Lífið

Fanta flott á frumsýningu

Ellý Ármanns skrifar
MYNDIR/Thorgeir Olafsson
Meðfylgjandi myndir voru teknar á miðvikudagskvöldið þegar Sambíóin frumsýndu nýjustu bíómynd leikstjórans Ágústs GuðmundssonarÓfeigurgengur aftur.

Þessi rómantíska gamanmynd er páskamynd Sambíóanna í ár og verður frumsýnd í Sambíóunum um allt land.

Það eru þau Gísli Örn Garðarsson, Ilmur Kristjánsdóttir, Laddi, Halldóra Geirharðsdóttir, Sigurður Sigurjónsson og Elva Ósk Ólafsdóttir sem fara með aðalhlutverkin í myndinni sem fjallar um kærustupar og baráttu þeirra til að fá frið fyrir framliðnum föður, hinum afskiptasama Ófeigi sem hinn óborganlegi Laddi leikur.

Ófeigur er nýlátinn en andi hans neitar að halda yfir móðuna miklu og heldur til í sínu gamla húsi þar sem þau Anna og Ingi búa núna. Þar fylgist hann með öllu og er óhræddur við að láta skoðanir sínar í ljós.

Ágúst Guðmundsson, leikstjóri og handritshöfundur myndarinnar, á að baki margar af þekktustu og bestu myndum Íslands þar á meðal Með allt á hreinu. Myndin Ófeigur er tekin upp heima hjá Ágústi en hann flutti út á meðan tökum stóð.

Þú gætir unnið - vertu með okkur á Facebook.

Ómar Ragnarsson og Ágúst Guðmundsson.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×