Innlent

Tíðindalítil kosninganótt hjá lögreglu

Mynd úr safni
Kosninganóttin gekk stóráfallalaust fyrir sig víðast hvar um landið.

Á þriðja tímanum í nótt var maður sleginn í Austurstræti, að sögn lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, og var fluttur með sjúkrabifreið á slysadeild. Hann var vankaður eftir höggið.

Þá var maður sleginn í Hafnarstræti rétt fyrir klukkan fimm í nótt og nefbrotnaði. Hann vildi hvorki aðstoð lögreglu né sjúkraliðs.

Þá var lögregla send að hóteli í austurborginni þar sem tvítugur maður gekk berserksgang fyrir utan hótelið og hafði brotið rúðu. Hann hafði í hótunum við lögreglumenn og var að lokum færður í fangageymslu.

Lögreglan á Suðurnesjunum hafði afskipti af fíkniefnaakstri eins ökumanns, en í öðrum umdæmum var nóttin afar róleg.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×