"Auðvitað er okkur treystandi" Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 12. febrúar 2013 11:50 Nýkrýndir Reykjavíkurmeistarar í knattspyrnu karla í Leikni í Breiðholti fögnuðu sigrinum á KR í gærkvöldi svo innilega að verðlaunabikarinn týndist. Leiknir í Breiðholti varð í gærkvöldi Reykjavíkurmeistari í knattspyrnu karla í fyrsta skipti eftir 3-2 sigur á KR í úrslitaleik í Egilshöll. Leiknir, sem leikur í næstefstu deild, hafði aldrei áður leikið til úrslita í keppninni. „Þetta var stórskemmtilegt og við nutum þess út í ystu æsar, eins og gefur að skilja," segir Ólafur Hrannar Kristjánsson fyrirliði Leiknis. Klukkan tíu í morgun birti Öryggismiðstöð Íslands eftirfarandi skilaboð á Facebook-síðu sinni: „Kæru Leiknismenn. Til hamingju með Reykjavíkurmeistaratitilinn! Við fundum bikarinn ykkar í Breiðholtslaug í nótt. Þið getið nálgast hann hjá okkur. :)" Ólafur Hrannar er uppalinn hjá Leikni og einn þeirra sem fagnaði sigrinum í gærkvöldi fram á nótt. „Ég var á svæðinu, jú jú," segir Ólafur sem fékkst til þess að rekja atburðarrás gærkvöldsins og næturinnar í grófum dráttum.Ólafur Hrannar lyftir farandbikarnum. Egill Atlason lyftir eignarbikarnum í bakgrunni.Myndir/Valgarður Gíslason„Þetta var Egilshöllin, Leiknishúsið, einhver hverfispub og svo fannst hann við laugina. Ég vona bara að hann rati aftur upp í Leiknishús," segir Ólafur Hrannar. Leiknismenn fengu tvo verðlaunabikara fyrir sigur sinn. Annars vegar er um farandbikar að ræða sem liðið hefur í vörslu sinni í eitt ár en hins vegar bikar sem liðið hefur unnið sér til eignar. „Þetta var eignarbikarinn, ekki farandsbikarinn. Framkvæmdastjóri Leiknis sagði við mig að farandbikarinn færi ekkert nema upp í Leiknishúsið. Hann treysti okkur alls ekki fyrir bikarnum. Ég þrætti fyrir það: „Auðvitað er okkur treystandi"," segir Ólafur Hrannar og hlær.Leiknismenn fögnuðu ákaft í Egilshöll í gær og fram á nótt.Mynd/Valgarður Gíslason„Svo fór það þannig að við týndum eignarbikarnum. En það er gott að farandbikarinn er hólpinn uppi í húsi," sagði Ólafur Hrannar. Aðspurður hvort Egill Atlason, nýr liðsmaður Leiknismanna og glaumgosi, hafi átt sök að máli grínast Ólafur Hrannar: „Egill er náttúrulega svo mikill ógæfumaður," segir Ólafur og hlær en viðurkennir að bera sjálfur ábyrgð ásamt fleirum. „Við eigum þetta sameiginlega einhverjir nokkrir sem misstum okkur aðeins í gleðinni," segir Ólafur Hrannar. Tengdar fréttir Leiknir Reykjavíkurmeistari eftir sigur á KR | Myndir Leiknir varð í kvöld Reykjavíkurmeistari karla í knattspyrnu eftir sigur á KR-ingum í úrslitaleik, 3-2. 11. febrúar 2013 21:00 Mest lesið „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Innlent Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Innlent Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu Innlent Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Innlent „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Innlent Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Innlent Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Innlent „Við gerum ekki svona við börn“ Innlent Fleiri fréttir Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sindri og Védís Hervör til Kópavogsbæjar Bókhaldstækni og aukin skattheimta skýri afganginn Tæplega tíu milljarða viðsnúningur Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Stuðningsmenn Oscars mótmæltu og Kári Stefáns hættur Bein útsending: Kynna ársreikning Reykjavíkurborgar „Við gerum ekki svona við börn“ Mótmælt við ríkisstjórnarfund: „Oscar á heima hér“ Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Líkamsárásir og brotist inn í raftækjaverslun Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Hikar ekki við að lögsækja skyldi Rafmennt nota nafn skólans Myndaveisla: Lúðrasveit, fánar og gríðarstór stytta á Verkalýðsdaginn Kalla eftir mannúð og miskunnsemi stjórnvalda gagnvart börnum Fulllestað og veikt flutningskerfi raforku Þekkir ofbeldið sem konur í karllægum störfum verða fyrir Sjá meira
