„Höfum ekki tekið þátt í þessum pólitísku leikjum“ Haukur Viðar Alfreðsson skrifar 5. apríl 2013 09:51 Smári McCarthy, oddviti Pírata í suðurkjördæmi. „Þetta eru frábærar fréttir," segir Smári McCarthy, oddviti Pírata í suðurkjördæmi, en í nýrri skoðanakönnun Fréttablaðsins og Stöðvar 2 mælist flokkurinn með 5,6 prósenta fylgi, og næði inn fjórum þingmönnum ef gengið væri til kosninga nú. „Við erum búin að vera að byggja þetta upp í svolítinn tíma og þetta er búið að vera nokkuð jafn vöxtur. Við höfum ekki tekið þátt í þessum pólitísku leikjum heldur reynt að byggja frekar upp og láta fólk vita hver við erum og fyrir hvað við stöndum. Fólk er að fatta hvað við erum að segja og hvað aukið beint lýðræði og gagnsæi skiptir miklu máli." Smári segir Pírata hafa talað um það að vilja ná yfir tíu prósenta fylgi og því séu niðurstöður könnunarinnar góð byrjun. „Það getur allt gerst á næstu vikum og við hækkað eða lækkað. Við erum nýtt framboð hér á Íslandi en með rosalega mikið bakland úr okkar alþjóðastarfi. Píratar eru með starfandi flokka í 63 löndum á heimsvísu og það er mikil og sterk hugmyndafræði búin að byggjast upp." Þá telur Smári afdrif stjórnarskrármálsins við síðustu þinglok eiga sinn þátt í fylgi Pírata. „Við þinglok tóku allir gömlu flokkarnir sig saman um það að svíkja almenning í stjórnarskrármálinu. Það voru ekki margir á þingi sem gerðu eitthvað til að reyna að stoppa það. Það var þá kannski helst Birgitta Jónsdóttir, einn af okkar oddvitum, og það spilar örugglega sinn þátt." Aðalheiður Ámundadóttir, oddviti flokksins í Norðausturkjördæmi, segir ástæðuna fyrir því að flokkurinnn sé að ná í gegn núna, sé ekki endilega vegna umræðuþátta sem hafa verið í sjónvarpinu síðustu daga. „Ég ímynda mér að þeir sem sýna Pírötum mestan áhuga séu ekki að horfa á umræðuþætti á Rúv," segir Aðalheiður sem sjálf tók þátt í umræðum á RÚV í gærkvöldi ásamt fjölmörgum öðrum framboðum. Hún segir fylgið sem Píratar mælast með í þessari könnun frekar því að þakka að fólk sé farið að skilja að Píratar eru ekki bara „eins máls internetflokkur," eins og Aðalheiður orðar það. Ekki náðist í Birgittu Jónsdóttur við vinnslu fréttarinnar. Kosningar 2013 Mest lesið Skilinn eftir nær dauða en lífi á nærbuxum einum klæða Innlent Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Innlent 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Innlent Þýska velferðarríkið standi ekki lengur undir sér Erlent Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Innlent Metaðsókn og söfnunarmet slegið Innlent Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Innlent Steindór Örn endurkjörinn formaður Hallveigar Innlent Það logaði glatt í Bergþórshvoli á Njáluhátíð í Rangárþingi Innlent Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Innlent Fleiri fréttir Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Skilinn eftir nær dauða en lífi á nærbuxum einum klæða Metaðsókn og söfnunarmet slegið 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Steindór Örn endurkjörinn formaður Hallveigar Það logaði glatt í Bergþórshvoli á Njáluhátíð í Rangárþingi Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Myndskeið af rallýslysi, sjálfstæð Úkraína og brennan á Bergþórshvoli Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Vestfirðingar fagna í kvöld: „Þetta er bara mjög stórt“ Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Hlaupið aftur í rénun eftir vöxt í nótt Þrjár líkamsárásir og yfir tuttugu ungmenni í athvarf Hver verður Íslandsmeistari í hrútaþukli? Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Akstursíþróttasamfélagið harmi slegið, unglingadrykkja á Menningarnótt og hrútaþukl Evrópusambandið, menntamál, stýrivextir og Gasa í Sprengisandi „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísar Klöru Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Algjört hrun í fálkastofninum Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Sjá meira
