Björgólfi hafnað af föður sínum 2. apríl 2013 16:00 Björgólfur Takefusa missti sambandið við föður sinn sem sneri baki við fjölskyldunni þegar Björgólfur var aðeins fjögurra ára gamall. Mynd/Rafael Pinho Fótboltamaðurinn Björgólfur Hideaki Takefusa virðist í fljótu bragði hafa fengið allt sem nokkur maður gæti óskað sér. Hann er myndarlegur með afbrigðum, vel menntaður, fáránlega góður í fótbolta og afi hans var lengi vel einn ríkasti maður landsins. Björgólfur er í viðtali við Brynhildi Björnsdóttur í nýjasta tölublaði tímaritsins Nýtt líf þar sem hann segir að baki þeirri ímynd sé heilmikill sársauki og brostnar vonir. Í viðtalinu lýsir Björgólfur því hvernig faðir hans, Kenichi Takefusa, hefur alfarið snúið við honum bakinu: „Hann fór út úr lífi okkar þegar ég var fjögurra ára og þá var hann bara farinn. Hann er Japani og fluttur aftur til Japan og þar er það bara þannig að ef sambandi er lokið þá tekur við nýtt líf og hann lokaði á okkur. Þegar ég var yngri var erfitt að skilja að þessi maður sem aldrei hafði samband var pabbi minn og ég saknaði hans mjög, þrátt fyrir að þekkja hann ekki neitt." Björgólfur segir ennfremur að hann hafi alltaf þráð ást frá föður sínum. Hann hafi meira að farið til Japans í von um að samband þeirra gæti þróast. „Ég hitti hann þegar ég fór til Japan með mömmu og systrum mínum. En það var bara vegna þess að mamma sendi bréf heim til hans. Hann á konu og dóttur og konan hans veit af okkur en dóttirin, systir mín, veit ekki að við erum til. Ég hef stundum velt fyrir mér hvernig það verður fyrir hana að komast að því." Þessi langþráði fundur við föðurinn markaði ákveðin kaflaskil hjá Björgólfi. „Ég held að það séu mestu forréttindi í lífinu, og mesta ábyrgðin, að eignast börn. Hann var svo heppinn að eignast okkur en hann stóð aldrei undir því. Mér þykir miklu vænna um ýmsa sem eru ekki tengdir mér blóðböndum en hann. Virðingu og ást þarftu að vinna þér inn. Það eina sem ég vil frá honum er alvöruást og umhyggja og það er ekki í boði. Ég sakna þess enn að eiga ekki föður, en ég sakna ekki hans, Kenichi. Enda er, út frá mínum samskiptum við hann, ekki mikið þarna til að sakna."Þekktur í íslensku viðskiptalífi „Pabbi og afi stofnuðu saman JapÍs sem flutti inn japönsk hljómtæki og varð seinna hljómplötuútgáfa. Orðið er samsett úr Japan og Ísland og þannig er ég, ég er japís," segir hann og hlær. „Og auðvitað höfðu bæði afi, Björgólfur Guðmundsson, og Bjöggi Thor, frændi minn, áhrif og margt í þeirra fari sem ég vildi gjarnan tileinka mér þó að þeir séu ekkert endilega mínar fyrirmyndir. Mér finnst að í lífinu eigi maður að tileinka sér það besta frá sem flestum, óháð lit, aldri eða kyni. Beta systir mín er algjör engill og gleðigjafi með Asperger og misþroska að auki og býr á Sólheimum í Grímsnesi. Hún og félagar hennar þar eru meðal minna helstu fyrirmynda í jákvæðri framkomu við aðra og bjartsýni á lífið. Ég fer oft að heimsækja hana á Sólheima, ekki síður fyrir sjálfan mig en hana, og kem alltaf endurnærður og fullur af trú á lífið og fólk." Mest lesið Féll niður fimmtán metra á Súlum: „Þetta er bara búið, ég átti gott líf“ Lífið Töframaður fann Dimmu heila á húfi Lífið Missti seinni fótinn sex árum eftir þann fyrri Lífið „Lífið hefur ekkert alltaf verið auðvelt“ Lífið Bróðurinn grunaði að Hulda væri hálfsystir þeirra