Innlent

"Íslendingar gefa hrunvöldunum annað tækifæri"

Bjarni Benediktsson (t.v.) og Sigmundur Davíð Gunnlaugsson.
Bjarni Benediktsson (t.v.) og Sigmundur Davíð Gunnlaugsson.
Norska dagblaðið Aftenposten fjallar um Alþingiskosningarnar á Íslandi í dag undir fyrirsögninni „Íslendingar gefa hrunvöldunum annað tækifæri“.

Eru leiddar að því líkur að þeir Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknarflokksins, og Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, myndi saman ríkisstjórn að loknum kosningum og annar þeirra verði forsætisráðherra.

Þá er sagt frá vangaveltum erlendra miðla um mikið fylgi flokkanna tveggja, og spyr fréttastofa Russia Today sig hvernig aðilar sem steyptu Íslandi nánast í glötun geti náð vinsældum á ný.

Flokkarnir tveir hafi hrundið af stað þeirri atburðarás sem olli á endanum fjármálakreppunni sem skall á árið 2008, en svo virðist sem Íslendingar hafi fyrirgefið þeim það.

Þá er sagt frá því að Financial Times bendi á að Ísland hafi veitt fjölmörgum löndum innblástur, á borð við Írland og Portúgal en að „engin hafi sagt Íslendingum það“.

Fyrir þá sem eru sleipir í norskunni er grein Aftenposten í heild sinni hér.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×