Segir möguleika á að fólk hafi verið lokkað hingað til lands 9. apríl 2013 18:42 Fjörtíu og átta Króatar hafa sótt um hæli hér á landi að undanförnu, mest fjölskyldufólk frá sama svæðinu í Króatíu. Forstjóri Útlendingastofnunar segir að það sé möguleiki á að fólkið hafi verið lokkaðir hingað til lands með einhverjum hætti. Það sem af er þessu ári hafa 76 útlendingar sótt um hæli hér á landi sem er óvenjumikill fjöldi en 117 sóttu um hæli allt árið í fyrra. Langflestir koma frá Króatíu, eða 48, þá eru ellefu Albanar og fimm Rússar. „Þarna er eitt ríkisfang sem yfirgnæfir öll önnur þannig að einhverjar upplýsingar eru að berast fólki í Króatíu á eitthverjum tilteknum svæðum um það að hér sé í boði eitthvað annað en annarsstaðar sem er að sjálfsögðu ekki rétt," segir Kristín Völundardóttir, forstjóri Útlendingastofnunar. Um er að ræða fjölskyldufólk að stórum hluta, með eitt til þrjú börn, og pör. Kristín segir að það sé svæðatengt hvaðan fólkið kemur. Ekki er um Rómafólk að ræða. „Það er áritunarfrelsi inn í Evrópu fyrir Króata, þeir eru að ganga inn í Evrópusambandið að öllum líkindum núna í júlí sem gerir það að verkum að fólk kemur í gegnum Evrópu. Flestir hafa verið að koma í gegnum Noregi en eitthvað í gegnum önnur ríki." Atvinnuástand í Króatíu er ekki gott og á það stóran hluta í flótta fólks frá landinu. „Við sjáum að allir sem hafa sótt um hæli hafa verið atvinnulausir en síðan er aðrar ástæður líka sem ég get ekki farið út í, málin eru ennþá til meðferðar. Er verið að lokka þetta fólk hingað til lands? Við vitum það ekki, það er möguleiki." Viðtöl hafa verið tekin við alla Króatana og í lok apríl á að vera búið að afgreiða þá alla. Á meðan Útlendingastofnun vinnur að því bíða þeir hælisleitendur sem komu í fyrra og hitteðfyrra. Kristín segir að það vanti flýtimeðferð í löggjöfina. „Nú fara allir í viðtöl hjá okkur, það leggja allir fram greinagerðir, það leggja allir fram gögn, þetta tekur langan tíma. Og meðan við getum ekki raðað ákveðnum ríkjum í forgang og sagt að fólk sem er með hæli frá þessum ríkjum er með bersýnilegar tilhæfulausar umsóknir þá verður málsmeðferðin alltaf of þunglamaleg hjá okkur." Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Erlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Innlent Björg býður ungliðum til fundar Innlent Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Innlent Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi Innlent Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Innlent Fleiri fréttir Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Pollróleg þó starfsáætlun þingsins hafi verið felld úr gildi Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Skoða málsókn vegna látinna sona og hagstæðustu jólainnkaupin Vestmannaeyjastrengir 4 og 5 teknir í rekstur Grunaður um manndráp á Kársnesi Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Sjá meira
Fjörtíu og átta Króatar hafa sótt um hæli hér á landi að undanförnu, mest fjölskyldufólk frá sama svæðinu í Króatíu. Forstjóri Útlendingastofnunar segir að það sé möguleiki á að fólkið hafi verið lokkaðir hingað til lands með einhverjum hætti. Það sem af er þessu ári hafa 76 útlendingar sótt um hæli hér á landi sem er óvenjumikill fjöldi en 117 sóttu um hæli allt árið í fyrra. Langflestir koma frá Króatíu, eða 48, þá eru ellefu Albanar og fimm Rússar. „Þarna er eitt ríkisfang sem yfirgnæfir öll önnur þannig að einhverjar upplýsingar eru að berast fólki í Króatíu á eitthverjum tilteknum svæðum um það að hér sé í boði eitthvað annað en annarsstaðar sem er að sjálfsögðu ekki rétt," segir Kristín Völundardóttir, forstjóri Útlendingastofnunar. Um er að ræða fjölskyldufólk að stórum hluta, með eitt til þrjú börn, og pör. Kristín segir að það sé svæðatengt hvaðan fólkið kemur. Ekki er um Rómafólk að ræða. „Það er áritunarfrelsi inn í Evrópu fyrir Króata, þeir eru að ganga inn í Evrópusambandið að öllum líkindum núna í júlí sem gerir það að verkum að fólk kemur í gegnum Evrópu. Flestir hafa verið að koma í gegnum Noregi en eitthvað í gegnum önnur ríki." Atvinnuástand í Króatíu er ekki gott og á það stóran hluta í flótta fólks frá landinu. „Við sjáum að allir sem hafa sótt um hæli hafa verið atvinnulausir en síðan er aðrar ástæður líka sem ég get ekki farið út í, málin eru ennþá til meðferðar. Er verið að lokka þetta fólk hingað til lands? Við vitum það ekki, það er möguleiki." Viðtöl hafa verið tekin við alla Króatana og í lok apríl á að vera búið að afgreiða þá alla. Á meðan Útlendingastofnun vinnur að því bíða þeir hælisleitendur sem komu í fyrra og hitteðfyrra. Kristín segir að það vanti flýtimeðferð í löggjöfina. „Nú fara allir í viðtöl hjá okkur, það leggja allir fram greinagerðir, það leggja allir fram gögn, þetta tekur langan tíma. Og meðan við getum ekki raðað ákveðnum ríkjum í forgang og sagt að fólk sem er með hæli frá þessum ríkjum er með bersýnilegar tilhæfulausar umsóknir þá verður málsmeðferðin alltaf of þunglamaleg hjá okkur."
Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Erlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Innlent Björg býður ungliðum til fundar Innlent Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Innlent Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi Innlent Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Innlent Fleiri fréttir Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Pollróleg þó starfsáætlun þingsins hafi verið felld úr gildi Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Skoða málsókn vegna látinna sona og hagstæðustu jólainnkaupin Vestmannaeyjastrengir 4 og 5 teknir í rekstur Grunaður um manndráp á Kársnesi Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Sjá meira