Lífið Skrautlegur dagur Guðrúnar Hafsteins og Fannars Lífið Þessar jólagjafir hitta í mark Lífið samstarf Norðurslóðastjörnu sagt að frumbyggjaskírteini væri „fals“ Lífið Breyta bíóinu í risastórt skemmtisvæði í tilefni afmælis Lífið samstarf Lyktarlítill dans, Lux og „metnaðarlaus stefna í íslensku“ Menning Fleiri fréttir Missti seinni fótinn sex árum eftir þann fyrri Töframaður fann Dimmu heila á húfi Dauða kindin óheppileg byrjun á brúðkaupi Skrautlegur dagur Guðrúnar Hafsteins og Fannars Jólaskreytingin þarf ekki að vera dýr og margt hægt að endurnýta „Lífið hefur ekkert alltaf verið auðvelt“ Norðurslóðastjörnu sagt að frumbyggjaskírteini væri „fals“ Féll niður fimmtán metra á Súlum: „Þetta er bara búið, ég átti gott líf“ Bróðurinn grunaði að Hulda væri hálfsystir þeirra Útgeislun og glæsileiki í húðvörupartýi Verkefnið kom eins og þruma úr heiðskíru lofti og varð Daníel að þegja í heilt ár Óttast að Dimma hafi endað í gini tófunnar Inga Elín hannar fyrir Saga Class Kjallarinn eins og nýr hjá Ásu og Árna „Ma & pa í apríl“ Bryndís Líf og Stefán eiga von á dreng Leikur plötusnúð á Hollywood sem eltir æskuástina til Spánar Fór í hjartastopp eftir að hafa borðað 10.000 hitaeiningar á dag Er þetta hinn nýi hvíti karlmaður? 50+: Það má segja Nei við barnapössun Gummi Ben gerir aldargamla fjölskylduuppskrift Inga Sæland fór á kostum í „Hvort myndir þú?“ Enn reið Tarantino vegna þess sem hann gerði íslenskum konum Lýsa endalokum vinsæls frasa: „Megi six-seven hvíla í friði“ Harbour og „Madeline“ sögð hafa endurnýjað kynnin Menningarmýs komu saman í jólafíling Retró-draumur í Hlíðunum Fjarlægði tónlistina þar til nýja platan hefur verið fjármögnuð „Ég heillast af hættunni“ „Mér finnst þessi vegferð okkar ótrúlega glæsileg“ Sjá meira
Fótboltamaðurinn Björgólfur Hideaki Takefusa virðist í fljótu bragði hafa fengið allt sem nokkur maður gæti óskað sér. Hann er myndarlegur með afbrigðum, vel menntaður, fáránlega góður í fótbolta og afi hans var lengi vel einn ríkasti maður landsins. Björgólfur er í viðtali við Brynhildi Björnsdóttur í nýjasta tölublaði tímaritsins Nýtt líf þar sem hann segir að baki þeirri ímynd sé heilmikill sársauki og brostnar vonir. Í viðtalinu lýsir Björgólfur því hvernig faðir hans, Kenichi Takefusa, hefur alfarið snúið við honum bakinu: „Hann fór út úr lífi okkar þegar ég var fjögurra ára og þá var hann bara farinn. Hann er Japani og fluttur aftur til Japan og þar er það bara þannig að ef sambandi er lokið þá tekur við nýtt líf og hann lokaði á okkur. Þegar ég var yngri var erfitt að skilja að þessi maður sem aldrei hafði samband var pabbi minn og ég saknaði hans mjög, þrátt fyrir að þekkja hann ekki neitt." Björgólfur segir ennfremur að hann hafi alltaf þráð ást frá föður sínum. Hann hafi meira að farið til Japans í von um að samband þeirra gæti þróast. „Ég hitti hann þegar ég fór til Japan með mömmu og systrum mínum. En það var bara vegna þess að mamma sendi bréf heim til hans. Hann á konu og dóttur og konan hans veit af okkur en dóttirin, systir mín, veit ekki að við erum til. Ég hef stundum velt fyrir mér hvernig það verður fyrir hana að komast að því." Þessi langþráði fundur við föðurinn markaði ákveðin kaflaskil hjá Björgólfi. „Ég held að það séu mestu forréttindi í lífinu, og mesta ábyrgðin, að eignast börn. Hann var svo heppinn að eignast okkur en hann stóð aldrei undir því. Mér þykir miklu vænna um ýmsa sem eru ekki tengdir mér blóðböndum en hann. Virðingu og ást þarftu að vinna þér inn. Það eina sem ég vil frá honum er alvöruást og umhyggja og það er ekki í boði. Ég sakna þess enn að eiga ekki föður, en ég sakna ekki hans, Kenichi. Enda er, út frá mínum samskiptum við hann, ekki mikið þarna til að sakna."