Íslendingar mega aldrei sætta sig við yfirgang 8. febrúar 2013 15:00 Sigmundur Davíð Gunnlaugsson flutti ræðu á flokksþingi Framsóknarflokksins. Mynd/ GVA. Sigmundur Davíð gerði deiluna í Icesave-málinu að umtalsefni á flokksþingi Framsóknarflokksins í Gullhömrum í Grafarvogi í dag. „Íslendingar eru, og verða vonandi alltaf, herlaus þjóð. En við sættum okkur ekki við yfirgang. Við heyjum baráttu okkar á grundvelli laga og réttar, vegna þess að við vitum að með lögum skal land byggja. Við megum aldrei láta undan ofríki sama hversu mikið ofurefli kann að vera við að etja," sagði Sigmundur Davíð. „Nú er nýlokið deilu sem flestir virðast sammála um að hafi verið ein stærsta milliríkjadeila í seinnitímasögu landsins. Að minnsta kosti sú stærsta frá því í landhelgisdeilunum, sagði Sigmundur Davíð. Það væri engin tilviljun að Framsóknarflokkurinn hafi haft forgöngu í baráttunni gegn því óréttlæti sem Íslendingar voru beittir ...ásamt hópum fólks sem var reiðubúið að leggja á sig óhemju vinnu til að verja hagsmuni samborgaranna," bætti Sigmundur Davíð við. Hann benti á að eftir að Íslendingar unnu fullnaðarsigur í Icesave-deilunni hafi menn haldið því fram að eftirgjöf í því máli hafi einungis komið til vegna nauðungar. Vegna þess að Norðurlöndin, Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn og Evrópusambandið hafi beitt okkur þvingunum. „Það er að vísu rétt að við vorum beitt þvingunum. En það réttlætti ekki eftirgjöf. Það sem er hins vegar verra er að baráttan fyrir því að látið yrði undan þvingunum var fyrst og fremst rekin hér heima. Í stað þess að bregðast hart við þegar alþjóðlegar stofnanir voru misnotaðar, í andstöðu við lög og rétt, var látið hjá líða að andmæla af krafti," sagði Sigmundur Davíð. Þess í stað hafi verið mögnuð upp hræðsla hér heima og settar fram endalausar heimsendaspár, algjörlega úr samræmi við raunveruleikann. „Hinir erlendu kúgarar þurftu í raun ekki að láta til sín taka. Þá skorti ekki málsvara hér heima sem voru reiðubúnir að ganga ótrúlega langt við að reyna að koma klyfjum á Íslendinga," sagði Sigmundur Davíð. Sigmundur Davíð sagði að þeir hefðu verið margir hér heima sem hafi sagt að okkur bæri skylda til að borga, og enn fleiri sem hefðu haldið því fram að lagaleg staða okkar væri að minnsta kosti mjög veik. „Aðrir sögðu að okkur bæri siðferðisleg skylda til að taka á okkur klyfjarnar og jafnvel að börnin okkar hefðu gott af því að greiða himinháa vexti á skuldir gjaldþrota einkabanka. Þessu var fylgt eftir með því að reyna út í ystu æsar að halda nauðsynlegum gögnum leyndum, birta alrangar tölur um stöðu þjóðarbúsins og teyma fram innlenda og erlenda álitsgjafa til að segja Íslendingum að borga," sagði Sigmundur Davið. Svo hafi Íslendingum verð sagt, nánast daglega, hvers konar efnahagslegar hörmungar myndu dynja yfir ef ekki yrði látið undan. „Það virðist nánast grátbroslegt núna að minnast þess að svokallaðir sérfræðingar og stjórnmálamenn sögðu okkur hvað eftir annað að lífskjör myndu færast aftur um marga áratugi, hér yrði nokkurs konar efnahagslegur kjarnorkuvetur og landið yrði í hópi með einangruðustu og frumstæðustu ríkjum heims ef við neituðum að borga," sagði Sigmundur Davíð. Þetta hafi hins vegar ekki verið grátbroslegt á sínum tíma. Kosningar 2013 Mest lesið Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Innlent Trump-liðar heita hefndum Erlent Reikna með gosi í lok mánaðar Innlent Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Innlent Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Innlent Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Innlent Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Innlent Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Innlent Fleiri fréttir Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Reikna með gosi í lok mánaðar Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels Lokun Sorpu á Dalvegi enn frestað Munu áfram stýra fastanefndunum Fá að halda framkvæmdum áfram í bili Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Flestir sem skráðu sig í Skorradalshrepp fá að kjósa Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Sló töskunni í vélarhlíf lögreglubifreiðar „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Fjöldi glæpahópa á Íslandi hefur tvöfaldast á tíu árum Sjá meira
