Innlent

Egill fer með rangt mál - hann skuldar Steingrími viskíflösku

Boði Logason skrifar
Tekið skal fram að tegundin af viskíinu er valin af handahófi á þessari mynd.
Tekið skal fram að tegundin af viskíinu er valin af handahófi á þessari mynd.
Steingrímur J. Sigfússon, fyrrverandi formaður Vinstri Grænna, og Egill Helgason sjónvarpsmaður veðjuðu sín á milli fyrir kosningarnar árið 2007.

Egill sagði frá þessu veðmáli í þættinum Silfri Egils í gær en tók fram að það væri mjög mikið leyndarmál. Veðmálið fólst í því að Egill sagði að Vinstri Grænir myndu fá undir tíu prósent atkvæða en Steingrímur sagði að flokkurinn færi yfir tíu prósentin.

„Og þeir urðu fyrir neðan tíu prósentin, og við veðjuðum upp á viskíflösku, og Steingrímur er ekki enn búinn að borga mér flöskuna,“ sagði Egill í þættinum.

En eftir því sem fréttastofa kemst næst, þá er það ekki Steingrímur sem skuldar Agli viskíflösku heldur er það Egill sem skuldar formanninum fyrrverandi flöskuna.

Af því að samkvæmt tölum Hagstofu Íslands, sem heldur utan um kosningaúrslit hér á landi, fékk Vinstri hreyfingin grænt framboð 14,3 prósent atkvæða í kosningunum árið 2007.

Steingrímur J. vann því veðmálið, enda flokkurinn langt yfir 10 prósentin.



Uppfært 10:24:


Egill segir í athugasemdarkerfi Vísis að hann hafi farið áravillt, veðmálið hafi verið gert fyrir kosningarnar 2003, þegar VG fékk 8,8 prósent atkvæða. „En flöskuna vil ég ekki sjá,“ segir Egill.

Horfa má á þáttinn hér(Egill segir frá veðmálinu á 4. mínútu.)




Fleiri fréttir

Sjá meira


×