Íbúar í Breiðholti gætu verið kærðir 3. maí 2013 20:38 Nokkrir íbúar í Breiðholti freistuðu þess í vikunni að endurheimta útsýni sitt og grisjuðu skóg á landi Reykjavíkurborgar. Umsjónarmaður svæðisins segir sérhagsmunagæslu íbúa dýrkeypta, skemmdirnar séu miklar og að lög hafi verið brotin. Það er óhætt að segja að skógræktarstarf í Breiðholti hafi gengið vel. Tré fyrir í grennd við Rituhóla voru gróðursett fyrir rúmlega þrjátíu árum en íbúarnir eru þó ekki sáttir, enda hafa trén dafnað vel og eru nú farin að skyggja á útsýni. Lóðirnar í Rituhólum og nærliggjandi götum voru á sínum tíma seldar sem útsýnislóðir. En nú teygja aspirnar og grenið anga sína hátt og útsýnið sem margir fjárfestu í er upp á marga fiska í dag. Fyrsta maí tóku íbúar í Rituhólum sig saman og gengu á trén. Mörg tré féllu í þessum aðgerðum. „Við erum ekki búin að telja þau, en þau hlaupa á tugum og skemmdirnar eru miklar. Þau höggva þarna tré sem eru 1,80 m á hæð og skilja stubbana eftir. Þetta hefur reyndar verið vandamál undanfarin ár. En ekki í svona miklu mæli eins og er núna. Þessi tré sem voru felld núna eru mörg hver orðin þrjátíu ára. Þau voru svipt sínu dvalarlífi af örfáum íbúum og sérhagsmunum," segir Björn Júlíusson, umsjónarmaður Útmarka Reykjavíkurborgar. Við ræddum við nokkra íbúa í Rituhólum í dag. Þau ítrekuðu við fréttastofu að leyfi hefði fengist til að grysja skóginn hjá Reykjavíkurborg og það í tengslum við hreinsunarátakið. Björn samþykkir ekki þessi rök og segir það af og frá að íbúar hafi fengið leyfi, þeir hafi brotið lög. Varðandi grysjun í Elliðaárdalnum segir Björn að hún hafi farið fram reglulega. „Um tíma voru þetta uppblásnir melar. Þeir voru ræktaðir upp og allir voru ánægðir með það. Þó svo að þau hafi misst eitthvað útsýni þá er nú lítið mál að bregða sér aðeins út úr húsi og skoða,“ segir Björn. Er möguleiki á að þetta verði kært? „Það er vel mögulegt já.“ Mest lesið Hrakfarir á heimleið frá Tene: „Ferðumst innanlands á næstunni og engar jólagjafir í ár“ Innlent Vilja nýja leið fyrir strætó í Fossvogi í gegnum tvo botnlanga Innlent Flugumferðarstjórar boða vinnustöðvun Innlent Loka sendiráðinu örfáum dögum eftir veitingu Nóbelsverðlauna Erlent Enn verið að slökkva í síðustu glæðunum Innlent Afþakka „fáránlegt“ 250 milljóna framlag Jöfnunarsjóðs Innlent Hegseth í stríði við blaðamenn Erlent Aðeins fjórum líkum af 28 skilað og óvíst um afvopnun Erlent „Mjög slæmt og erfitt að horfa upp á svona“ Innlent Aftur á fjöllum og í veiði á fjórhjóli fyrir fólk með skerta hreyfigetu Innlent Fleiri fréttir Loka fyrir kalt vatn í Salahverfi annað kvöld „Mjög slæmt og erfitt að horfa upp á svona“ Minniháttar eldur í Nytjamarkaði á Selfossi Afþakka „fáránlegt“ 250 milljóna framlag Jöfnunarsjóðs Verkfall yfirvofandi hjá flugumferðarstjórum og stórbruni á Siglufirði Aftur á fjöllum og í veiði á fjórhjóli fyrir fólk með skerta hreyfigetu Átján ára veitti manni „langan og djúpan gapandi skurð“ Kókaín, MDMA og mikið magn ketamíns í Norrænu Flugumferðarstjórar boða vinnustöðvun Meirihluti hlynntur aðskilnaði ríkis og kirkju Aldrei færri á móti olíuleit vegna náttúruverndarsjónarmiða „Aðstoðin verður að fá greiða leið inn á Gasa“ Eldur í nýbyggingu í Gufunesi Enn verið að slökkva í síðustu glæðunum Vilja nýja leið fyrir strætó í Fossvogi í gegnum tvo botnlanga Slagorð í anda erlendra flokka sem setja þjóðernishyggju á oddinn Hrakfarir á heimleið frá Tene: „Ferðumst innanlands á næstunni og engar jólagjafir í ár“ Eldur logar á Siglufirði Bréfin björguðu lífi hans í rússneska fangelsinu „Enn einn hundur dáinn“ og kallað eftir úrbótum hjá borginni Bókaþjófur herjar á íslenska rithöfunda á ný Martraðarkennd reynsla í fangelsi hjóm í samanburði við þjáningu Palestínumanna Magga Stína segir sögu sína í kvöldfréttum Fannst sofandi í gámi og var vísað í burtu Annar starfsmaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins hættir Myndu ekki vilja stýra sveitarfélagi sem þvingað væri til sameiningar Blaðamaður DV ekki brotlegur í umfjöllun um hæfi lögreglustjórans í Eyjum Heimferðin frá Tenerife algjör martröð Enn vesen í Vesturbæjarlaug Búið að birta umhverfismatsskýrslu fyrir Sundabraut Sjá meira