Þekktur í íslensku viðskiptalífi „Pabbi og afi stofnuðu saman JapÍs sem flutti inn japönsk hljómtæki og varð seinna hljómplötuútgáfa. Orðið er samsett úr Japan og Ísland og þannig er ég, ég er japís," segir hann og hlær. „Og auðvitað höfðu bæði afi, Björgólfur Guðmundsson, og Bjöggi Thor, frændi minn, áhrif og margt í þeirra fari sem ég vildi gjarnan tileinka mér þó að þeir séu ekkert endilega mínar fyrirmyndir. Mér finnst að í lífinu eigi maður að tileinka sér það besta frá sem flestum, óháð lit, aldri eða kyni. Beta systir mín er algjör engill og gleðigjafi með Asperger og misþroska að auki og býr á Sólheimum í Grímsnesi. Hún og félagar hennar þar eru meðal minna helstu fyrirmynda í jákvæðri framkomu við aðra og bjartsýni á lífið. Ég fer oft að heimsækja hana á Sólheima, ekki síður fyrir sjálfan mig en hana, og kem alltaf endurnærður og fullur af trú á lífið og fólk."
Mest lesið Féll niður fimmtán metra á Súlum: „Þetta er bara búið, ég átti gott líf“ Lífið Töframaður fann Dimmu heila á húfi Lífið Missti seinni fótinn sex árum eftir þann fyrri Lífið „Lífið hefur ekkert alltaf verið auðvelt“ Lífið Bróðurinn grunaði að Hulda væri hálfsystir þeirra Lífið Skrautlegur dagur Guðrúnar Hafsteins og Fannars Lífið Þessar jólagjafir hitta í mark Lífið samstarf Norðurslóðastjörnu sagt að frumbyggjaskírteini væri „fals“ Lífið Breyta bíóinu í risastórt skemmtisvæði í tilefni afmælis Lífið samstarf Lyktarlítill dans, Lux og „metnaðarlaus stefna í íslensku“ Menning Fleiri fréttir Missti seinni fótinn sex árum eftir þann fyrri Töframaður fann Dimmu heila á húfi Dauða kindin óheppileg byrjun á brúðkaupi Skrautlegur dagur Guðrúnar Hafsteins og Fannars Jólaskreytingin þarf ekki að vera dýr og margt hægt að endurnýta „Lífið hefur ekkert alltaf verið auðvelt“ Norðurslóðastjörnu sagt að frumbyggjaskírteini væri „fals“ Féll niður fimmtán metra á Súlum: „Þetta er bara búið, ég átti gott líf“ Bróðurinn grunaði að Hulda væri hálfsystir þeirra Útgeislun og glæsileiki í húðvörupartýi Verkefnið kom eins og þruma úr heiðskíru lofti og varð Daníel að þegja í heilt ár Óttast að Dimma hafi endað í gini tófunnar Inga Elín hannar fyrir Saga Class Kjallarinn eins og nýr hjá Ásu og Árna „Ma & pa í apríl“ Bryndís Líf og Stefán eiga von á dreng Leikur plötusnúð á Hollywood sem eltir æskuástina til Spánar Fór í hjartastopp eftir að hafa borðað 10.000 hitaeiningar á dag Er þetta hinn nýi hvíti karlmaður? 50+: Það má segja Nei við barnapössun Gummi Ben gerir aldargamla fjölskylduuppskrift Inga Sæland fór á kostum í „Hvort myndir þú?“ Enn reið Tarantino vegna þess sem hann gerði íslenskum konum Lýsa endalokum vinsæls frasa: „Megi six-seven hvíla í friði“ Harbour og „Madeline“ sögð hafa endurnýjað kynnin Menningarmýs komu saman í jólafíling Retró-draumur í Hlíðunum Fjarlægði tónlistina þar til nýja platan hefur verið fjármögnuð „Ég heillast af hættunni“ „Mér finnst þessi vegferð okkar ótrúlega glæsileg“ Sjá meira