Innlent

Er stemmning fyrir því besta frá Botnleðju?

Meðlimir íslensku rokkhljómsveitarinnar Botnleðju velta því fyrir sér hvort þeir eigi að gefa út hljómplötu með bestu lögum sveitarinnar.

Á Fésbókarsíðu sveitarinnar spyrja þeir aðdáendur sína, sem eru á fimmta hundrað, hvort áhugi sé fyrir plötunni. Á henni eigi að vera samansafn af plötum sveitarinnar, upptaka frá tónleikum á Gauknum síðasta sumar auk laga sem komust ekki á Drullumall, Fólk er fíl, Magnýl og Douglas Dakota.

Bæta Botnleðjumenn því við að síðastnefndu lögin, sem ekki áttu heimangengt á plötur sveitarinnar, séu frekar fyndin. Þá ætla þeir félagar í upptökuver og taka upp tvö glæný lög.

„Þetta kostar víst handlegg. Því spyrjum við. Er einhver stemmning fyrir þessu?"

Aðdáendur sveitarinnar virðast hrifnir af áforum sveitarinnar ef marka má ummæli við færsluna, sjá hér.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×