"Menn verða að vera við öllu búnir" Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 3. apríl 2013 22:38 Össur Skarphéðinsson, utanríkisráðherra Íslands, segir að jafnvægisleysið sem birtist í yfirlýsingum Kim Jong-un, leiðtoga Norður-Kóreu, geri það að verkum að menn verði að vera við öllu búnir. Bandaríkjamenn tóku í dag ákvörðun um að senda eldflaugavarnarkerfi til eyjarinnar Gvam. Tilgangurinn segja þeir vera að geta varist mögulegum árásum Norður-Kóreu á herstöðvar Bandaríkjanna. Í tilkynningu frá Norður-Kóreumönnum er varað við miskunnarlausum árásum og sagt að óðum styttist í fyrstu sprenginguna. Stríð geti hafist í dag eða á morgun. „Við Íslendingar fordæmum harðlega hótanir Norður-Kóreu, bæði á hendur grönnum sínum og einnig Bandaríkjamönnum. Þær eru með öllu óþolandi ekki síst í ljósi ákvörðunar Norður-Kóreu um að taka aftur upp vinnu til þess að búa til kjarnorkuvopn," segir Össur Skarphéðinsson í samtali við Vísi. Össur segir ljóst að Norður-Kóreumenn hafi komið sér upp allgóðri þekkingu á kjarnorkutengdri vopnatækni. Þeir hafi einnig sýnt að þeir geti smíðað eldflaug sem borið geti kjarnavopn. „Við hvetjum allar þjóðir, ekki síst Kínverja, til að taka höndum saman að koma í veg fyrir áframhaldandi árætni Norður-Kóreu og til þess að leiða þessa spennu í jörð," segir Össur. Hann segir full ástæða til að taka hótanir þeirra alvarlega. „Þær eru ógn við nágrannaríkin. Svona spennuástand sem byrjar með hótunum og harðdrægum yfirlýsingum geta stigmagnast og farið úr böndunum. Það gildir ekki síst í þessu vilviki þar sem um er að ræða nýjan og reynslulítinn leiðtoga. Þær geta leitt til raunverulegra átaka." Össur segir flutning Bandaríkjamanna á varnarkerfi sínu aðra undirstrika alvarleika málsins. Kerfið sé hugsað til að verjast langdrægum og meðaldrægum eldflaugum frá Norður-Kóreu. Sömuleiðis gæti vaxandi óþolinmæði Kínverja gagnvart Norður-Kóreu. „Margir töldu upphaflega að þessi síðasta lota hans væri taktík veiks leiðtoga til þess að safna á bak við sig langkúgaðri þjóð. Þannig afgreiddu menn hótanirnar í upphafi. Þetta er stigmögnun á spennunni sem er að aukast. Jafnvægisleysið sem birtist í yfirlýsingum og fari þessa nýja leiðtoga gera það að verkum að menn verða að vera við öllu búnir. Það veit enginn til hvers þau geta leitt," segir Össur. Tengdar fréttir Vara við miskunnarlausum árásum "Það styttist óðum í fyrstu sprenginguna," segir í yfirlýsingu frá her Norður-Kóreu sem var birt á ríkismiðlinum KCNA í dag. Yfirlýsingin kemur í kjölfar ákvörðunar Bandaríkjahers að styrkja varnarstoðir með því að senda eldflaugavarnarkerfi til eyjarinnar Gvam. 3. apríl 2013 21:18 "Leiðtogarnir hafa þrælpínt þjóðina í sextíu ár" "Þetta er náttúrulega snarbilað samfélag. Þetta er náttúrulega bara fjölskyldufyrirtæki því þetta gengur í erfðir," segir stjórnmálafræðingurinn Jón Hákon Magnússon. 3. apríl 2013 22:04 Raunveruleg ógn af hendi Norður-Kóreu Bandaríkin ætla að senda háþróað eldflaugavarnarkerfi til eyjarinnar Gvam í Kyrrahafi vegna yfirvofandi ógnar af hendi Norður-Kóreu. 3. apríl 2013 20:54 Mest lesið Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Erlent Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Innlent Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Innlent Foráttuveður í kortunum Innlent Fegin að komast lífs en með stórt sár á sálinni Innlent Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Innlent „Það er búið að vera steinpakkað“ Innlent Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Erlent Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Erlent Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Innlent Fleiri fréttir Fegin að komast lífs