Sigmundur Davíð gerði deiluna í Icesave-málinu að umtalsefni á flokksþingi Framsóknarflokksins í Gullhömrum í Grafarvogi í dag. „Íslendingar eru, og verða vonandi alltaf, herlaus þjóð. En við sættum okkur ekki við yfirgang. Við heyjum baráttu okkar á grundvelli laga og réttar, vegna þess að við vitum að með lögum skal land byggja. Við megum aldrei láta undan ofríki sama hversu mikið ofurefli kann að vera við að etja," sagði Sigmundur Davíð. „Nú er nýlokið deilu sem flestir virðast sammála um að hafi verið ein stærsta milliríkjadeila í seinnitímasögu landsins. Að minnsta kosti sú stærsta frá því í landhelgisdeilunum, sagði Sigmundur Davíð. Það væri engin tilviljun að Framsóknarflokkurinn hafi haft forgöngu í baráttunni gegn því óréttlæti sem Íslendingar voru beittir ...ásamt hópum fólks sem var reiðubúið að leggja á sig óhemju vinnu til að verja hagsmuni samborgaranna," bætti Sigmundur Davíð við. Hann benti á að eftir að Íslendingar unnu fullnaðarsigur í Icesave-deilunni hafi menn haldið því fram að eftirgjöf í því máli hafi einungis komið til vegna nauðungar. Vegna þess að Norðurlöndin, Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn og Evrópusambandið hafi beitt okkur þvingunum. „Það er að vísu rétt að við vorum beitt þvingunum. En það réttlætti ekki eftirgjöf. Það sem er hins vegar verra er að baráttan fyrir því að látið yrði undan þvingunum var fyrst og fremst rekin hér heima. Í stað þess að bregðast hart við þegar alþjóðlegar stofnanir voru misnotaðar, í andstöðu við lög og rétt, var látið hjá líða að andmæla af krafti," sagði Sigmundur Davíð. Þess í stað hafi verið mögnuð upp hræðsla hér heima og settar fram endalausar heimsendaspár, algjörlega úr samræmi við raunveruleikann. „Hinir erlendu kúgarar þurftu í raun ekki að láta til sín taka. Þá skorti ekki málsvara hér heima sem voru reiðubúnir að ganga ótrúlega langt við að reyna að koma klyfjum á Íslendinga," sagði Sigmundur Davíð. Sigmundur Davíð sagði að þeir hefðu verið margir hér heima sem hafi sagt að okkur bæri skylda til að borga, og enn fleiri sem hefðu haldið því fram að lagaleg staða okkar væri að minnsta kosti mjög veik. „Aðrir sögðu að okkur bæri siðferðisleg skylda til að taka á okkur klyfjarnar og jafnvel að börnin okkar hefðu gott af því að greiða himinháa vexti á skuldir gjaldþrota einkabanka. Þessu var fylgt eftir með því að reyna út í ystu æsar að halda nauðsynlegum gögnum leyndum, birta alrangar tölur um stöðu þjóðarbúsins og teyma fram innlenda og erlenda álitsgjafa til að segja Íslendingum að borga," sagði Sigmundur Davið. Svo hafi Íslendingum verð sagt, nánast daglega, hvers konar efnahagslegar hörmungar myndu dynja yfir ef ekki yrði látið undan. „Það virðist nánast grátbroslegt núna að minnast þess að svokallaðir sérfræðingar og stjórnmálamenn sögðu okkur hvað eftir annað að lífskjör myndu færast aftur um marga áratugi, hér yrði nokkurs konar efnahagslegur kjarnorkuvetur og landið yrði í hópi með einangruðustu og frumstæðustu ríkjum heims ef við neituðum að borga," sagði Sigmundur Davíð. Þetta hafi hins vegar ekki verið grátbroslegt á sínum tíma.
Kosningar 2013 Mest lesið Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Innlent Trump-liðar heita hefndum Erlent Reikna með gosi í lok mánaðar Innlent Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Innlent Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Innlent Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Innlent Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Innlent Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Innlent Fleiri fréttir Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Reikna með gosi í lok mánaðar Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels Lokun Sorpu á Dalvegi enn frestað Munu áfram stýra fastanefndunum Fá að halda framkvæmdum áfram í bili Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Flestir sem skráðu sig í Skorradalshrepp fá að kjósa Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Sló töskunni í vélarhlíf lögreglubifreiðar „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Fjöldi glæpahópa á Íslandi hefur tvöfaldast á tíu árum Sjá meira
Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels