Íbúar í Breiðholti gætu verið kærðir 3. maí 2013 20:38 Nokkrir íbúar í Breiðholti freistuðu þess í vikunni að endurheimta útsýni sitt og grisjuðu skóg á landi Reykjavíkurborgar. Umsjónarmaður svæðisins segir sérhagsmunagæslu íbúa dýrkeypta, skemmdirnar séu miklar og að lög hafi verið brotin. Það er óhætt að segja að skógræktarstarf í Breiðholti hafi gengið vel. Tré fyrir í grennd við Rituhóla voru gróðursett fyrir rúmlega þrjátíu árum en íbúarnir eru þó ekki sáttir, enda hafa trén dafnað vel og eru nú farin að skyggja á útsýni. Lóðirnar í Rituhólum og nærliggjandi götum voru á sínum tíma seldar sem útsýnislóðir. En nú teygja aspirnar og grenið anga sína hátt og útsýnið sem margir fjárfestu í er upp á marga fiska í dag. Fyrsta maí tóku íbúar í Rituhólum sig saman og gengu á trén. Mörg tré féllu í þessum aðgerðum. „Við erum ekki búin að telja þau, en þau hlaupa á tugum og skemmdirnar eru miklar. Þau höggva þarna tré sem eru 1,80 m á hæð og skilja stubbana eftir. Þetta hefur reyndar verið vandamál undanfarin ár. En ekki í svona miklu mæli eins og er núna. Þessi tré sem voru felld núna eru mörg hver orðin þrjátíu ára. Þau voru svipt sínu dvalarlífi af örfáum íbúum og sérhagsmunum," segir Björn Júlíusson, umsjónarmaður Útmarka Reykjavíkurborgar. Við ræddum við nokkra íbúa í Rituhólum í dag. Þau ítrekuðu við fréttastofu að leyfi hefði fengist til að grysja skóginn hjá Reykjavíkurborg og það í tengslum við hreinsunarátakið. Björn samþykkir ekki þessi rök og segir það af og frá að íbúar hafi fengið leyfi, þeir hafi brotið lög. Varðandi grysjun í Elliðaárdalnum segir Björn að hún hafi farið fram reglulega. „Um tíma voru þetta uppblásnir melar. Þeir voru ræktaðir upp og allir voru ánægðir með það. Þó svo að þau hafi misst eitthvað útsýni þá er nú lítið mál að bregða sér aðeins út úr húsi og skoða,“ segir Björn. Er möguleiki á að þetta verði kært? „Það er vel mögulegt já.“ Mest lesið Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands Erlent Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Innlent Handtóku fimm ára dreng og föður hans og sendu til Texas Erlent Rutte samdi ekki við Trump fyrir hönd danska konungsríkisins Erlent Kjósendur Flokks fólksins ekki fyrir framan tölvu alla daga Innlent Algjörlega óásættanleg staða Innlent Davos-vaktin: „Við fengum allt sem við vildum“ Erlent Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Innlent Hættu við lendingu í miðju aðflugi Innlent Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Innlent Fleiri fréttir Ósammála um hvort Heiða sé „atvinnupólitíkus“ eða ekki Kjósendur Flokks fólksins ekki fyrir framan tölvu alla daga Ölvaður og árásargjarn handtekinn í verslunarmiðstöð Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Algjörlega óásættanleg staða Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Þjóðaröryggisráð boðað til fundar Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Formaður Sjálfstæðisflokksins fer yfir þunga stöðu Hættu við lendingu í miðju aðflugi Taldi sig mega birta nektarmyndir af fyrrverandi en dómarinn hélt ekki Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Drógu dauðan hval lengst út í hafsauga Segir gagnrýni minnihlutans til þess gerða að dreifa athygli Nú má heita Friðálv Gletting Lucíuson Náðu sex byssum úr byssuskáp á Akureyri Parísarheimsókn fjárlaganefndar „mjög fróðleg“ Með 29 kíló af maríjúana í töskunum Brúnni yfir Helluvatn lokað í fimm vikur Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara „Það er ekki laust við að það fari um mann“ Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Milljarða útspil meirihlutans „fullkomlega ábyrgðarlaust“ og lykti af prófkjörsbaráttu Ákærður fyrir nauðgun á nýársdag Markverð tíðindi í nýrri Maskínukönnun um fylgið á landsvísu Hátt í tíu þúsund manns án atvinnu í desember Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Hættur í Viðreisn og sækist eftir formennsku í SI Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Sjá meira
