Innlent

Frétt um útstrikanir reyndist röng

Frétt um útstrikanir oddvita frambjóðenda í Reykjavíkurkjördæmi norður, sem Vísir greindi frá fyrr í dag, er röng. Vísir greindi þar frá því að Björt Ólafsdóttir hefði verið með hæsta hlutfall útstrikana og að Illugi Gunnarsson, oddviti Sjálfstæðisflokksins, hefði verið oftast strikaður út.

Þetta er rangt auk annarra tölfræðilegra upplýsinga í fréttinni, en ástæðan er sú að skýrslan sem kjörstjórn Reykjavíkurkjördæmis norður sendi á landskjörstjórn, Hagstofu og Vísi reyndist ekki áreiðanleg.

Þar má finna villur og samkvæmt Þorkeli Helgasyni stærðfræðingi átti eftir að sannreyna tölurnar, sem sumar hverjar reyndust rangar. Vísir biðst auðvitað afsökunar á þessum mistökum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×