Innlent

Framsókn enn stærstur þrátt fyrir minnkandi fylgi

Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar

Framsóknarflokkurinn nýtur enn mest fylgis þeirra flokka sem bjóða fram í kosningunum á laugardaginn þrátt fyrir að fylgi hans hafi dalað. Þetta sýnir ný könnun Stöðvar 2 og Fréttablaðsins. Stjórnarflokkarnir bæta við sig fylgi og eru Vinstri-græn á mikilli siglingu.

Könnunin var gerð dagana 22. til 24. apríl. Hún sýnir að Björt framtíð bætir við sig fylgi frá könnun Stöðvar 2 og Fréttablaðsins í síðustu viku en 7,7% þeirra sem tóku þátt myndu kjósa flokkinn ef að kosið yrði nú.

Framsóknarflokkurinn nýtur enn mest fylgis meðal kjósenda og fengi 25,6% atkvæða ef að kosið yrði nú. Það er nokkuð minna en í síðustu könnun.

Þá sögðust 23% styðja Sjálfstæðisflokkinn, færri en í síðustu könnun.

Fylgi Samfylkingarinnar eykst á milli kannana og mælist nú 14,8%. Fylgi Vinstri-grænna eykst töluvert og mælist nú 11% en var tæp 8% í síðustu könnun. 6,4% ætla að kjósa Pírata. Aðrir flokkar næðu ekki manni inn á þing ef að kosið yrði nú. Sá flokkur sem kemst næst því er Dögun sem fengi 3% atkvæða.

Ef að þetta yrði niðurstaða kosninganna fengi Björt framtíð 5 menn kjörna, Framsóknarflokkurinn 19, Sjálfstæðisflokkurinn 17, Samfylking 10, Vinstri-græn 8 og Píratar 4.

Framsóknarflokkurinn og Sjálfstæðisflokkurinn gætu myndað einu tveggja flokka ríkisstjórnina með 36 þingmenn. Aðrar yrðu að minnsta kosti þriggja flokka.

Úrtakið í könnuninni var 2699 manns og var svarhlutfallið 74%. Um þriðjungur þeirra sem tók þátt í könnuninni vildi ekki gefa upp afstöðu sína.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.