Enski boltinn

Anderson vill sleppa frá Man. Utd

Hinn brasilíski miðjumaður Man. Utd, Anderson, hefur greint frá því að hann vilji komast frá félaginu og hafi reyndar margoft reynt að fá sig lausan.

Anderson hefur verið í herbúðum síðan 2007 en hann kom til félagsins frá Porto.

"Hvað get ég sagt? Ég á þrjú ár eftir af samningnum. Ég er margoft búinn að reyna að fá mig lausan en án árangurs," sagði Anderson.

Leikmaðurinn hefur ekki spilað með landsliðinu síðan 2008 en hann er orðinn 24 ára gamall.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×