvað þessi að loka síðunni sinni eftir að Eiríkur Hjálmarsson, upplýsingafulltrúi Orkuveitunnar, spurði hvort hann vildi ekki fara láta sjá sig við störf fyrst hann skrifaði undir merkjum fyrirtækisins. Síðunni var þá lokað en önnur eins og hefur nú verið stofnuð utan þess að þar er Orkuveitunnar hvergi getið. En telur Vigdís að þetta hafi orðið til þess að hún fékk ekki ráðherraembætti eins og hún vonaðist til? „Allt þetta hjálpar til við að skapa neikvæða ímynd af mér, að ég sé æst og ég sé heimsk. Þetta snertir mig ekki neitt en þetta hjálpar til við að skapa þessa neikvæðu ímynd af mér sem persónu en þetta kostaði mig ekkert ráðherraembættið. Því ég þarf fyrst og fremst traust formannsins til að setjast í ráðherrastól, ekkert annað," segir Vigdís.
Mest lesið Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Hvalfjarðargöng opin á ný Innlent „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Innlent Líkamsárás í farþegaskipi Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Fleiri fréttir Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Sjá meira