"Auðvitað er okkur treystandi" Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 12. febrúar 2013 11:50 Nýkrýndir Reykjavíkurmeistarar í knattspyrnu karla í Leikni í Breiðholti fögnuðu sigrinum á KR í gærkvöldi svo innilega að verðlaunabikarinn týndist. Leiknir í Breiðholti varð í gærkvöldi Reykjavíkurmeistari í knattspyrnu karla í fyrsta skipti eftir 3-2 sigur á KR í úrslitaleik í Egilshöll. Leiknir, sem leikur í næstefstu deild, hafði aldrei áður leikið til úrslita í keppninni. „Þetta var stórskemmtilegt og við nutum þess út í ystu æsar, eins og gefur að skilja," segir Ólafur Hrannar Kristjánsson fyrirliði Leiknis. Klukkan tíu í morgun birti Öryggismiðstöð Íslands eftirfarandi skilaboð á Facebook-síðu sinni: „Kæru Leiknismenn. Til hamingju með Reykjavíkurmeistaratitilinn! Við fundum bikarinn ykkar í Breiðholtslaug í nótt. Þið getið nálgast hann hjá okkur. :)" Ólafur Hrannar er uppalinn hjá Leikni og einn þeirra sem fagnaði sigrinum í gærkvöldi fram á nótt. „Ég var á svæðinu, jú jú," segir Ólafur sem fékkst til þess að rekja atburðarrás gærkvöldsins og næturinnar í grófum dráttum.Ólafur Hrannar lyftir farandbikarnum. Egill Atlason lyftir eignarbikarnum í bakgrunni.Myndir/Valgarður Gíslason„Þetta var Egilshöllin, Leiknishúsið, einhver hverfispub og svo fannst hann við laugina. Ég vona bara að hann rati aftur upp í Leiknishús," segir Ólafur Hrannar. Leiknismenn fengu tvo verðlaunabikara fyrir sigur sinn. Annars vegar er um farandbikar að ræða sem liðið hefur í vörslu sinni í eitt ár en hins vegar bikar sem liðið hefur unnið sér til eignar. „Þetta var eignarbikarinn, ekki farandsbikarinn. Framkvæmdastjóri Leiknis sagði við mig að farandbikarinn færi ekkert nema upp í Leiknishúsið. Hann treysti okkur alls ekki fyrir bikarnum. Ég þrætti fyrir það: „Auðvitað er okkur treystandi"," segir Ólafur Hrannar og hlær.Leiknismenn fögnuðu ákaft í Egilshöll í gær og fram á nótt.Mynd/Valgarður Gíslason„Svo fór það þannig að við týndum eignarbikarnum. En það er gott að farandbikarinn er hólpinn uppi í húsi," sagði Ólafur Hrannar. Aðspurður hvort Egill Atlason, nýr liðsmaður Leiknismanna og glaumgosi, hafi átt sök að máli grínast Ólafur Hrannar: „Egill er náttúrulega svo mikill ógæfumaður," segir Ólafur og hlær en viðurkennir að bera sjálfur ábyrgð ásamt fleirum. „Við eigum þetta sameiginlega einhverjir nokkrir sem misstum okkur aðeins í gleðinni," segir Ólafur Hrannar. Tengdar fréttir Leiknir Reykjavíkurmeistari eftir sigur á KR | Myndir Leiknir varð í kvöld Reykjavíkurmeistari karla í knattspyrnu eftir sigur á KR-ingum í úrslitaleik, 3-2. 11. febrúar 2013 21:00 Mest lesið Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Innlent Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Erlent Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Innlent Tvíburarnir fengu ár í viðbót Innlent Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Erlent NATO og Rússland „augljóslega“ í stríði Erlent Ingvar aftur kominn í leyfi frá þingstörfum Innlent Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Erlent Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Innlent Loka fyrir heitt vatn vegna leka á Bústaðavegi Innlent Fleiri fréttir „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Lína Langsokkur - Uppselt er á 50 sýningar Fjöldi glæpahópa á Íslandi hefur tvöfaldast á tíu árum „Ekki algengt að svona lekar verði“ Stóraukning skipulagðrar glæpastarfsemi og innbrotahrina hjá listamanni Flugvél með fjórum innanborðs fór út af flugbraut Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Tiltekt ríkisstjórnar eins og að taka sokk af gólfi unglings Ingvar aftur kominn í leyfi frá þingstörfum Oddvitarnir ætla sér stóra hluti eftir átta mánuði Loka fyrir heitt vatn vegna leka á Bústaðavegi Tvíburarnir fengu ár í viðbót Hlaut náttúruverndarviðurkenningu Sigríðar í Brattholti Vara við svikapóstum um ólöglegar klámsíður og reikninga frá raforkusölum Baráttunni lauk með íslenskum ríkisborgararétti Er með hugmynd að nafni sem gæti vel gengið Bein útsending: Umhverfisþing 2025 Hells Angels á Íslandi hafi aukið umsvif sín og sýnileika Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Komið gott af borgarmálum og meirihlutaslit hafi engin áhrif Töldu nauðsynlegt að taka fast á Hells Angels og Kourani fær endurkomubann Ætlar sér formennsku hjá ungum Sjálfstæðismönnum Úr inniskónum og yfir í hringiðu heimsmálanna Þórdís Lóa ætlar ekki fram Ölvaðir og í annarlegu ástandi Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Vill drónavarnir á Íslandi Sjá meira
