Segir hátt í 170 hafa séð fljúgandi furðuhluti á Íslandi 22. apríl 2013 21:54 Magnús Skarphéðinsson, formaður félags áhugamanna um fljúgandi furðuhluti, segir að hann hafi skráð um 170 reynslusögur einstaklinga á Íslandi sem hafa séð fljúgandi furðuhluti. Þar af séu um 30 frásagnir mjög nákvæmar. Þetta kom fram í Síðdegisútvarpinu á Rás 2 þar sem rætt var við Magnús í tilefni af því að heimildarmyndin Sirius var frumsýnd í dag. Myndin hefur vakið heimsathygli þar sem aðstandendur myndarinnar, hópur bandarískra kvikmyndagerðarmanna, fullyrða að smávaxin geimvera hafi fundist í eyðimörkinni í Síle. Framleiðendur myndarinnar halda því fram að geimveran sé ævaforn og afar smávaxin í þokkabót, eða fimmtán sentímetrar. Í heimildarmyndinni er jafnframt rýnt í erfðaefni verunnar en kvikmyndagerðarmennirnir fullyrða að genamengi hennar eigi ekki hliðstæðu í náttúru jarðarinnar. Magnús segir í Síðdegisútvarpinu að hann fagni því að vönduð heimildarmynd hafi verið gerð um málefnið og bætir við að það sé í raun undarlegt að menn skuli telja nokkurn vafa á því að það sé líf á öðrum hnöttum þar sem frásagnir um heimsóknir vera frá öðrum plánetu séu milljónir talsins. Magnús segir að á Íslandi hafi hann tekið saman á milli 160 og 170 frásagnir. Um sannleiksgildi þeirra segir hann að viðtölin séu tekin upp og svo rætt aftur við vitni ári síðar. Þannig sé hægt að sannreyna frásagnir ef smáatriðin stemma í hvert skiptið sem viðtölin eru tekin. Hann segir raunar helming vitnisburðanna fjalla um ljós á næturhimninum, sem hann telur líklegast fljúgandi furðuhluti. „En svo eru til frásagnir eins og þegar Alda Jónsdóttir og maður hennar sáu á Norðlingabrautinni þrjá silfurlitaða diska koma yfir rauðavatnið, þeir stoppuðu þar í smástund og skutust svo í burtu,“ segir Magnús. Hægt er að hlusta á viðtalið hér. Stiklu úr heimildarmyndinni má sjá hér fyrir ofan. Mest lesið Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Innlent „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Innlent „Þetta virðast vera einu gjöldin sem ekki má snerta“ Innlent Skipstjóri handtekinn í Reykjavíkurhöfn Innlent Piltur reyndi að stöðva árás föður sem ógnaði móðurinni með hníf Innlent Ákvörðun dómsmálaráðherra gríðarleg vonbrigði Innlent Lögreglan lýsir eftir Hebu Ýr Innlent Kolfelldu tillögu minnihlutans: „Það er meirihlutinn sem stýrir dagskránni“ Innlent Flugvél Play lenti í hagléli og þurfti að snúa við Innlent Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent Fleiri fréttir Konan er komin í leitirnar Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Alls 246 ökumenn sektaðir og átta sviptir vegna hraðaksturs Eldri borgarar skemmtu sér í múmínkastalanum Menn á sextugs- og sjötugsaldri grunaðir um stórfellt fíkniefnabrot Nýjasta útspil Ísraela á Gasa minni á „lokalausn“ nasistanna Handviss um að Sjálfstæðisflokkurinn fái yfir þrjátíu prósent Kolfelldu tillögu minnihlutans: „Það er meirihlutinn sem stýrir dagskránni“ „Þetta virðast vera einu gjöldin sem ekki má snerta“ Skráningargjöld, fylgistap og gettó á Gasa Bæjarráð Voga vill gera ráð fyrir flugvelli í Hvassahrauni Leggur til þjóðaratkvæðagreiðslu um bókun 35 Piltur reyndi að stöðva árás föður sem ógnaði móðurinni með hníf Flugvél Play lenti í hagléli og þurfti að snúa við Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Óskar viðbragða ráðherra við löngum afgreiðslutíma Lögregla lýsir eftir heilabilaðri konu á Akureyri „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Vilja taka fjármálaáætlun til umræðu Einu verslun Þingeyringa lokað Aðsóknarmet slegið í lögreglunám Skipstjóri handtekinn í Reykjavíkurhöfn Ákvörðun dómsmálaráðherra gríðarleg vonbrigði Lögreglan lýsir eftir Hebu Ýr Öll tölfræði um málþófið á einum stað: Íslandsmet á næsta sólarhring „Þetta er bara hálfkák og ekkert annað“ Skiltið hluti af stærra vandamáli sem dragi úr lífsgæðum Spyr hvort berja megi blaðamenn í ljósi sýknudómsins Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Fjársvelt geðheilbrigðisúrræði og boltaleikjabann Sjá meira
