Innlent

Bjarni fagnar niðurstöðunni

Jón Hákon Halldórsson skrifar
„Við erum afskaplega þakklát fyrir þennan stuðning,“ sagði Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, þegar Karen Kjartansdóttir fréttamaður ræddi við hann í nótt. Sjálfstæðisflokkurinn hlaut flest atkvæði í kosningunum en Framsóknarflokkurinn og Sjálfstæðisflokkurinn eru báðir með 19 þingmenn kjörna.

„Þetta hefur verið á margan hátt alveg ótrúleg kosningabarátta. Við höfum sveiflast frá því að vera yfir 30% og fara undir 20% og erum núna búin að endurheimta stöðu okkar sem stærsti flokkurinn. Og fyrir það erum við óskaplega þakklát,“ sagði Bjarni. Hann kvaðst vera þakklátur öllum þeim sem studdu stefnu flokksins og öllu sjálfstæðisfólki sem hafi lagt svo hart að sér til að ná þessum árangri

„Það hlýtur að vera mikill varnarsigur fyrir okkur að ná að rísa upp úr þeirri lægð sem við vorum komin í á skömmum tíma. okkar stefnumál komust vel til skila á lokasprettinum,“ sagði Bjarni meðal annars.

Smelltu á „Horfa á myndskeið með frétt“ til að sjá viðtalið við Bjarna. Á sjónvarpssíðu Vísis getur þú séð viðtöl við fleiri þingmenn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×