Nokkrir íbúar í Breiðholti freistuðu þess í vikunni að endurheimta útsýni sitt og grisjuðu skóg á landi Reykjavíkurborgar. Umsjónarmaður svæðisins segir sérhagsmunagæslu íbúa dýrkeypta, skemmdirnar séu miklar og að lög hafi verið brotin. Það er óhætt að segja að skógræktarstarf í Breiðholti hafi gengið vel. Tré fyrir í grennd við Rituhóla voru gróðursett fyrir rúmlega þrjátíu árum en íbúarnir eru þó ekki sáttir, enda hafa trén dafnað vel og eru nú farin að skyggja á útsýni. Lóðirnar í Rituhólum og nærliggjandi götum voru á sínum tíma seldar sem útsýnislóðir. En nú teygja aspirnar og grenið anga sína hátt og útsýnið sem margir fjárfestu í er upp á marga fiska í dag. Fyrsta maí tóku íbúar í Rituhólum sig saman og gengu á trén. Mörg tré féllu í þessum aðgerðum. „Við erum ekki búin að telja þau, en þau hlaupa á tugum og skemmdirnar eru miklar. Þau höggva þarna tré sem eru 1,80 m á hæð og skilja stubbana eftir. Þetta hefur reyndar verið vandamál undanfarin ár. En ekki í svona miklu mæli eins og er núna. Þessi tré sem voru felld núna eru mörg hver orðin þrjátíu ára. Þau voru svipt sínu dvalarlífi af örfáum íbúum og sérhagsmunum," segir Björn Júlíusson, umsjónarmaður Útmarka Reykjavíkurborgar. Við ræddum við nokkra íbúa í Rituhólum í dag. Þau ítrekuðu við fréttastofu að leyfi hefði fengist til að grysja skóginn hjá Reykjavíkurborg og það í tengslum við hreinsunarátakið. Björn samþykkir ekki þessi rök og segir það af og frá að íbúar hafi fengið leyfi, þeir hafi brotið lög. Varðandi grysjun í Elliðaárdalnum segir Björn að hún hafi farið fram reglulega. „Um tíma voru þetta uppblásnir melar. Þeir voru ræktaðir upp og allir voru ánægðir með það. Þó svo að þau hafi misst eitthvað útsýni þá er nú lítið mál að bregða sér aðeins út úr húsi og skoða,“ segir Björn. Er möguleiki á að þetta verði kært? „Það er vel mögulegt já.“
Mest lesið Hrakfarir á heimleið frá Tene: „Ferðumst innanlands á næstunni og engar jólagjafir í ár“ Innlent Vilja nýja leið fyrir strætó í Fossvogi í gegnum tvo botnlanga Innlent Flugumferðarstjórar boða vinnustöðvun Innlent Loka sendiráðinu örfáum dögum eftir veitingu Nóbelsverðlauna Erlent Enn verið að slökkva í síðustu glæðunum Innlent Afþakka „fáránlegt“ 250 milljóna framlag Jöfnunarsjóðs Innlent Hegseth í stríði við blaðamenn Erlent Aðeins fjórum líkum af 28 skilað og óvíst um afvopnun Erlent „Mjög slæmt og erfitt að horfa upp á svona“ Innlent Aftur á fjöllum og í veiði á fjórhjóli fyrir fólk með skerta hreyfigetu Innlent Fleiri fréttir Loka fyrir kalt vatn í Salahverfi annað kvöld „Mjög slæmt og erfitt að horfa upp á svona“ Minniháttar eldur í Nytjamarkaði á Selfossi Afþakka „fáránlegt“ 250 milljóna framlag Jöfnunarsjóðs Verkfall yfirvofandi hjá flugumferðarstjórum og stórbruni á Siglufirði Aftur á fjöllum og í veiði á fjórhjóli fyrir fólk með skerta hreyfigetu Átján ára veitti manni „langan og djúpan gapandi skurð“ Kókaín, MDMA og mikið magn ketamíns í Norrænu Flugumferðarstjórar boða vinnustöðvun Meirihluti hlynntur aðskilnaði ríkis og kirkju Aldrei færri á móti olíuleit vegna náttúruverndarsjónarmiða „Aðstoðin verður að fá greiða leið inn á Gasa“ Eldur í nýbyggingu í Gufunesi Enn verið að slökkva í síðustu glæðunum Vilja nýja leið fyrir strætó í Fossvogi í gegnum tvo botnlanga Slagorð í anda erlendra flokka sem setja þjóðernishyggju á oddinn Hrakfarir á heimleið frá Tene: „Ferðumst innanlands á næstunni og engar jólagjafir í ár“ Eldur logar á Siglufirði Bréfin björguðu lífi hans í rússneska fangelsinu „Enn einn hundur dáinn“ og kallað eftir úrbótum hjá borginni Bókaþjófur herjar á íslenska rithöfunda á ný Martraðarkennd reynsla í fangelsi hjóm í samanburði við þjáningu Palestínumanna Magga Stína segir sögu sína í kvöldfréttum Fannst sofandi í gámi og var vísað í burtu Annar starfsmaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins hættir Myndu ekki vilja stýra sveitarfélagi sem þvingað væri til sameiningar Blaðamaður DV ekki brotlegur í umfjöllun um hæfi lögreglustjórans í Eyjum Heimferðin frá Tenerife algjör martröð Enn vesen í Vesturbæjarlaug Búið að birta umhverfismatsskýrslu fyrir Sundabraut Sjá meira