Innlent

Enn berast tölur um kjörsókn

Mynd/Pjetur
Nýjustu tölur um kjörsókn hafa borist og eru þær frá því klukkan 20 í kvöld.

Á eftir atkvæðafjölda sjáum við kjörsókn í kjördæminu í prósentum. Innan sviga er svo kjörsóknin klukkan 20 árið 2009.

Reykjavík norður - Á kjörskrá: 45.569 - Atkvæði greidd: 27.093 / 59,45% (67,02%)

Reykjavík suður - Á kjörskrá: 45.204 - Atkvæði greidd: 28.098 / 62,2% (69,0%)

Suðvesturkjördæmi - Á kjörskrá: 63.154 - Atkvæði greidd: 40.514 / 64,2% (71,2%)

Norðvesturkjördæmi - Á kjörskrá: 21.340 - Atkvæði greidd: 13.440 / 62,98% (uppl. vantar)

Suðurkjördæmi - Á kjörskrá: 33.641 - Atkvæði greidd: 21.992 / 65,4% (69,7%)

Yfirkjörstjórn í Norðausturkjördæmi tekur ekki saman tölur yfir daginn en þegar tölur úr fjórum stærstu svæðum innan kjördæmisins voru teknar saman klukkan 15, höfðu 8113 greitt atkvæði, eða 27,9 prósent.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×