Innlent

Sátt við niðurstöðu Bjartrar Framtíðar

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Heiða Kristín Helgadóttir, frambjóðandi Bjartrar Framtíðar, er sátt við niðurstöðu flokksins í þingkosningunum. Flokkurinn fékk sex þingmenn kjörna en Heiða Kristín er ekki á meðal þeirra. Hún segir í samtali við Karen Kjartansdóttur að það sé rangt að telja niðurstöðu kosninganna vonbrigði miðað við hvernig flokkurinn mældist í könnunum.

„Ég held að þær kannanir sem sýndu okkur í hæstu hæðum hafi gert okkur kleift að komast á þennan stað. Við þurftum að negla okkur svolítið inn á sviðið,“ segir hún. Hún segir að flokkurinn hefði ekki átt neinn séns ef niðurstaðan í skoðanakönnunum hefði verið slæm frá upphafi. „Eina leiðin til að slefa yfir fimm prósent markið var að ná hátt í könnunum á einhverjum tíma og við getum mjög vel unað við þetta,“ segir Heiða Kristín. 

Smellið á hlekkinn „Horfa á myndskeið með frétt“ til þess að horfa. Athugið að viðtalið er tekið áður en lokaniðurstöður lágu fyrir. Heiða Kristín datt inn og út af þingi með reglulegu millibili í nótt. Þegar lokaniðurstöður liggja fyrir er hún ekki kjörin þingmaður.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×