Bjartsýn þrátt fyrir kannanir Karen Kjartansdóttir skrifar 9. apríl 2013 19:00 Börn eiga að fá gjaldfrjálsar tannlækningar og leigjendur jafn góðan stuðning og þeir sem kaupa. Þessi loforð eru meðal þeirra sem Samfylkingarfólk gaf við opnun kosningaskrifstofu flokksins í dag. Formennirnir segjast hvergi bangnir þótt kannanir gefi ef til vill lítið tilefni til bjartsýni. Ríkið greiðir 90 milljarða í vexti á ári. Ef lánin væru greidd niður væri hægt að nota peningana í velferð. Þetta var meðal þess sem kom fram í máli formannana. En kannanir sýna að það kosningamál sem kjósendur leggja áherslu á eru skuldir heimilanna hvað á að gera í þeim? „Hvað skuldamálin sérstaklega varðar leggjum við áherslu á að mæta sérstaklega þeim hópum sem fóru verst og keyptu íbúð rétt fyrir hrun og að tryggja jafnræði þeirra sem lentu í vanda og hafa ekki notið fulls jafnræðis, fólk hefur verið að fá ólíka úrslausn mála eftir því hvað það skuldaði til dæmis," segir Árni Páll Árnason formaður flokksins. Árni segir að einnig þurfi að bæta húsnæðislánakerfið en einnig sé mikilvægt að gefa fólk valkost með öflugum leigumarkaði. „Hjá okkur helst í hendur vinna og velferð. Við viljum kröftugt atvinnulíf sem skilar miklum arði svo við getum haldið úti öflugri velferð. Það er hin norræna leið." En er ekki erfitt að vera að ræða um velferð núna eftir nokkurra ára niðurskurð. „Nei okkur hefur tekist að ná að standa vörð um velferðina á þessum erfiðu tímum." En fylgið hefur minnkað og virðist Katrín Júlíusdóttir varaformaður jafnvel eiga hættu á að detta út af þingi. Óttast formennirnir að áhersla þeirra á Evrópumál í miðri Evrukrísu sé að gera þeim erfitt fyrir. „Ég tel þetta eitt af okkar stærstu málum því umræðan um aðild að Evrópusambandinu snýst um það að við viljum örugga framtíð. Við viljum framtíð sem býður upp á stöðugleika. Framtíð þar sem við vitum sirkabát hvað kostar að kaupa í matinn og þar sem eru ekki stöðugar kollsteypur." Kosningar 2013 Mest lesið „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Innlent „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Innlent Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Innlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Kviknaði í ruslagámi í Keflavík Innlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Fleiri fréttir Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Sjá meira
Börn eiga að fá gjaldfrjálsar tannlækningar og leigjendur jafn góðan stuðning og þeir sem kaupa. Þessi loforð eru meðal þeirra sem Samfylkingarfólk gaf við opnun kosningaskrifstofu flokksins í dag. Formennirnir segjast hvergi bangnir þótt kannanir gefi ef til vill lítið tilefni til bjartsýni. Ríkið greiðir 90 milljarða í vexti á ári. Ef lánin væru greidd niður væri hægt að nota peningana í velferð. Þetta var meðal þess sem kom fram í máli formannana. En kannanir sýna að það kosningamál sem kjósendur leggja áherslu á eru skuldir heimilanna hvað á að gera í þeim? „Hvað skuldamálin sérstaklega varðar leggjum við áherslu á að mæta sérstaklega þeim hópum sem fóru verst og keyptu íbúð rétt fyrir hrun og að tryggja jafnræði þeirra sem lentu í vanda og hafa ekki notið fulls jafnræðis, fólk hefur verið að fá ólíka úrslausn mála eftir því hvað það skuldaði til dæmis," segir Árni Páll Árnason formaður flokksins. Árni segir að einnig þurfi að bæta húsnæðislánakerfið en einnig sé mikilvægt að gefa fólk valkost með öflugum leigumarkaði. „Hjá okkur helst í hendur vinna og velferð. Við viljum kröftugt atvinnulíf sem skilar miklum arði svo við getum haldið úti öflugri velferð. Það er hin norræna leið." En er ekki erfitt að vera að ræða um velferð núna eftir nokkurra ára niðurskurð. „Nei okkur hefur tekist að ná að standa vörð um velferðina á þessum erfiðu tímum." En fylgið hefur minnkað og virðist Katrín Júlíusdóttir varaformaður jafnvel eiga hættu á að detta út af þingi. Óttast formennirnir að áhersla þeirra á Evrópumál í miðri Evrukrísu sé að gera þeim erfitt fyrir. „Ég tel þetta eitt af okkar stærstu málum því umræðan um aðild að Evrópusambandinu snýst um það að við viljum örugga framtíð. Við viljum framtíð sem býður upp á stöðugleika. Framtíð þar sem við vitum sirkabát hvað kostar að kaupa í matinn og þar sem eru ekki stöðugar kollsteypur."
Kosningar 2013 Mest lesið „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Innlent „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Innlent Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Innlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Kviknaði í ruslagámi í Keflavík Innlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Fleiri fréttir Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Sjá meira