Innlent

Íslandi betur borgið utan ESB

Þorbjörn Þórðarson. skrifar
Landsfundur Sjálfstæðisflokksins telur að hagsmunum Íslands sé betur borgið með því að standa fyrir utan Evrópusambandið. Í drögum að ályktun landsfundar um utanríkismál kemur fram að gera skuli hlé á aðildarviðræðunum við sambandið og þær ekki hafnar að nýju nema það verði samþykkt í þjóðaratkvæðagreiðslu.

Ályktun landsfundar Sjálfstæðisflokksins um Evrópumál gæti haft þýðingu þegar hugsanleg stjórnarmyndun verður í kortunum að loknum alþingiskosningum hinn 27. apríl næstkomandi. Þetta gæti skipt máli þegar metið er hvaða flokkum Sjálfstæðisflokkurinn getur starfað eftir kosningar. Sem kunnugt er hefur Samfylkingin ekki gefið neinn afslátt á þeirri afstöðu að klára beri viðræðurnar við sambandið og að aðildarsamningur verði síðan borinn undir þjóðaratkvæði.

Í stjórnmálaályktun síðasta landsfundar Sjálfstæðisflokksins frá árinu 2011 ályktaði landsfundur að gera skyldi hlé á aðildarviðræðum við Evrópusambandið og þær ekki hafnar að nýju nema það yrði samþykkt í þjóðaratkvæðagreiðslu.

Í drögum að ályktun landsfundar um utanríkismál fyrir landsfund sem nú stendur yfir kveður við svipaðan tón. En þar segir: Landsfundur telur að hagsmunum Íslands sé betur borgið með því að standa fyrir utan Evrópusambandið. Áréttað er að gera skuli hlé á aðildarviðræðum við Evrópusambandið og þær ekki hafnar að nýju nema það verði samþykkt í þjóðaratkvæðagreiðslu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×