Innlent

Framsókn enn stærstur - Píratar næstum jafn stórir og VG

Birgitta Jónsdóttir fer fyrir Pírötum en flokkurin er næstum jafn stór og VG samkvæmt nýjustu könnun MMR.
Birgitta Jónsdóttir fer fyrir Pírötum en flokkurin er næstum jafn stór og VG samkvæmt nýjustu könnun MMR.
Framsóknarflokkurinn er enn stærstu stjórnmálaflokka samkvæmt nýjustu skoðanakönnun MMR þar sem fylgi við stjórnmálaflokka var mælt. Flokkurinn er með 30,2 prósent en voru með 29,5 við síðustu mælingu MMR.

Athygli vekur að Píratar bæta töluverðu fylgi við sig og mælast nú með 7,8 prósent og er því orðinn næstum jafn stór og Vinstri grænir, sem mælast með 8,1 prósent.

Sjálfstæðisflokkurinn missir áfram fylgi og mælist hann nú 21,2% borið saman við 24,4% í síðustu mælingu. Fylgi Bjartrar framtíðar dregst nokkuð saman og mælist nú 9,2% borið saman við 12,0% í síðustu mælingu. Stuðningur við önnur framboð ýmist stóð í stað eða breyttist lítillega. Stuðningur við ríkisstjórnina mælist nú 28,5%, en Samfylkingin er með 12,7%.

Önnur framboð ná ekki fimm prósentum en skoða má könnunina betur hér.

Könnunin var framkvæmd dagana 5. til 8. Apríl.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×