"Menn verða að vera við öllu búnir" Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 3. apríl 2013 22:38 Össur Skarphéðinsson, utanríkisráðherra Íslands, segir að jafnvægisleysið sem birtist í yfirlýsingum Kim Jong-un, leiðtoga Norður-Kóreu, geri það að verkum að menn verði að vera við öllu búnir. Bandaríkjamenn tóku í dag ákvörðun um að senda eldflaugavarnarkerfi til eyjarinnar Gvam. Tilgangurinn segja þeir vera að geta varist mögulegum árásum Norður-Kóreu á herstöðvar Bandaríkjanna. Í tilkynningu frá Norður-Kóreumönnum er varað við miskunnarlausum árásum og sagt að óðum styttist í fyrstu sprenginguna. Stríð geti hafist í dag eða á morgun. „Við Íslendingar fordæmum harðlega hótanir Norður-Kóreu, bæði á hendur grönnum sínum og einnig Bandaríkjamönnum. Þær eru með öllu óþolandi ekki síst í ljósi ákvörðunar Norður-Kóreu um að taka aftur upp vinnu til þess að búa til kjarnorkuvopn," segir Össur Skarphéðinsson í samtali við Vísi. Össur segir ljóst að Norður-Kóreumenn hafi komið sér upp allgóðri þekkingu á kjarnorkutengdri vopnatækni. Þeir hafi einnig sýnt að þeir geti smíðað eldflaug sem borið geti kjarnavopn. „Við hvetjum allar þjóðir, ekki síst Kínverja, til að taka höndum saman að koma í veg fyrir áframhaldandi árætni Norður-Kóreu og til þess að leiða þessa spennu í jörð," segir Össur. Hann segir full ástæða til að taka hótanir þeirra alvarlega. „Þær eru ógn við nágrannaríkin. Svona spennuástand sem byrjar með hótunum og harðdrægum yfirlýsingum geta stigmagnast og farið úr böndunum. Það gildir ekki síst í þessu vilviki þar sem um er að ræða nýjan og reynslulítinn leiðtoga. Þær geta leitt til raunverulegra átaka." Össur segir flutning Bandaríkjamanna á varnarkerfi sínu aðra undirstrika alvarleika málsins. Kerfið sé hugsað til að verjast langdrægum og meðaldrægum eldflaugum frá Norður-Kóreu. Sömuleiðis gæti vaxandi óþolinmæði Kínverja gagnvart Norður-Kóreu. „Margir töldu upphaflega að þessi síðasta lota hans væri taktík veiks leiðtoga til þess að safna á bak við sig langkúgaðri þjóð. Þannig afgreiddu menn hótanirnar í upphafi. Þetta er stigmögnun á spennunni sem er að aukast. Jafnvægisleysið sem birtist í yfirlýsingum og fari þessa nýja leiðtoga gera það að verkum að menn verða að vera við öllu búnir. Það veit enginn til hvers þau geta leitt," segir Össur. Tengdar fréttir Vara við miskunnarlausum árásum "Það styttist óðum í fyrstu sprenginguna," segir í yfirlýsingu frá her Norður-Kóreu sem var birt á ríkismiðlinum KCNA í dag. Yfirlýsingin kemur í kjölfar ákvörðunar Bandaríkjahers að styrkja varnarstoðir með því að senda eldflaugavarnarkerfi til eyjarinnar Gvam. 3. apríl 2013 21:18 "Leiðtogarnir hafa þrælpínt þjóðina í sextíu ár" "Þetta er náttúrulega snarbilað samfélag. Þetta er náttúrulega bara fjölskyldufyrirtæki því þetta gengur í erfðir," segir stjórnmálafræðingurinn Jón Hákon Magnússon. 3. apríl 2013 22:04 Raunveruleg ógn af hendi Norður-Kóreu Bandaríkin ætla að senda háþróað eldflaugavarnarkerfi til eyjarinnar Gvam í Kyrrahafi vegna yfirvofandi ógnar af hendi Norður-Kóreu. 3. apríl 2013 20:54 Mest lesið Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Erlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Innlent Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Erlent Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Fleiri fréttir Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Sjá meira