Nokkrir íbúar í Breiðholti freistuðu þess í vikunni að endurheimta útsýni sitt og grisjuðu skóg á landi Reykjavíkurborgar. Umsjónarmaður svæðisins segir sérhagsmunagæslu íbúa dýrkeypta, skemmdirnar séu miklar og að lög hafi verið brotin. Það er óhætt að segja að skógræktarstarf í Breiðholti hafi gengið vel. Tré fyrir í grennd við Rituhóla voru gróðursett fyrir rúmlega þrjátíu árum en íbúarnir eru þó ekki sáttir, enda hafa trén dafnað vel og eru nú farin að skyggja á útsýni. Lóðirnar í Rituhólum og nærliggjandi götum voru á sínum tíma seldar sem útsýnislóðir. En nú teygja aspirnar og grenið anga sína hátt og útsýnið sem margir fjárfestu í er upp á marga fiska í dag. Fyrsta maí tóku íbúar í Rituhólum sig saman og gengu á trén. Mörg tré féllu í þessum aðgerðum. „Við erum ekki búin að telja þau, en þau hlaupa á tugum og skemmdirnar eru miklar. Þau höggva þarna tré sem eru 1,80 m á hæð og skilja stubbana eftir. Þetta hefur reyndar verið vandamál undanfarin ár. En ekki í svona miklu mæli eins og er núna. Þessi tré sem voru felld núna eru mörg hver orðin þrjátíu ára. Þau voru svipt sínu dvalarlífi af örfáum íbúum og sérhagsmunum," segir Björn Júlíusson, umsjónarmaður Útmarka Reykjavíkurborgar. Við ræddum við nokkra íbúa í Rituhólum í dag. Þau ítrekuðu við fréttastofu að leyfi hefði fengist til að grysja skóginn hjá Reykjavíkurborg og það í tengslum við hreinsunarátakið. Björn samþykkir ekki þessi rök og segir það af og frá að íbúar hafi fengið leyfi, þeir hafi brotið lög. Varðandi grysjun í Elliðaárdalnum segir Björn að hún hafi farið fram reglulega. „Um tíma voru þetta uppblásnir melar. Þeir voru ræktaðir upp og allir voru ánægðir með það. Þó svo að þau hafi misst eitthvað útsýni þá er nú lítið mál að bregða sér aðeins út úr húsi og skoða,“ segir Björn. Er möguleiki á að þetta verði kært? „Það er vel mögulegt já.“
Mest lesið Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands Erlent Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Innlent Handtóku fimm ára dreng og föður hans og sendu til Texas Erlent Rutte samdi ekki við Trump fyrir hönd danska konungsríkisins Erlent Kjósendur Flokks fólksins ekki fyrir framan tölvu alla daga Innlent Algjörlega óásættanleg staða Innlent Davos-vaktin: „Við fengum allt sem við vildum“ Erlent Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Innlent Hættu við lendingu í miðju aðflugi Innlent Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Innlent Fleiri fréttir Ósammála um hvort Heiða sé „atvinnupólitíkus“ eða ekki Kjósendur Flokks fólksins ekki fyrir framan tölvu alla daga Ölvaður og árásargjarn handtekinn í verslunarmiðstöð Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Algjörlega óásættanleg staða Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Þjóðaröryggisráð boðað til fundar Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Formaður Sjálfstæðisflokksins fer yfir þunga stöðu Hættu við lendingu í miðju aðflugi Taldi sig mega birta nektarmyndir af fyrrverandi en dómarinn hélt ekki Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Drógu dauðan hval lengst út í hafsauga Segir gagnrýni minnihlutans til þess gerða að dreifa athygli Nú má heita Friðálv Gletting Lucíuson Náðu sex byssum úr byssuskáp á Akureyri Parísarheimsókn fjárlaganefndar „mjög fróðleg“ Með 29 kíló af maríjúana í töskunum Brúnni yfir Helluvatn lokað í fimm vikur Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara „Það er ekki laust við að það fari um mann“ Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Milljarða útspil meirihlutans „fullkomlega ábyrgðarlaust“ og lykti af prófkjörsbaráttu Ákærður fyrir nauðgun á nýársdag Markverð tíðindi í nýrri Maskínukönnun um fylgið á landsvísu Hátt í tíu þúsund manns án atvinnu í desember Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Hættur í Viðreisn og sækist eftir formennsku í SI Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Sjá meira