Lífið

Þjóðþekktir Íslendingar létu sjá sig

Ellý Ármanns skrifar
Fyrsti þátturinn af Ljósmyndakeppni Íslands 2013 var forsýndur í gærkvöldi. Af því tilefni var haldið partí á veitingahúsinu Kex. Þættirnir hefja göngu sína næsta fimmtudag, 28. mars á Skjánum. Eins og sjá má á myndunum mættu þjóðþekktir Íslendingir á forsýninguna eins og Andri Freyr Viðarsson sjónvarpsmaðurinn vinsæli, ritstjórarnir Páll Stefánsson og Jón Kaldal, Tobba Marínósdóttir rithöfundur og kærasti hennar Karl Sigurðsson svo einhverjir séu nefndir.

Í hverjum þætti mun einn þátttakandi heltast úr lestinni þar til aðeins þrír eru eftir í lokaþætti þar sem úr verður skorið um sigurvegara þessarar stærstu ljósmyndakeppni sem haldin hefur verið á Íslandi. Verðlaunin eru ekki verri endanum, ljósmyndabúnaður af bestu gerð að verðmæti hálfrar milljónar króna auk 10 daga ævintýraferðar með öllu uppihaldi.

Dómarar eru þau Hallgerður Hallgrímsdóttir, listakona og ljósmyndari og Páll Stefánsson sem er einn fremsti ljósmyndari landsins. Bestu ljósmyndarar á Íslandi munu aðstoða við val á bestu ljósmyndum Íslands, þau Ari Magg, RAX, Spessi, Sissa, Ari Sigvalda og Katrín Elvarsdóttir.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×