Bjartsýn þrátt fyrir kannanir Karen Kjartansdóttir skrifar 9. apríl 2013 19:00 Börn eiga að fá gjaldfrjálsar tannlækningar og leigjendur jafn góðan stuðning og þeir sem kaupa. Þessi loforð eru meðal þeirra sem Samfylkingarfólk gaf við opnun kosningaskrifstofu flokksins í dag. Formennirnir segjast hvergi bangnir þótt kannanir gefi ef til vill lítið tilefni til bjartsýni. Ríkið greiðir 90 milljarða í vexti á ári. Ef lánin væru greidd niður væri hægt að nota peningana í velferð. Þetta var meðal þess sem kom fram í máli formannana. En kannanir sýna að það kosningamál sem kjósendur leggja áherslu á eru skuldir heimilanna hvað á að gera í þeim? „Hvað skuldamálin sérstaklega varðar leggjum við áherslu á að mæta sérstaklega þeim hópum sem fóru verst og keyptu íbúð rétt fyrir hrun og að tryggja jafnræði þeirra sem lentu í vanda og hafa ekki notið fulls jafnræðis, fólk hefur verið að fá ólíka úrslausn mála eftir því hvað það skuldaði til dæmis," segir Árni Páll Árnason formaður flokksins. Árni segir að einnig þurfi að bæta húsnæðislánakerfið en einnig sé mikilvægt að gefa fólk valkost með öflugum leigumarkaði. „Hjá okkur helst í hendur vinna og velferð. Við viljum kröftugt atvinnulíf sem skilar miklum arði svo við getum haldið úti öflugri velferð. Það er hin norræna leið." En er ekki erfitt að vera að ræða um velferð núna eftir nokkurra ára niðurskurð. „Nei okkur hefur tekist að ná að standa vörð um velferðina á þessum erfiðu tímum." En fylgið hefur minnkað og virðist Katrín Júlíusdóttir varaformaður jafnvel eiga hættu á að detta út af þingi. Óttast formennirnir að áhersla þeirra á Evrópumál í miðri Evrukrísu sé að gera þeim erfitt fyrir. „Ég tel þetta eitt af okkar stærstu málum því umræðan um aðild að Evrópusambandinu snýst um það að við viljum örugga framtíð. Við viljum framtíð sem býður upp á stöðugleika. Framtíð þar sem við vitum sirkabát hvað kostar að kaupa í matinn og þar sem eru ekki stöðugar kollsteypur." Kosningar 2013 Mest lesið „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Innlent Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Tókust á um veiðigjöld og þinglok Innlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Innlent Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Innlent Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Innlent Fleiri fréttir „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Leita logandi ljósi af nýju svæði undir kirkjugarð á Selfossi Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Barátta við illvígan sjúkdóm, furðuleg uppátæki fanga og svakalegar hitatölur Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Gámurinn á bak og burt Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Sjá meira
Börn eiga að fá gjaldfrjálsar tannlækningar og leigjendur jafn góðan stuðning og þeir sem kaupa. Þessi loforð eru meðal þeirra sem Samfylkingarfólk gaf við opnun kosningaskrifstofu flokksins í dag. Formennirnir segjast hvergi bangnir þótt kannanir gefi ef til vill lítið tilefni til bjartsýni. Ríkið greiðir 90 milljarða í vexti á ári. Ef lánin væru greidd niður væri hægt að nota peningana í velferð. Þetta var meðal þess sem kom fram í máli formannana. En kannanir sýna að það kosningamál sem kjósendur leggja áherslu á eru skuldir heimilanna hvað á að gera í þeim? „Hvað skuldamálin sérstaklega varðar leggjum við áherslu á að mæta sérstaklega þeim hópum sem fóru verst og keyptu íbúð rétt fyrir hrun og að tryggja jafnræði þeirra sem lentu í vanda og hafa ekki notið fulls jafnræðis, fólk hefur verið að fá ólíka úrslausn mála eftir því hvað það skuldaði til dæmis," segir Árni Páll Árnason formaður flokksins. Árni segir að einnig þurfi að bæta húsnæðislánakerfið en einnig sé mikilvægt að gefa fólk valkost með öflugum leigumarkaði. „Hjá okkur helst í hendur vinna og velferð. Við viljum kröftugt atvinnulíf sem skilar miklum arði svo við getum haldið úti öflugri velferð. Það er hin norræna leið." En er ekki erfitt að vera að ræða um velferð núna eftir nokkurra ára niðurskurð. „Nei okkur hefur tekist að ná að standa vörð um velferðina á þessum erfiðu tímum." En fylgið hefur minnkað og virðist Katrín Júlíusdóttir varaformaður jafnvel eiga hættu á að detta út af þingi. Óttast formennirnir að áhersla þeirra á Evrópumál í miðri Evrukrísu sé að gera þeim erfitt fyrir. „Ég tel þetta eitt af okkar stærstu málum því umræðan um aðild að Evrópusambandinu snýst um það að við viljum örugga framtíð. Við viljum framtíð sem býður upp á stöðugleika. Framtíð þar sem við vitum sirkabát hvað kostar að kaupa í matinn og þar sem eru ekki stöðugar kollsteypur."
Kosningar 2013 Mest lesið „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Innlent Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Tókust á um veiðigjöld og þinglok Innlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Innlent Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Innlent Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Innlent Fleiri fréttir „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Leita logandi ljósi af nýju svæði undir kirkjugarð á Selfossi Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Barátta við illvígan sjúkdóm, furðuleg uppátæki fanga og svakalegar hitatölur Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Gámurinn á bak og burt Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Sjá meira