Nýkrýndir Reykjavíkurmeistarar í knattspyrnu karla í Leikni í Breiðholti fögnuðu sigrinum á KR í gærkvöldi svo innilega að verðlaunabikarinn týndist. Leiknir í Breiðholti varð í gærkvöldi Reykjavíkurmeistari í knattspyrnu karla í fyrsta skipti eftir 3-2 sigur á KR í úrslitaleik í Egilshöll. Leiknir, sem leikur í næstefstu deild, hafði aldrei áður leikið til úrslita í keppninni. „Þetta var stórskemmtilegt og við nutum þess út í ystu æsar, eins og gefur að skilja," segir Ólafur Hrannar Kristjánsson fyrirliði Leiknis. Klukkan tíu í morgun birti Öryggismiðstöð Íslands eftirfarandi skilaboð á Facebook-síðu sinni: „Kæru Leiknismenn. Til hamingju með Reykjavíkurmeistaratitilinn! Við fundum bikarinn ykkar í Breiðholtslaug í nótt. Þið getið nálgast hann hjá okkur. :)" Ólafur Hrannar er uppalinn hjá Leikni og einn þeirra sem fagnaði sigrinum í gærkvöldi fram á nótt. „Ég var á svæðinu, jú jú," segir Ólafur sem fékkst til þess að rekja atburðarrás gærkvöldsins og næturinnar í grófum dráttum.Ólafur Hrannar lyftir farandbikarnum. Egill Atlason lyftir eignarbikarnum í bakgrunni.Myndir/Valgarður Gíslason„Þetta var Egilshöllin, Leiknishúsið, einhver hverfispub og svo fannst hann við laugina. Ég vona bara að hann rati aftur upp í Leiknishús," segir Ólafur Hrannar. Leiknismenn fengu tvo verðlaunabikara fyrir sigur sinn. Annars vegar er um farandbikar að ræða sem liðið hefur í vörslu sinni í eitt ár en hins vegar bikar sem liðið hefur unnið sér til eignar. „Þetta var eignarbikarinn, ekki farandsbikarinn. Framkvæmdastjóri Leiknis sagði við mig að farandbikarinn færi ekkert nema upp í Leiknishúsið. Hann treysti okkur alls ekki fyrir bikarnum. Ég þrætti fyrir það: „Auðvitað er okkur treystandi"," segir Ólafur Hrannar og hlær.Leiknismenn fögnuðu ákaft í Egilshöll í gær og fram á nótt.Mynd/Valgarður Gíslason„Svo fór það þannig að við týndum eignarbikarnum. En það er gott að farandbikarinn er hólpinn uppi í húsi," sagði Ólafur Hrannar. Aðspurður hvort Egill Atlason, nýr liðsmaður Leiknismanna og glaumgosi, hafi átt sök að máli grínast Ólafur Hrannar: „Egill er náttúrulega svo mikill ógæfumaður," segir Ólafur og hlær en viðurkennir að bera sjálfur ábyrgð ásamt fleirum. „Við eigum þetta sameiginlega einhverjir nokkrir sem misstum okkur aðeins í gleðinni," segir Ólafur Hrannar.
Tengdar fréttir Leiknir Reykjavíkurmeistari eftir sigur á KR | Myndir Leiknir varð í kvöld Reykjavíkurmeistari karla í knattspyrnu eftir sigur á KR-ingum í úrslitaleik, 3-2. 11. febrúar 2013 21:00 Mest lesið Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Innlent Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Erlent Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Innlent Tvíburarnir fengu ár í viðbót Innlent Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Erlent NATO og Rússland „augljóslega“ í stríði Erlent Ingvar aftur kominn í leyfi frá þingstörfum Innlent Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Erlent Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Innlent Loka fyrir heitt vatn vegna leka á Bústaðavegi Innlent Fleiri fréttir „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Lína Langsokkur - Uppselt er á 50 sýningar Fjöldi glæpahópa á Íslandi hefur tvöfaldast á tíu árum „Ekki algengt að svona lekar verði“ Stóraukning skipulagðrar glæpastarfsemi og innbrotahrina hjá listamanni Flugvél með fjórum innanborðs fór út af flugbraut Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Tiltekt ríkisstjórnar eins og að taka sokk af gólfi unglings Ingvar aftur kominn í leyfi frá þingstörfum Oddvitarnir ætla sér stóra hluti eftir átta mánuði Loka fyrir heitt vatn vegna leka á Bústaðavegi Tvíburarnir fengu ár í viðbót Hlaut náttúruverndarviðurkenningu Sigríðar í Brattholti Vara við svikapóstum um ólöglegar klámsíður og reikninga frá raforkusölum Baráttunni lauk með íslenskum ríkisborgararétti Er með hugmynd að nafni sem gæti vel gengið Bein útsending: Umhverfisþing 2025 Hells Angels á Íslandi hafi aukið umsvif sín og sýnileika Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Komið gott af borgarmálum og meirihlutaslit hafi engin áhrif Töldu nauðsynlegt að taka fast á Hells Angels og Kourani fær endurkomubann Ætlar sér formennsku hjá ungum Sjálfstæðismönnum Úr inniskónum og yfir í hringiðu heimsmálanna Þórdís Lóa ætlar ekki fram Ölvaðir og í annarlegu ástandi Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Vill drónavarnir á Íslandi Sjá meira
Leiknir Reykjavíkurmeistari eftir sigur á KR | Myndir Leiknir varð í kvöld Reykjavíkurmeistari karla í knattspyrnu eftir sigur á KR-ingum í úrslitaleik, 3-2. 11. febrúar 2013 21:00