„Þetta eru frábærar fréttir," segir Smári McCarthy, oddviti Pírata í suðurkjördæmi, en í nýrri skoðanakönnun Fréttablaðsins og Stöðvar 2 mælist flokkurinn með 5,6 prósenta fylgi, og næði inn fjórum þingmönnum ef gengið væri til kosninga nú. „Við erum búin að vera að byggja þetta upp í svolítinn tíma og þetta er búið að vera nokkuð jafn vöxtur. Við höfum ekki tekið þátt í þessum pólitísku leikjum heldur reynt að byggja frekar upp og láta fólk vita hver við erum og fyrir hvað við stöndum. Fólk er að fatta hvað við erum að segja og hvað aukið beint lýðræði og gagnsæi skiptir miklu máli." Smári segir Pírata hafa talað um það að vilja ná yfir tíu prósenta fylgi og því séu niðurstöður könnunarinnar góð byrjun. „Það getur allt gerst á næstu vikum og við hækkað eða lækkað. Við erum nýtt framboð hér á Íslandi en með rosalega mikið bakland úr okkar alþjóðastarfi. Píratar eru með starfandi flokka í 63 löndum á heimsvísu og það er mikil og sterk hugmyndafræði búin að byggjast upp." Þá telur Smári afdrif stjórnarskrármálsins við síðustu þinglok eiga sinn þátt í fylgi Pírata. „Við þinglok tóku allir gömlu flokkarnir sig saman um það að svíkja almenning í stjórnarskrármálinu. Það voru ekki margir á þingi sem gerðu eitthvað til að reyna að stoppa það. Það var þá kannski helst Birgitta Jónsdóttir, einn af okkar oddvitum, og það spilar örugglega sinn þátt." Aðalheiður Ámundadóttir, oddviti flokksins í Norðausturkjördæmi, segir ástæðuna fyrir því að flokkurinnn sé að ná í gegn núna, sé ekki endilega vegna umræðuþátta sem hafa verið í sjónvarpinu síðustu daga. „Ég ímynda mér að þeir sem sýna Pírötum mestan áhuga séu ekki að horfa á umræðuþætti á Rúv," segir Aðalheiður sem sjálf tók þátt í umræðum á RÚV í gærkvöldi ásamt fjölmörgum öðrum framboðum. Hún segir fylgið sem Píratar mælast með í þessari könnun frekar því að þakka að fólk sé farið að skilja að Píratar eru ekki bara „eins máls internetflokkur," eins og Aðalheiður orðar það. Ekki náðist í Birgittu Jónsdóttur við vinnslu fréttarinnar.
Kosningar 2013 Mest lesið Skilinn eftir nær dauða en lífi á nærbuxum einum klæða Innlent Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Innlent 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Innlent Þýska velferðarríkið standi ekki lengur undir sér Erlent Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Innlent Metaðsókn og söfnunarmet slegið Innlent Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Innlent Steindór Örn endurkjörinn formaður Hallveigar Innlent Það logaði glatt í Bergþórshvoli á Njáluhátíð í Rangárþingi Innlent Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Innlent Fleiri fréttir Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Skilinn eftir nær dauða en lífi á nærbuxum einum klæða Metaðsókn og söfnunarmet slegið 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Steindór Örn endurkjörinn formaður Hallveigar Það logaði glatt í Bergþórshvoli á Njáluhátíð í Rangárþingi Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Myndskeið af rallýslysi, sjálfstæð Úkraína og brennan á Bergþórshvoli Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Vestfirðingar fagna í kvöld: „Þetta er bara mjög stórt“ Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Hlaupið aftur í rénun eftir vöxt í nótt Þrjár líkamsárásir og yfir tuttugu ungmenni í athvarf Hver verður Íslandsmeistari í hrútaþukli? Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Akstursíþróttasamfélagið harmi slegið, unglingadrykkja á Menningarnótt og hrútaþukl Evrópusambandið, menntamál, stýrivextir og Gasa í Sprengisandi „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísar Klöru Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Algjört hrun í fálkastofninum Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Sjá meira
13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Innlent
13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Innlent