Innlent

Sjálfstæðisflokkurinn aftur stærstur

Sjálfstæðisflokkurinn er aftur orðinn stærsta stjórnmálaafl landsins samkvæmt nýjustu könnun sem MMR framkvæmdi á tímabilinu 17. til 18. apríl. Sjálfstæðisflokkurinn mælist nú með 27,5% fylgi, borið saman við 22,9% í síðustu mælingu.

Framsóknarflokkurinn mælist nú með 25,6% fylgi, borið saman við 32,7% í síðustu mælingu.

Samfylkingin mælst nú með 13,5% fylgi, borið saman við 10,4% í síðustu mælingu og Vinstri græn mælast nú með 8,1% fylgi, borið saman við 6,7%.

Björt framtíð mælist nú með 8,3% fylgi borið saman við 9,5% í síðustu mælingu og Pírataflokkurinn mælist nú með 6,7% fylgi, borið saman við 9,0% í síðustu mælingu.

Stuðningur við önnur framboð ýmist stóð í stað eða breyttist lítillega. Stuðningur við ríkisstjórnina mælist nú 26,4%.

Fyrir áhugasama má skoða könnunina hér.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×