Nýkrýndir Reykjavíkurmeistarar í knattspyrnu karla í Leikni í Breiðholti fögnuðu sigrinum á KR í gærkvöldi svo innilega að verðlaunabikarinn týndist. Leiknir í Breiðholti varð í gærkvöldi Reykjavíkurmeistari í knattspyrnu karla í fyrsta skipti eftir 3-2 sigur á KR í úrslitaleik í Egilshöll. Leiknir, sem leikur í næstefstu deild, hafði aldrei áður leikið til úrslita í keppninni. „Þetta var stórskemmtilegt og við nutum þess út í ystu æsar, eins og gefur að skilja," segir Ólafur Hrannar Kristjánsson fyrirliði Leiknis. Klukkan tíu í morgun birti Öryggismiðstöð Íslands eftirfarandi skilaboð á Facebook-síðu sinni: „Kæru Leiknismenn. Til hamingju með Reykjavíkurmeistaratitilinn! Við fundum bikarinn ykkar í Breiðholtslaug í nótt. Þið getið nálgast hann hjá okkur. :)" Ólafur Hrannar er uppalinn hjá Leikni og einn þeirra sem fagnaði sigrinum í gærkvöldi fram á nótt. „Ég var á svæðinu, jú jú," segir Ólafur sem fékkst til þess að rekja atburðarrás gærkvöldsins og næturinnar í grófum dráttum.Ólafur Hrannar lyftir farandbikarnum. Egill Atlason lyftir eignarbikarnum í bakgrunni.Myndir/Valgarður Gíslason„Þetta var Egilshöllin, Leiknishúsið, einhver hverfispub og svo fannst hann við laugina. Ég vona bara að hann rati aftur upp í Leiknishús," segir Ólafur Hrannar. Leiknismenn fengu tvo verðlaunabikara fyrir sigur sinn. Annars vegar er um farandbikar að ræða sem liðið hefur í vörslu sinni í eitt ár en hins vegar bikar sem liðið hefur unnið sér til eignar. „Þetta var eignarbikarinn, ekki farandsbikarinn. Framkvæmdastjóri Leiknis sagði við mig að farandbikarinn færi ekkert nema upp í Leiknishúsið. Hann treysti okkur alls ekki fyrir bikarnum. Ég þrætti fyrir það: „Auðvitað er okkur treystandi"," segir Ólafur Hrannar og hlær.Leiknismenn fögnuðu ákaft í Egilshöll í gær og fram á nótt.Mynd/Valgarður Gíslason„Svo fór það þannig að við týndum eignarbikarnum. En það er gott að farandbikarinn er hólpinn uppi í húsi," sagði Ólafur Hrannar. Aðspurður hvort Egill Atlason, nýr liðsmaður Leiknismanna og glaumgosi, hafi átt sök að máli grínast Ólafur Hrannar: „Egill er náttúrulega svo mikill ógæfumaður," segir Ólafur og hlær en viðurkennir að bera sjálfur ábyrgð ásamt fleirum. „Við eigum þetta sameiginlega einhverjir nokkrir sem misstum okkur aðeins í gleðinni," segir Ólafur Hrannar.
Tengdar fréttir Leiknir Reykjavíkurmeistari eftir sigur á KR | Myndir Leiknir varð í kvöld Reykjavíkurmeistari karla í knattspyrnu eftir sigur á KR-ingum í úrslitaleik, 3-2. 11. febrúar 2013 21:00 Mest lesið „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Innlent Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Innlent Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu Innlent Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Innlent „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Innlent Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Innlent Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Innlent „Við gerum ekki svona við börn“ Innlent Fleiri fréttir Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sindri og Védís Hervör til Kópavogsbæjar Bókhaldstækni og aukin skattheimta skýri afganginn Tæplega tíu milljarða viðsnúningur Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Stuðningsmenn Oscars mótmæltu og Kári Stefáns hættur Bein útsending: Kynna ársreikning Reykjavíkurborgar „Við gerum ekki svona við börn“ Mótmælt við ríkisstjórnarfund: „Oscar á heima hér“ Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Líkamsárásir og brotist inn í raftækjaverslun Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Hikar ekki við að lögsækja skyldi Rafmennt nota nafn skólans Myndaveisla: Lúðrasveit, fánar og gríðarstór stytta á Verkalýðsdaginn Kalla eftir mannúð og miskunnsemi stjórnvalda gagnvart börnum Fulllestað og veikt flutningskerfi raforku Þekkir ofbeldið sem konur í karllægum störfum verða fyrir Sjá meira
Leiknir Reykjavíkurmeistari eftir sigur á KR | Myndir Leiknir varð í kvöld Reykjavíkurmeistari karla í knattspyrnu eftir sigur á KR-ingum í úrslitaleik, 3-2. 11. febrúar 2013 21:00