Magnús Skarphéðinsson, formaður félags áhugamanna um fljúgandi furðuhluti, segir að hann hafi skráð um 170 reynslusögur einstaklinga á Íslandi sem hafa séð fljúgandi furðuhluti. Þar af séu um 30 frásagnir mjög nákvæmar. Þetta kom fram í Síðdegisútvarpinu á Rás 2 þar sem rætt var við Magnús í tilefni af því að heimildarmyndin Sirius var frumsýnd í dag. Myndin hefur vakið heimsathygli þar sem aðstandendur myndarinnar, hópur bandarískra kvikmyndagerðarmanna, fullyrða að smávaxin geimvera hafi fundist í eyðimörkinni í Síle. Framleiðendur myndarinnar halda því fram að geimveran sé ævaforn og afar smávaxin í þokkabót, eða fimmtán sentímetrar. Í heimildarmyndinni er jafnframt rýnt í erfðaefni verunnar en kvikmyndagerðarmennirnir fullyrða að genamengi hennar eigi ekki hliðstæðu í náttúru jarðarinnar. Magnús segir í Síðdegisútvarpinu að hann fagni því að vönduð heimildarmynd hafi verið gerð um málefnið og bætir við að það sé í raun undarlegt að menn skuli telja nokkurn vafa á því að það sé líf á öðrum hnöttum þar sem frásagnir um heimsóknir vera frá öðrum plánetu séu milljónir talsins. Magnús segir að á Íslandi hafi hann tekið saman á milli 160 og 170 frásagnir. Um sannleiksgildi þeirra segir hann að viðtölin séu tekin upp og svo rætt aftur við vitni ári síðar. Þannig sé hægt að sannreyna frásagnir ef smáatriðin stemma í hvert skiptið sem viðtölin eru tekin. Hann segir raunar helming vitnisburðanna fjalla um ljós á næturhimninum, sem hann telur líklegast fljúgandi furðuhluti. „En svo eru til frásagnir eins og þegar Alda Jónsdóttir og maður hennar sáu á Norðlingabrautinni þrjá silfurlitaða diska koma yfir rauðavatnið, þeir stoppuðu þar í smástund og skutust svo í burtu,“ segir Magnús. Hægt er að hlusta á viðtalið hér. Stiklu úr heimildarmyndinni má sjá hér fyrir ofan.
Mest lesið Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Innlent „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Innlent „Þetta virðast vera einu gjöldin sem ekki má snerta“ Innlent Skipstjóri handtekinn í Reykjavíkurhöfn Innlent Piltur reyndi að stöðva árás föður sem ógnaði móðurinni með hníf Innlent Ákvörðun dómsmálaráðherra gríðarleg vonbrigði Innlent Lögreglan lýsir eftir Hebu Ýr Innlent Kolfelldu tillögu minnihlutans: „Það er meirihlutinn sem stýrir dagskránni“ Innlent Flugvél Play lenti í hagléli og þurfti að snúa við Innlent Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent Fleiri fréttir Konan er komin í leitirnar Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Alls 246 ökumenn sektaðir og átta sviptir vegna hraðaksturs Eldri borgarar skemmtu sér í múmínkastalanum Menn á sextugs- og sjötugsaldri grunaðir um stórfellt fíkniefnabrot Nýjasta útspil Ísraela á Gasa minni á „lokalausn“ nasistanna Handviss um að Sjálfstæðisflokkurinn fái yfir þrjátíu prósent Kolfelldu tillögu minnihlutans: „Það er meirihlutinn sem stýrir dagskránni“ „Þetta virðast vera einu gjöldin sem ekki má snerta“ Skráningargjöld, fylgistap og gettó á Gasa Bæjarráð Voga vill gera ráð fyrir flugvelli í Hvassahrauni Leggur til þjóðaratkvæðagreiðslu um bókun 35 Piltur reyndi að stöðva árás föður sem ógnaði móðurinni með hníf Flugvél Play lenti í hagléli og þurfti að snúa við Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Óskar viðbragða ráðherra við löngum afgreiðslutíma Lögregla lýsir eftir heilabilaðri konu á Akureyri „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Vilja taka fjármálaáætlun til umræðu Einu verslun Þingeyringa lokað Aðsóknarmet slegið í lögreglunám Skipstjóri handtekinn í Reykjavíkurhöfn Ákvörðun dómsmálaráðherra gríðarleg vonbrigði Lögreglan lýsir eftir Hebu Ýr Öll tölfræði um málþófið á einum stað: Íslandsmet á næsta sólarhring „Þetta er bara hálfkák og ekkert annað“ Skiltið hluti af stærra vandamáli sem dragi úr lífsgæðum Spyr hvort berja megi blaðamenn í ljósi sýknudómsins Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Fjársvelt geðheilbrigðisúrræði og boltaleikjabann Sjá meira
Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent
Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent