Innlent

Þungt hljóð í sjálfstæðum Evrópumönnum

Landsfundarályktun Sjálfstæðisflokksins um að hætta eigi viðræðum um aðild að ESB hefur vakið mikla óánægju í hópi sjálfstæðra Evrópumanna.

Árið 2011 ákvað flokkurinn að hægja á ferlinu og með því náðist ákveðin sátt hjá ESB sinnum innan flokksins. Nú er hins vegar allt annað hljóðið í þeim þar sem landsfundur samþykkti að aðildarviðræðum yrði hætt. Ragnheiður Ríkharðsdóttir þingmaður sjálfstæðisflokksins og ESB sinni segir þungt hljóð í mönnum.

Ragnheiður og Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir hafa eingöngu verið tvær innan þingflokksins sem hlynntar eru aðild. Þorgerður er að hætta á þingi en tveir sjálfstæðimenn eru á leið inn á þing sem vilja ljúka aðildarviðræðum.

Annar er Vilhjálmur Bjarnason og hinn Brynjar Níelsson lögmaður. Brynjar er þó ekki hlynntur aðild að ESB en telur nýlega landsfundarályktun Sjálfstæðisflokksins sundra flokknum að óþörfu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×