en með stórt sár á sálinni Grindvíkingar fá orðið, hálkuslys og frestun barneigna „Það er búið að vera steinpakkað“ Þakkar fjölmiðlaumfjöllun að grænt ljós fékkst „Fullkomið hneyksli“ ef Alþingi veitti Daða Má skattlagningarvald Vísuðu þremur frá Keflavíkurflugvelli Sóttvarnarlæknir gegnir embætti landlæknis tímabundið Semur um DNA-próf til að koma í veg fyrir ólöglegan flutning barna Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Páll áfram í leyfi en leggur fyrirhugaðri nýrri stofnun lið Ekki hægt að treysta mælum vélarinnar þar sem afísunarvökvinn fraus Þekktu efnin enn þau vinsælustu Formaður Afstöðu vill á lista Samfylkingarinnar Andstaða almennings hvati til að búa vel um hnútana Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Ráðherra ræðir laxeldi í Mjóafirði og sprautusjúklingum fer fækkandi Þráhyggjuhegðunin staðið í fjórtán ár Losna við nágranna eftir þriggja ára baráttu Auknar líkur á kvikuhlaupi en óvissa um hvenær gýs næst Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Skipti mestu máli að halda góðri rútínu í svartasta skammdeginu Hanna Katrín boðar sjókvíaeldi í Mjóafirði Skipuð framkvæmdastjóri Menntasjóðs námsmanna Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Einn af hverjum fimm „erlendum sérfræðingum“ er Íslendingur Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Reykjanesbæ Vilja fá konur í mæðravernd sama hvernig þær fæða börn sín Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Sjá meira
Össur Skarphéðinsson, utanríkisráðherra Íslands, segir að jafnvægisleysið sem birtist í yfirlýsingum Kim Jong-un, leiðtoga Norður-Kóreu, geri það að verkum að menn verði að vera við öllu búnir. Bandaríkjamenn tóku í dag ákvörðun um að senda eldflaugavarnarkerfi til eyjarinnar Gvam. Tilgangurinn segja þeir vera að geta varist mögulegum árásum Norður-Kóreu á herstöðvar Bandaríkjanna. Í tilkynningu frá Norður-Kóreumönnum er varað við miskunnarlausum árásum og sagt að óðum styttist í fyrstu sprenginguna. Stríð geti hafist í dag eða á morgun. „Við Íslendingar fordæmum harðlega hótanir Norður-Kóreu, bæði á hendur grönnum sínum og einnig Bandaríkjamönnum. Þær eru með öllu óþolandi ekki síst í ljósi ákvörðunar Norður-Kóreu um að taka aftur upp vinnu til þess að búa til kjarnorkuvopn," segir Össur Skarphéðinsson í samtali við Vísi. Össur segir ljóst að Norður-Kóreumenn hafi komið sér upp allgóðri þekkingu á kjarnorkutengdri vopnatækni. Þeir hafi einnig sýnt að þeir geti smíðað eldflaug sem borið geti kjarnavopn. „Við hvetjum allar þjóðir, ekki síst Kínverja, til að taka höndum saman að koma í veg fyrir áframhaldandi árætni Norður-Kóreu og til þess að leiða þessa spennu í jörð," segir Össur. Hann segir full ástæða til að taka hótanir þeirra alvarlega. „Þær eru ógn við nágrannaríkin. Svona spennuástand sem byrjar með hótunum og harðdrægum yfirlýsingum geta stigmagnast og farið úr böndunum. Það gildir ekki síst í þessu vilviki þar sem um er að ræða nýjan og reynslulítinn leiðtoga. Þær geta leitt til raunverulegra átaka." Össur segir flutning Bandaríkjamanna á varnarkerfi sínu aðra undirstrika alvarleika málsins. Kerfið sé hugsað til að verjast langdrægum og meðaldrægum eldflaugum frá Norður-Kóreu. Sömuleiðis gæti vaxandi óþolinmæði Kínverja gagnvart Norður-Kóreu. „Margir töldu upphaflega að þessi síðasta lota hans væri taktík veiks leiðtoga til þess að safna á bak við sig langkúgaðri þjóð. Þannig afgreiddu menn hótanirnar í upphafi. Þetta er stigmögnun á spennunni sem er að aukast. Jafnvægisleysið sem birtist í yfirlýsingum og fari þessa nýja leiðtoga gera það að verkum að menn verða að vera við öllu búnir. Það veit enginn til hvers þau geta leitt," segir Össur.