Össur Skarphéðinsson, utanríkisráðherra Íslands, segir að jafnvægisleysið sem birtist í yfirlýsingum Kim Jong-un, leiðtoga Norður-Kóreu, geri það að verkum að menn verði að vera við öllu búnir. Bandaríkjamenn tóku í dag ákvörðun um að senda eldflaugavarnarkerfi til eyjarinnar Gvam. Tilgangurinn segja þeir vera að geta varist mögulegum árásum Norður-Kóreu á herstöðvar Bandaríkjanna. Í tilkynningu frá Norður-Kóreumönnum er varað við miskunnarlausum árásum og sagt að óðum styttist í fyrstu sprenginguna. Stríð geti hafist í dag eða á morgun. „Við Íslendingar fordæmum harðlega hótanir Norður-Kóreu, bæði á hendur grönnum sínum og einnig Bandaríkjamönnum. Þær eru með öllu óþolandi ekki síst í ljósi ákvörðunar Norður-Kóreu um að taka aftur upp vinnu til þess að búa til kjarnorkuvopn," segir Össur Skarphéðinsson í samtali við Vísi. Össur segir ljóst að Norður-Kóreumenn hafi komið sér upp allgóðri þekkingu á kjarnorkutengdri vopnatækni. Þeir hafi einnig sýnt að þeir geti smíðað eldflaug sem borið geti kjarnavopn. „Við hvetjum allar þjóðir, ekki síst Kínverja, til að taka höndum saman að koma í veg fyrir áframhaldandi árætni Norður-Kóreu og til þess að leiða þessa spennu í jörð," segir Össur. Hann segir full ástæða til að taka hótanir þeirra alvarlega. „Þær eru ógn við nágrannaríkin. Svona spennuástand sem byrjar með hótunum og harðdrægum yfirlýsingum geta stigmagnast og farið úr böndunum. Það gildir ekki síst í þessu vilviki þar sem um er að ræða nýjan og reynslulítinn leiðtoga. Þær geta leitt til raunverulegra átaka." Össur segir flutning Bandaríkjamanna á varnarkerfi sínu aðra undirstrika alvarleika málsins. Kerfið sé hugsað til að verjast langdrægum og meðaldrægum eldflaugum frá Norður-Kóreu. Sömuleiðis gæti vaxandi óþolinmæði Kínverja gagnvart Norður-Kóreu. „Margir töldu upphaflega að þessi síðasta lota hans væri taktík veiks leiðtoga til þess að safna á bak við sig langkúgaðri þjóð. Þannig afgreiddu menn hótanirnar í upphafi. Þetta er stigmögnun á spennunni sem er að aukast. Jafnvægisleysið sem birtist í yfirlýsingum og fari þessa nýja leiðtoga gera það að verkum að menn verða að vera við öllu búnir. Það veit enginn til hvers þau geta leitt," segir Össur.
Tengdar fréttir Vara við miskunnarlausum árásum "Það styttist óðum í fyrstu sprenginguna," segir í yfirlýsingu frá her Norður-Kóreu sem var birt á ríkismiðlinum KCNA í dag. Yfirlýsingin kemur í kjölfar ákvörðunar Bandaríkjahers að styrkja varnarstoðir með því að senda eldflaugavarnarkerfi til eyjarinnar Gvam. 3. apríl 2013 21:18 "Leiðtogarnir hafa þrælpínt þjóðina í sextíu ár" "Þetta er náttúrulega snarbilað samfélag. Þetta er náttúrulega bara fjölskyldufyrirtæki því þetta gengur í erfðir," segir stjórnmálafræðingurinn Jón Hákon Magnússon. 3. apríl 2013 22:04 Raunveruleg ógn af hendi Norður-Kóreu Bandaríkin ætla að senda háþróað eldflaugavarnarkerfi til eyjarinnar Gvam í Kyrrahafi vegna yfirvofandi ógnar af hendi Norður-Kóreu. 3. apríl 2013 20:54 Mest lesið Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Erlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Innlent Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Erlent Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Fleiri fréttir Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Sjá meira
Vara við miskunnarlausum árásum "Það styttist óðum í fyrstu sprenginguna," segir í yfirlýsingu frá her Norður-Kóreu sem var birt á ríkismiðlinum KCNA í dag. Yfirlýsingin kemur í kjölfar ákvörðunar Bandaríkjahers að styrkja varnarstoðir með því að senda eldflaugavarnarkerfi til eyjarinnar Gvam. 3. apríl 2013 21:18
"Leiðtogarnir hafa þrælpínt þjóðina í sextíu ár" "Þetta er náttúrulega snarbilað samfélag. Þetta er náttúrulega bara fjölskyldufyrirtæki því þetta gengur í erfðir," segir stjórnmálafræðingurinn Jón Hákon Magnússon. 3. apríl 2013 22:04
Raunveruleg ógn af hendi Norður-Kóreu Bandaríkin ætla að senda háþróað eldflaugavarnarkerfi til eyjarinnar Gvam í Kyrrahafi vegna yfirvofandi ógnar af hendi Norður-Kóreu. 3. apríl 2013 20:54