Tengdar fréttir Vara við miskunnarlausum árásum "Það styttist óðum í fyrstu sprenginguna," segir í yfirlýsingu frá her Norður-Kóreu sem var birt á ríkismiðlinum KCNA í dag. Yfirlýsingin kemur í kjölfar ákvörðunar Bandaríkjahers að styrkja varnarstoðir með því að senda eldflaugavarnarkerfi til eyjarinnar Gvam. 3. apríl 2013 21:18 "Leiðtogarnir hafa þrælpínt þjóðina í sextíu ár" "Þetta er náttúrulega snarbilað samfélag. Þetta er náttúrulega bara fjölskyldufyrirtæki því þetta gengur í erfðir," segir stjórnmálafræðingurinn Jón Hákon Magnússon. 3. apríl 2013 22:04 Raunveruleg ógn af hendi Norður-Kóreu Bandaríkin ætla að senda háþróað eldflaugavarnarkerfi til eyjarinnar Gvam í Kyrrahafi vegna yfirvofandi ógnar af hendi Norður-Kóreu. 3. apríl 2013 20:54 Mest lesið Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Erlent Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Innlent Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Innlent Foráttuveður í kortunum Innlent Fegin að komast lífs en með stórt sár á sálinni Innlent Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Innlent „Það er búið að vera steinpakkað“ Innlent Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Erlent Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Erlent Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Innlent Fleiri fréttir Fegin að komast lífs en með stórt sár á sálinni Grindvíkingar fá orðið, hálkuslys og frestun barneigna „Það er búið að vera steinpakkað“ Þakkar fjölmiðlaumfjöllun að grænt ljós fékkst „Fullkomið hneyksli“ ef Alþingi veitti Daða Má skattlagningarvald Vísuðu þremur frá Keflavíkurflugvelli Sóttvarnarlæknir gegnir embætti landlæknis tímabundið Semur um DNA-próf til að koma í veg fyrir ólöglegan flutning barna Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Páll áfram í leyfi en leggur fyrirhugaðri nýrri stofnun lið Ekki hægt að treysta mælum vélarinnar þar sem afísunarvökvinn fraus Þekktu efnin enn þau vinsælustu Formaður Afstöðu vill á lista Samfylkingarinnar Andstaða almennings hvati til að búa vel um hnútana Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Ráðherra ræðir laxeldi í Mjóafirði og sprautusjúklingum fer fækkandi Þráhyggjuhegðunin staðið í fjórtán ár Losna við nágranna eftir þriggja ára baráttu Auknar líkur á kvikuhlaupi en óvissa um hvenær gýs næst Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Skipti mestu máli að halda góðri rútínu í svartasta skammdeginu Hanna Katrín boðar sjókvíaeldi í Mjóafirði Skipuð framkvæmdastjóri Menntasjóðs námsmanna Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Einn af hverjum fimm „erlendum sérfræðingum“ er Íslendingur Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Reykjanesbæ Vilja fá konur í mæðravernd sama hvernig þær fæða börn sín Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Sjá meira
Vara við miskunnarlausum árásum "Það styttist óðum í fyrstu sprenginguna," segir í yfirlýsingu frá her Norður-Kóreu sem var birt á ríkismiðlinum KCNA í dag. Yfirlýsingin kemur í kjölfar ákvörðunar Bandaríkjahers að styrkja varnarstoðir með því að senda eldflaugavarnarkerfi til eyjarinnar Gvam. 3. apríl 2013 21:18
"Leiðtogarnir hafa þrælpínt þjóðina í sextíu ár" "Þetta er náttúrulega snarbilað samfélag. Þetta er náttúrulega bara fjölskyldufyrirtæki því þetta gengur í erfðir," segir stjórnmálafræðingurinn Jón Hákon Magnússon. 3. apríl 2013 22:04
Raunveruleg ógn af hendi Norður-Kóreu Bandaríkin ætla að senda háþróað eldflaugavarnarkerfi til eyjarinnar Gvam í Kyrrahafi vegna yfirvofandi ógnar af hendi Norður-Kóreu. 3. apríl 2013 20:54